dk viðskiptahugbúnaður
dk viðskiptahugbúnaður er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir allar stærðir fyrirtækja. Kerfið er að fullu þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í yfir 20 ár og er í notkun hjá yfir 6.500 fyrirtækjum.
Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun. Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum. Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki). Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.