Vefþjónusta dk
dk býður upp á vefþjónustur sem hægt er að nota til að tengja vefsíður eða aðra þjónustu við flest gögn sem liggja í dk kerfinu.
Hægt er að sækja, uppfæra og stofna sölureikninga, sölupantanir, birgðarstöðu, fjárhagsfærslur ásamt fleiru.
Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa skrifað tengingar við dk í gegnum vefþjónustur dk. Vefþjónustan hentar alls kyns sjálfvirkum vinnslum svo sem heimasíðum, vefverslunum, gagnagreiningum/teningum, margvíslegum bókunarkerfum, eignarumsýslukerfum og fleira.
Til að sjá lista yfir fyrirtæki sem hafa útfært lausnir á móti vefþjónustunni smelltu hér
Hægt er að sækja um vefþjónustu dk með að senda póst á hjalp@dk.is.