dk fyrir verslanir og veitingahús
dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir allar verslanir og veitingahús. Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í um 20 ár hjá þessum aðilum.
Með dk Pos afgreiðslukerfinu og öðrum kerfiseiningum í dk er fyrirtækið með fullkomna lausn fyrir reksturinn. Allt frá innkaupum til sölu á kassa og þaðan beint inn í bókhaldið.
Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun. Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum. Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform, m.a. fyrir ýmis verslanir, veitingahús og heildverslanir. Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.
Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup, verk eða laun. Einfalt er að setja upp greiningarvinnslur í kerfum dk.
dk fyrir verslanir og veitingahús inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og að auki afgreiðslukerfið dk Pos og dk iPos. Lausnir fyrir veitingahús eins og veitingahúsakerfi og dk iPos borðapantanakerfi og dk iPos afgreiðslukerfi fyrir snjalltæki (iPad og iPhone) er einnig hægt að fá.