Afgreiðslukerfi
Verslanir þurfa öflugt og öruggt afgreiðslukerfi. dk Pos afgreiðslukerfið uppfyllir allar þarfir verslana. Afgreiðslukerfið vinnur sem sjálfstæð eining en er um leið hluti af viðskiptahugbúnaði dk og er einfalt að samkeyra gögn, svo sem söluuppgjör, birgðauppfærslu og fleira.
Hægt er að nálgast allar vinnslur, uppflettingar og greiningar þar sem kerfið er beintengt við dk viðskiptahugbúnaðinn en í því felst gríðarlegur vinnusparnaður.
Sjá nánar allt um dk Pos afgreiðslukerfið.
Viðskiptamanna-, sölu- og markaðskerfi
Með dk bókhaldskerfinu fylgir öflugt viðskiptamanna-, sölu- og markaðskerfi. Kerfið er öflugt stjórntæki fyrir alla sölumennsku og inniheldur allar hefðbundnar vinnslur, svo sem öflugt eiginleika-, hópa- og flokkunarkerfi fyrir smíði úrtaka, meðhöndlun herferða, aðgerða og funda, öflugar uppfletti- og fyrirspurnarvinnslur, sölumannakerfi, söluáætlanir, sölugreiningartól, rafrænar sendingar og tengingar við handtölvur/iPad.
Prenta má út ýmsa fylgiseðla, svo sem afgreiðsluseðla, tínsluseðla, pantanir, tilboð, límmiða, vörufylgibréf og ýmsa merkimiða.
Hægt er að senda og móttaka rafræna reikninga í dk en til þess þarf að virkja þjónustu skeytamiðlunar. Rafrænir reikningar nýtast í hinum ýmsu kerfum dk viðskiptahugbúnaðar.
Sjá nánar allt um rafræna reikninga með dk
Sjá nánar um rafræna reikninga á vef Unimaze
Sjá nánar um dk fyrir þjónustufyrirtæki
Sölupantanir, tilboð og áskriftapantanir
Með dk fylgir öflug móttaka á sölupöntunum frá viðskiptavinum. Hægt er að taka á móti sölupöntunum rafrænt, með EDI eða á heimasíðu, eða skrá þær inn handvirkt eftir því sem við á hverju sinni.
Tilboð má útbúa út frá bæði listaverðum eða sérverðum/sérafsláttum. Tilboð má síðan senda með tölvupósti beint úr dk til viðskiptavinar. Þegar viðskiptavinurinn hefur tekið tilboðinu má breyta því í sölupöntun eða sölureikning. Tilboðskerfið heldur utan um útsend tilboð sem einfaldar alla eftirfylgni til muna.
Áskriftarpantanir er hentugar notendum dk hugbúnaðar þegar viðskiptavinur þeirra greiðir áskriftarverð fyrir aðgang að vöru eða þjónustu. Í staðinn fyrir að selja vörur eða þjónustu sem staka sölu þá selur áskrift notkun eða aðgang að vöru eða þjónustu á ákveðnum tímabilum. Hægt er að tengja áskriftarpantanir vísitölum sem er hagræði fyrir þá sem eru með verðtryggða samninga.
Sjá nánar um dk fyrir þjónustufyrirtæki
Birgðakerfi
Birgðakerfi dk inniheldur allar hefðbundnar vinnslur birgðakerfis, svo sem
- vöruskráningu
- birgðaskráningu
- millifærslur
- talningavinnslur
Einnig eru öflugar uppfletti- og fyrirspurnarvinnslur, greiningartól ásamt útprentun á margvíslegum skýrslum.
- verðbreytingar
- afsláttarkerfi
- samningsbundin verð
- strikamerkjavinnslur
- uppskriftakerfi
- raðnúmerakerfi/serial númer
- lotunúmerakerfi
- birgðageymslur
Birgðakerfið nýtist meðalstórum sem stórum fyrirtækjum.
Auðvelt er að tengja birgðakerfið við vöruhúsakerfi eins og K8 frá Origo.
Sjá nánar um dk fyrir framleiðslu og heildsölu
Innkaupakerfi
Inniheldur allar hefðbundnar vinnslur innkaupakerfis, svo sem innkaupapantanir, innkaupatillögur, öfluga vörumóttöku, tollskýrslugerð, rafrænar sendingar og móttökur með EDI, verðútreikninga vegna innkaupa á vörum frá erlendum birgjum, uppfletti- og fyrirspurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum skýrslum, greiningartól og ýmsar uppsetningar.
Sjá nánar um dk fyrir framleiðslu og heildsölu
Stjórnborð | mælaborð og viðskiptagreind
Einn helsti kostur dk viðskiptahugbúnaðarins er öflug innbyggð greiningartól og stjórnendaverkfæri. Greiningarvinnslurnar í dk byggja á rauntímagögnum og sýna því stöðuna eins og hún er hverju sinni. Með stjórnendaverkfærum er mjög auðvelt að fylgjast með „stóru myndinni“ og bora sig niður eftir upplýsingum eftir því sem þörf er á.
dk býður upp á mismunandi sýn á gögnin sem svipar til svokallaðra OLAP teninga. Þannig er hægt að skoða gögnin út frá mismunandi hliðum og skilgreina eigin sýn á þau. Í sölukerfinu er hægt að skoða sömu sölugögn út frá tímabilum, viðskiptavinum, flokkum viðskiptavina, svæðum, vörum, vöruflokkum, sölumönnum eða deildum.
Kosturinn við að hafa þetta innbyggt er að það er ekki þörf á neinum hliðarkerfum fyrir þessa sýn og ekki þarf að passa upp á neinar tengingar milli kerfa.
Þessi stjórnendaverkfæri keyra á snjallsímum, spjaldtölvum og gegnum vefinn, þannig að það má nálgast upplýsingar og skrá upplýsingar á mjög fjölbreytilegum tækjum.