fbpx Skip to main content

Vinnustofur

Vinnustofur er ætlaðar lengra komnum notendum

Á vinnustofum verður farið yfir afmarkað efni, þátttakendur vinna í sínum eigin gögnum og hafa aðgengi að sérfræðingum dk.

Vinnustofurnar standa til boða fyrir bókhaldsstofur og almenna notendur sem vilja auka við þekkingu sína.

Þetta er ekki almenn kennsla á dk, heldur afmarkað efni ætlað lengra komnum notendum kerfisins.

Sérstök áhersla er lögð á nýjungar og praktíska nálgun á hvernig best er að vinna með dk.

Kennslan er einstaklingsmiðuð og mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu þar sem þátttakendur vinna með eigin gögn. Mikilvægt er að þeir hafi allar einingar sem unnið er með á vinnustofunni uppsettar.

Vinnustofur dk

Efni

Unnið verður með afmarkað efni sem mun meðal annars innihalda yfirferð/kennslu á eftirfarandi:

 • Rafrænir reikningar, sending og móttaka xml og edi reikninga
 • Samþykktarkerfi
 • Fjárhagsdagbók
 • Bankaafstemmingar
 • Uppflettingar og greiningartól
 • Innlestur kostnaðarreikninga, fylgiskjöl o.fl.
 • Laun og tímaskráningar
 • Kortauppgjör

Hver vinnustofa er sett upp með afmörkuðu efni og verður takmarkaður sætafjöldi. Dagskrá hverrar vinnustofu verður undir námskeiðsdagsetningum.

Verð

Verð á vinnustofum er 62.000 kr. m.vsk

 • Takmarkaður sætafjöldi
 • 15% afsláttur fyrir FVB og FBO félaga
 • 15% afsláttur fyrir þá sem hafa þjónustusamning við dk

Kennslufyrirkomulag

 • Kennsla í staðnámi
 • Kennt verður frá kl 9-13
 • 16. hæð Turninum Kópavogi
 • Sjá nánar á stundaskrá

Skráning

Sendið póst á netfangið kennsla@dk.is til að skrá ykkur.

Stundaskrá fyrir Vinnustofur 2022


September 2022

20. sept 2022 kl. 09:00-13:00 Almennir notendur
21. sept 2022 kl. 09:00-13:00 Almennir notendur
22. sept 2022 kl. 09:00-13:00 Bókhaldsstofur

Október 2022

17. okt 2022 kl. 09:00-13:00 Almennir notendur
18. okt 2022 kl. 09:00-13:00 Almennir notendur
19. okt 2022 kl. 09:00-13:00 Bókhaldsstofur

Nóvember 2022

23. nóv 2022 kl. 09:00-13:00 Almennir notendur
24. nóv 2022 kl. 09:00-13:00 Bókhaldsstofur
Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir