fbpx Skip to main content

dk One Smáforrit

dk One er framlenging á ákveðnum kerfiseiningum í dk viðskiptahugbúnaði. Kerfið er að fullu samhæft dk bókhaldskerfinu,  einskonar léttlausn.

Kerfið er ætlað fyrir þá notendur sem eru mikið á ferðinni.  Þannig er hægt að nýta nýjustu tækni til að einfalda vinnu við bókhald, sölu, samþykktir reikninga, kostnaðarskráningu, verkbókhaldsskráningu og skýrslugerð.

  • App- eða veflausn
  • Mikilvægar kerfiseiningar
  • Mikill tímasparnaður
  • Allar færslur skila sér beint í bókhaldskerfi

dk One er Íslensk hugbúnaðarlausn, þróað af dk hugbúnaði.

dk one verkbókhaldsskráning

App- og veflausn

Smáforrit fyrir vinsælustu kerfiseiningar dk

dk One er bæði veflausn og smáforrit (e. app).  Smáforritin eru fáanleg í App Store fyrir Apple tæki og Google Play fyrir Android tæki.

  • dk One Sala
  • dk One Samþykkarkerfi
  • dk One Kostnaðarskráning
  • dk One Verkbókhald
  • dk One Mælaborð
  • dk One VIBO fyrir einyrkja

dk One Sala

Reikningagerð í appi eða vef.

Einföld og örugg leið til að gera sölureikninga í síma eða spjaldtölvu.

Þægileg leið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða þurfa einfalt viðmót við reikningagerð.

Hægt er að gera Sölupantanir sem hentar mjög vel fyrir þjónustufyrirtæki sem keyra út vörur.

Lausnin er beintengd dk bókhaldskerfinu og hentar t.d. smásölu, heildsölu og verktökum.

dk One sala

dk One samþykktir

Einföld leið til að samþykkja reikninga

Hægt að samþykkja reikninga sem hafa verið settir inn í samþykktarkerfi dk viðskiptahugbúnaðar.

Í skráningarviðmóti er hægt að hlaða inn öðrum skjölum og skrá inn sem reikning.

Með notkun á dk One samþykktarkerfinu sparast mikill tími við skráningu og utanumhald reikninga.

dk One kostnaður

Senda fylgiskjöl rafrænt í dk bókhaldskerfið

Einföld og fljótleg leið fyrir kostnaðarskráningu í bókhaldskerfi.

Myndir teknar á snjallsíma af kvittunum, reikningum og öðrum fylgiskjölum.

dk bókhaldskerfið tekur svo við reikningnum og færir á rétta lykla. Þannig sparast mikill tími við bókun á reikningum.

Reikningur kemur strax í bókhaldið. Seinna er hægt að skila inn frumriti reiknings til bókara.

Þannig hefur bókari allar upplýsingar um reikning um leið og hann er sendur inn í kerfið.

dk One Verk

Þægileg leið til að skrá tíma og kostnað í verkbókhaldskerfi

dk One Verk er ætluð fyrir notendur dk Verkbókhaldskerfisins.

Hægt er að skrá tíma og kostnað á verk sem færist sjálfkrafa inn í verkbókhald.

Lausnin hentar stórum sem smáum fyrirtækjum og verktökum sem þurfa mikin sveigjanleika.

Allt viðmót er einfalt og kerfið hraðvirkt.

dk One mælaborð

Aðgangur að stjórnendaupplýsingum.

Skoðaðu yfirlit yfir stöðu fyrirtækisins með dk One léttlausn hvar og hvenær sem er. Deildu upplýsingum með samstarfsmönnum, stjórn og eigendum fyrirtækisins.

dk One léttlausnin gerir upplýsingaöflun og greiningu gagna auðveldari, fljótvirkari og skiljanlegri.

Með henni getur notandinn breytt gögnum í áþreifanlegar upplýsingar með því að búa til greiningar, lifandi mælaborð og ítarlegar skýrslur byggðar á gögnum fyrirtækisins.

dk one mælaborð

dk One VIBO

Viðskiptavinir bókara

dk One VIBO er smáforrit fyrir einyrkja. Kerfi ætlað þeim sem eru ekki með bókhaldskerfi.

Bókhaldsstofa sér um fjárhagsbókhald og uppgjör, viðskiptavinur sér um útskrift reikninga og kostnaðarskráningu.

  • Sölureikningar
  • Kostnaðarskráning
  • Mælaborð

Vinsamlegast athugið að bókhaldsstofa getur einungis pantað dk One VIBO lausn.

Vantar frekari upplýsingar?

Vertu í sambandi við ráðgjafa okkar

Vantar frekari upplýsingar um dk One?

Viltu panta dk One fyrir þitt fyrirtæki?

Vertu í sambandi og við leysum málið.

Athugið!

Fyrirtæki þarf að hafa uppsetta dk One þjónustu til að nota kerfið.

Vertu í sambandi ef þú vilt fá dk One þjónustu fyrir þitt fyrirtæki.

Fá ráðgjöf

Fylltu út formið til að fá samband við ráðgjafa okkar

    Nafn ( þarf )

    Fyrirtæki

    Netfang ( þarf )

    Símanúmer

    Fyrirspurn þín ..

    Lausnir og þjónusta

    dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra  fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.

    Office 365

    Ein af vinsælustu skýjalausnum heimsins er Office 365. Lausnin gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365.

    Sjá nánar:

    Vefþjónusta

    Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa skrifað tengingar við dk í gegnum vefþjónustur dk.  Vefþjónustan hentar alls kyns sjálfvirkum vinnslum svo sem heimasíðum, vefverslunum, gagnagreiningum/teningum, margvíslegum bókunarkerfum, eignarumsýslukerfum og fleira.

    Sjá nánar:

    Námskeið

    Öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins eru kennd á námskeiði dk hugbúnaðar.  Einnig er farið er í helstu vinnslur dk kerfisins. Námskeiðin eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi.

    Sjá nánar:

    Leiðbeiningar

    Hér má finna leiðbeiningar, handbækur fyrir helstu kerfiseiningar, notendafræðsla í formi stuttra myndbanda og kynningarefni.

    Sjá nánar:

    Lausnatorg

    Á lausnatorgi dk má sjá yfirlit þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á tengingu og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað. Vefverslanir, sérkerfi ýmiskonar, bókunarkerfi, innheimtulausnir og tengingar við flutningsaðila.

    Sjá nánar:
    Close Menu

    dk - Íslenskar viðskiptalausnir