Leiðbeiningar fyrir tengingu við skýið

(Click here for the English version)

Á þessari síðu finnur þú ýmsar leiðbeiningar varðandi tengingar við skýið.

Ef þú lendir í vandræðum með tenginguna getur þú sent okkur þjónustubeiðni og við munum svara um hæl.

Fyrir vinnutölvu eða einkatölvu, mælum við eindregið með að setja upp tengingu við skýið og fylgja leiðbeiningum hér að neðan fyrir Windows eða MAC eftir því sem við á.  Ef hinsvegar tengjast á almenningstölvu , mælum við með að notuð sé vefsíða samanber leiðbeiningar hér að neðan.

Leiðbeiningar fyrir Windows tölvur,  Mac tölvur/spjaldtölvur og  tenging í gegnum vefsíðu.

Windows

Uppsetning fyrir Windows tölvur

Byrja þarf að setja upp Thinprint prentforrit og að því loknu er farið í uppsetningu á sjálfri tengingunni við skýið.  Fylgið leiðbeiningum hér fyrir neðan.  Ekki er þörf á frekari uppsetningu.

 Uppsetning fyrir prentara

Til að hægt sé að prenta úr skýinu þarf að setja upp Thinprint hugbúnað sem tengir prentara. Veljið annaðhvort 64bit eða 32bit uppsetningu í samræmi við Windows útgáfu.

 cloud_download_48  cloud_download_48
64bit Uppsetning(x64) 32bit Uppsetning(x86) 

Hægt er að stilla prentara sem teknir eru með yfir í skýið, með því að fara í ThinPrint. í Setup flipanum er hægt að velja default prentara.
ThinPrint1
Í Assignment er hægt að velja hvaða prentara á að taka með yfir í skýið. Mælt er með því að haka eingöngu við á prentara sem á að nota í dk þar sem það getur tekið langan tíma að flytja marga prentara yfir.
ThinPrint2
Eftir uppsetningu er mikilvægt að enduræsa þá tölvu sem Thinprint hugbúnaðurinn er settur upp á.

  Uppsetning fyrir tölvu

Hægt er að stofna tenginguna inn í skýið í gegnum Control Panel.

Vinsamlegast athugið að með þessari uppsetningu er lykilorð ávallt vistað í tengingunni. Því skal aldrei fara þessa leið á almennings tölvum. Uppsetningu er að finna  í Control Panel (Stjórnborð). Þar þarf að velja RemoteApp and Desktop Connection. Smella á Access RemoteApp and Desktop
CP1
Setja inn notendanafn í þessu formi: notendanafn@dkvistun.is

eða setja inn URL:
https://webcloud.dkvistun.is/rdweb/feed/webfeed.aspx
CP2
Næst þarf að setja inn notendanafn og lykilorð.
CP6
Þar með er tengingin stofnuð.  Til þess að stofna tengil á skjáborð eða í „Start Menu“ er smellt á „View resources“.
Uppsetning12
Þar er hægri smellt á Global Cloud og valið „Pin to start“ eða „Send to“ -> „Desktop (create shortcut)“
Uppsetning11
Einnig er hægt að nálgast tenginguna í Apps Menu. Þar er einnig hægt að hægri smella og velja „Pin to start“.

Windows 10
win10
Windows 8.1
CP7
Windows 7
win7
Nú ætti tengingin að vera tilbúin til notkunar.

MAC

Uppsetning fyrir Apple tölvur

  Uppsetning fyrir tölvu

Við bjóðum upp á tvær mismunandi uppsetningar á prentforritum fyrir Mac. Annars vegar bjóðum við upp á EasyPrint í gegnum Microsoft Remote Desktop. Þetta er einföld prentlausn sem styður illa t.d. fjöldaprentun sölureikninga. Hins vegar bjóðum við upp á ThinPrint í gegnum Jump Desktop. Þetta er þróaðri lausn sem styður betur við fjölda/sérhæfða prentun. ThinPrint er eingöngu með stuðning við Jump Desktop en hann er hægt að kaupa í App Store.

Velja þarf annaðhvort Microsoft Remote Desktop eða Jump Desktop uppsetningu og fylgja leiðbeiningum hér fyrir neðan.

 Microsoft Remote Desktop og Easy Print

Byrja þarf að setja upp forritið Microsoft Remote Desktop sem er hægt að finna í App Store.

Þegar uppsetningu á því er lokið er forritið opnað og smellt á New til að stofna tengingu.
Snip20160308_2 (1)
Þar þarf að setja inn:
Connection name:  dkVistun
PC name: GlobalCloud.dkvistun.is
Gateway: Smella á „Add new gateway“ (sjá næstu mynd).
Notendaupplýsingar eru settar inn þar fyrir neðan.
Snip20160308_7
Í „Add new gateway“ eru settar inn Gateway upplýsingar:
Gateway name: dkVistun
Server:  SecureCloud.dkvistun.is
Username: dkvistun\notandanafn
Password: Lykilorð notanda

Næst þarf að smella á flipann „Session“ og setja hak við „Forward printing devices“ til að taka með prentara gegnum Easy Print.

Þegar uppsetningu er lokið verður til tenging sem smellt er á til að tengjast dkVistun.
Snip20160308_9

 Jump Desktop og Thinprint

Byrja þar að setja upp ThinPrint sem sér um að taka prentara með yfir í dkVistun þarf að sækja það  hér að neðan.

Thinprint uppsetningar forrit

cloud_download_48
Thinprint for MAC

Næst þarf að setja upp forritið Jump Desktop sem er hægt að finna í App Store.

Þegar uppsetningu á því er lokið er forritið opnað og smellt á plúsinn á stikunni til að stofna tengingu.
Snip20160308_1
Þar þarf að setja inn host: GlobalCloud.dkvistun.is og smella á „Add“.
Snip20160308_2
Þarf svo að hægri smella á tenginguna og velja „Edit“.
Snip20160308_18 (1)
Snip20160308_5
Þegar þangað er komið þarf að bæta við RD Gateway sem er neðst á stikunni vinstra megin.
Snip20160308_6
Smella á plúsinn og setja inn upplýsingar um Gateway:

Host: SecureCloud.dkvistun.is

Ekki þarf að setja inn notendaupplýsingar þarna.
Snip20160308_10
Passa þarf að velja SecureCloud.dkvistun.is fyrir tenginguna og smella á „Save“
Snip20160308_14
Til þess að prentara starfi eðlilega þarf að opna „Sharing“ úr stikunni og taka hakið „Printers“.
Snip20160308_24
Þá á tenginginn að vera uppsett og klár.
Snip20160308_18 (1)
Í fyrstu tengingu þarf að setja inn notendanafn og lykilorð með „dkVistun\“ fyrir framan eins og myndin fyrir neðan sýnir.
Snip20160308_17

Vafri (browser)

Aðgangur að dkVistun í gegnum vafra

Þessi uppsetning er frekar ætluð fyrir tímabundna notkun t.d. á lánstölvu.

 Vefur (browser)

Til þess að tengjast gegnum vef þá þarf að fara í vafra og slá inn slóðina

https://webcloud.dkvistun.is

Sett er inn notendanafn og lykilorð. Setja þarf „dkVistun\“ fyrir framan notendanafn.
web1
Eftir innskráningu þá sjást þær tengingar sem eru aðgengilegar fyrir þennan notanda.
web2
Næst er smellt á tenginguna sem á að tengjast t.d. Global Cloud.

  • í Internet Explorer tengist þú sjálfkrafa inn.
  • Í öðrum vöfrum (t.d. Chrome eða Firefox) hleðst niður skrá sem þarf að smella á til að tengjast og setja aftur inn notendaupplýsingar.