fbpx Skip to main content

Vogue tekur upp dk

By október 26, 2020dk hugbúnaður

Vogue er eitt af þeim fjölmörgu meðalstóru fyrirtækjum sem hafa tekið upp viðskiptalausn frá dk hugbúnað á þessu ári. Vogue er staðsett í Síðumúla 30 í Reykjavík og á Hofsbót 4 Akureyri.

Þær lausnir sem Vogue nýtir sér frá dk hugbúnaði eru m.a. Fjárhagsbókhald, öflugt birgða- og innkaupakerfi ásamt tollakerfi. Sölukerfi með sölupöntunum og sölutilboðum ásamt dk Pos afgreiðslukerfinu sem hentar vel þar sem krafa er um hraða afgreiðslu.

Viðskiptalausnin er svo tengd við netverslun www.vogue.is  frá Smartmedia. Kerfið er að fullu pappírslaust og rafrænt sem er mikilvægur eiginleiki fyrir þjónustufyrirtæki í dag. Hýsing gagna er örugg með dk Vistun hýsingarlausninni frá dk. Rafrænir reikningar og rafrænar EDI skeytasendingar eru hluti af þeim fjölmörgu lausnum sem Vogue nýtir sér frá dk.

dk hugbúnaður óskar Vogue til hamingju með nýju hugbúnaðalausnina.

Mynd:

Glæsilegur sýningarsalur hjá Vogue fyrir heimilið.

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir