fbpx Skip to main content

Vinnustofur hjá dk

By september 16, 2022dk hugbúnaður
Vinnustofur dk

Vinnustofur hjá dk

Haustið 2022 býður dk upp á nýjung sem kallast vinnustofur. Þær eru viðbót við námskeiðsframboðið okkar og boðið verður upp á þær mánaðarlega.

Vinnustofur eru ætlaðar bókurum og þeim sem eru lengra komnir. Efnið sem farið er yfir er afmarkað og ætlast er til að þátttakendur hafi uppsettar þær kerfiseiningar sem farið er yfir.

Vinnustofan er einstaklingsmiðuð og er unnið með raungögn, þ.e.a.s. þátttakendur koma með sínar eigin tölvur og vinna í sínum gögnum.

Sérfræðingar í þjónustudeild dk sjá um kennsluna, og áhersla er lögð á nýjungar og praktíska nálgun á því hvernig best er að vinna með dk.

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna hér

Almennt um námskeið hjá dk og stundaskrá er hægt að finna hér

 

 

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir