fbpx Skip to main content

Verkbókhald og stimpilklukka | Verkstimpilklukka

Fyrir verkstæði og þjónustufyrirtæki

Kerfislýsing

Dæmigerð notkun hjá þjónustufyrirtæki sem notar verkbókhald, stimpilklukku og dk Plús vefþjónustu til að einfalda utanumhald um unnin verk og reikningagerð. Verkstimpilklukkan hentar líka þeim fyrirtækjum sem nota launakerfi dk og eru þá hægt að flytja unnar vinnustundir beint yfir í launakerfið í lok mánaðar. Val er um að flytja annaðhvort innskráningu í verkbókhaldskerfi eða innskráningu í stimpilklukkukerfi yfir í launakerfið.

Nauðsynlegar kerfiseiningar

- Verkbókhaldskerfi
- Sölureikningakerfi
- Verkstimpilklukka fyrir starfsmenn

Viðbótar kerfiseiningar

- Verslunareining fyrir sölureikninga
- Beintengdur greiðsluposi
- Launakerfi
- Reglu stimpilklukka

Verkbeiðni skráð í móttöku

Móttökuritari stofnar verk og setur inn verklýsingu í verkbókhaldskerfi dk. Hægt er að fá tengingu við ökustækjaskrá fyrir bílaverkstæði inn í kerfið sem flýtir fyrir skráningu. Verkbeiðni er prentuð út þar sem allar upplýsingar koma fram um verkið og einnig prentast út strikamerki sem hægt er að nota við áframhaldandi skráningu starfsmanna sem vinna verkið.

Fyrirtæki sem eru ekki með móttöku geta sleppt að stofna verk og prenta út verkbeiðni í dk. Þá er einungis notast við dk Plús vefþjónustu og dk verkstimpilklukku á netinu.

Starfsmaður byrjar á verki

Starfsmenn hafa aðgang að verkstimpilklukku vefsvæði, þar er byrjað á að skanna inn strikamerki starfsmanns og svo strax á eftir er strikamerki verkbeiðnar skannað inn. Þar með er starfsmaður orðin innskráður á viðkomandi verk.

Starfsmaður er svo sjálfkrafa skráður út af viðkomandi verki þegar hann skráir sig inn á næsta verk. Kerfið er hraðvirkt og mjög einfalt í notkun.

Kostnaðarskráning

Allur kostnaður og varahlutir er skráður á verkið í verkbókhaldskerfinu. Þannig er komið í veg fyrir ranga skráningu eða að eitthvað gleymist við verkið. Allar upplýsingar eru réttar við útskrift reiknings í sölureikningakerfi dk.

Útskrift reiknings

Um leið og starfsmaður skráir sig út af verki uppfærast allar færslur sjálfkrafa í verkbókhaldskerfinu. Við afhendingu er uppfært verk flutt yfir á sölureikning og verslunareining dk tekur við með beintengingu við greiðsluposa. Hröð og örugg sölureikningsútskrift þar sem allar færslur skila sér sjálfkrafa á rétta staði.

Verkstimpilklukka og launakerfi

Verkstimpilklukka og launakerfi dk vinna fullkomlega saman. Mikill hagræðing næst fram með því að nota verkbókhald, stimpilklukku, vefþjónustur og launakerfi dk saman.

Upplýsingar frá stimpilklukku er hægt að nota við launaútreikning og nýtist þá reglu stimpilklukkan ef hún er notuð við launaútreikning.
Fyrirtæki sem nota verkbókhaldskerfið fyrir launaútreikning geta notað upplýsingar frá dk verkstimpilklukkunni fyrir launaútreikning.

Aðrar lausnir

Einnig er í boði Bókunarkerfi fyrir þjónustufyrirtæki. Heildarlausn fyrir þjónustufyrirtæki allt frá því að tími er bókaður þar til reikningur er skrifaður út.

Sjá nánar

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

  Nafn ( þarf )

  Fyrirtæki

  Netfang ( þarf )

  Símanúmer

  Fyrirspurn þín ..

  Close Menu

  dk - Íslenskar viðskiptalausnir