fbpx Skip to main content

dk viðskiptahugbúnaður

dk viðskiptahugbúnaður er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir allar stærðir fyrirtækja.   Kerfið er að fullu þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í yfir 20 ár og er í notkun hjá yfir 6.500 fyrirtækjum.

Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun.  Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum.  Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki).  Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Lítil og meðalstór fyrirtæki

Skoða áskriftarmöguleika og panta dk í áskrift

Lítil og meðalstór fyrirtæki

dk býður upp á fjölbreytta áskriftarmöguleika fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. dk Viðskiptalausnir bjóða upp á mikinn sveigjanleika og auðvelt að bæta við pakkana viðbótarkerfum eins og tengingu við vefverslanir, Léttlausnir í snjalltæki, rafrænum reikningum, launakerfi, Office 365, verkbókhaldskerfi, dk Pos afgreiðslukerfi ofl.

Bókhalds- og sölukerfi dk stækkar í raun með fyrirtækinu, því alltaf er hægt að bæta við notendum og kerfislausnum eftir því sem nauðsynlegt er.

Stór fyrirtæki

Fá ráðgjöf frá sérfræðingum okkar

Stór fyrirtæki

dk býður upp á margvíslegar sérlausnir og séraðlaganir fyrir stærri fyrirtæki, sjá nánar hér. Einn helsti kostur dk viðskiptahugbúnaðarins er öflug innbyggð greiningartól og stjórnendaverkfæri. Greiningarvinnslurnar í dk byggja á rauntímagögnum og sýna því stöðuna eins og hún er hverju sinni.

Með skýjaþjónustu dk fyrir stærri fyrirtæki sparast mikill kostnaður í tækjabúnaði. Fáðu hýsingarþjónustu í áskrift hjá dk, vél- og hugbúnaður, vefir og tölvupóstur ásamt vef- og sýndarþjónum.

dk viðskiptahugbúnaður í áskrift

Mjög þægilegt er fyrir fyrirtæki að vera með dk í áskrift og hýsingu.  Engar takmarkanir eru á færslufjölda.  Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við hin ýmsu undirkerfi, full uppsetta ársreikninga, sundurliðun ársreikninga, sjóðstreymi og lykiltölugreiningar.

dk í áskrift er hagkvæm og þægileg leið fyrir fyrirtæki sem gefur kost á alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi í mánaðarlegri áskrift.  Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðinn.  Innifalið er hýsing á gögnum, sérsvæði, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.

Skýjalausnir dk

dk hugbúnaður er með öfluga hýsingardeild og rekur skýjaþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki.

Yfir 4.500 fyrirtæki nýta sér þessa þjónustu og er dk stærsti hýsingaraðili SPLA-Microsoft lausna á Íslandi. dk býður upp á heildarlausn í hýsingu forrita og gagna. Notendur kerfisins tengjast þjónustunni gegnum internetið, hvaðan sem er úr heiminum sem skapar tvímælalaust hagræði.

Endurskoðendur og bókarar tengjast beint inn í skýið hjá dk. Þannig geta fyrirtæki og bókarar unnið saman rafrænt. Við köllum þetta „Bókhaldið í skýið“.

Allar vefverslanir eru tengjanlegar við sölu- og birgðakerfi dk með vefþjónustum.

Skýjalausnir dk

Öflug greiningartól

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, félaga, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup eða laun.  Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

dk inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, eigna-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa-, verk-, félaga-, hótel- og launakerfi og í viðbót inniheldur það fjöldan allan af sérlausnum fyrir verslanir, veitingahús, félagasamtök, sjávarútveg, sveitarfélög, vefinn og snjalltæki.

Tegundir fyrirtækja sem nýta sér dk viðskiptahugbúnaðinn eru m.a.:

Auglýsingastofur, Apótek, Arkitekta- og verkfræðistofur, Bakarí, Bílaleigur, Bókhaldsstofur, Búrekstur (bændur), Endurskoðunarstofur, Ferðaþjónusta, Félagasamtök, Fiskverkanir, Framleiðslufyrirtæki, Gistihús, Hótel, Inn- og útflutningsfyrirtæki, Lögfræðistofur, Nýsköpunarfyrirtæki, Sprotafyrirtæki, Stéttarfélög, Tæknifyrirtæki, Útgerðir, Veitingastaðir, Verkstæði, Verktakar, Verslanir og Þjónustufyrirtæki

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

    Nafn ( þarf )

    Fyrirtæki

    Netfang ( þarf )

    Símanúmer

    Fyrirspurn þín ..

    Close Menu

    dk - Íslenskar viðskiptalausnir