fbpx Skip to main content

Vegna öryggisgallans LOG4J

By september 14, 2021mars 7th, 2022Fréttir
Login to computer

Það hefur varla farið framhjá neinum að stór og alvarlegur öryggisgalli gerði vart við sig þann 9. Desember sl.

Hýsingar- og hugbúnaðarfyrirtæki um allan heim keppast nú við að hamla aðgengi, lagfæra og uppfæra sín kerfi vegna þess.

Við viljum láta okkar viðskiptavini vita að það er enginn vara sem dk þróar sem nýtir sér þetta kóðasafn og er því ekki viðkvæmt gagnvart gallanum.

Sérfræðingar dk vinna nú að því að greina, takmarka og uppfæra tölvukerfi í hýsingarþjónustu dk. Brugðist hefur verið við m.a. með takmörkunum á kerfum frá þriðja aðila sem eru í hýsingu hjá okkur.

Gera má ráð fyrir hugbúnaðaruppfærslum á mörgum hýsingarkerfum núna í vikunni, eða yfirlýsingu frá framleiðendum þess efnis að þeirra kerfi séu ekki möguleg skotmörk vegna þessa öryggisgalla.

Viljum við ráðleggja fyrirtækjum að skoða sín mál vandlega og fylgjast vel með framvindu mála.

Gagnlegar upplýsingar á vef Syndis 

Nánar má lesa á vef Oracle 

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir