fbpx Skip to main content

Vefþjónustur dk

Tengingar við vefsíður og þjónustukerfi

Vefþjónustur eru notaðar til að tengja vefsíður og þjónustur við undirkerfi dk viðskiptahugbúnaðar. Þannig er hægt að sjálfvirknivæða kerfishluta sem skapar mikið hagræði í rekstri.

Vefverslanir og vefþjónusta

Til að tengja saman birgða- og sölukerfi dk við vefverslun eru vefþjónustur nauðsynlegar. Þannig er hægt að sækja og uppfæra gögn á milli kerfa eins og birgðastöðu, sölureikninga og sölupantanir. Athugið vefþjónustu dk er ekki sjálf tengingin við vefverslunina, heldur má koma á tengingu við vefverslun með vefþjónustu dk.

Öpp og pantanakerfi

Vefþjónustutenging er vinsæl lausn hjá veitingahúsum sem þurfa að tengja öpp, smáforrit og pantanakerfi við afgreiðslukerfi dk. Þannig má samkeyra gögn, pantanir og sölu á milli ólíkra kerfa.

Skýrslur og forrit

Einnig henta vefþjónustur fyrir alls kyns sjálfvirkar vinnslur eins og gagnagreiningar & tengingar við Power BI, Targit, allskyns bókunarkerfum, eignaumsýslukerfum ofl.

Þjónustufyrirtæki

Fjöldi vef þjónustufyrirtækja hafa hannað lausnir á móti vefþjónustum dk. Á Lausnatorgi dk má sjá fjöldann allan af fyrirtækjum sem eru með tilbúnar lausnir fyrir notendur dk.

Sækja um vefþjónustu

Sæktu um vefþjónustu dk fyrir þitt fyrirtæki með að senda póst á hjalp@dk.is.

Vefþjónustur dk

Tvær gerðir af vefþjónustu

dk býður upp á tvær gerðir af vefþjónustu. Hér fyrir neðan er hægt að kynna sér nánar hvað vefþjónusturnar bjóða upp á. Aðgengi að prufusvæði og öll nauðsynleg skjöl.

dkWSItemsCGI er SOAP/CGI þjónusta sem getur tengst við nær öll gagnasvæði í dk kerfinu til að taka út eða flytja inn upplýsingar.

Demo vefþjónusta
Slóð:
http://webservice.dkvistun.is/DemoDev/dkwsitemscgi.exe
Notandi: ws.dev
Lykilorð: Code2make

Skjöl og sýnishorn má nálgast hér:
https://docs.dk.is/display/DEV/dkWsItemsCGI

dkPlus API er REST/JSON þjónusta sem gerir þér kleift að tengjast ýmsum upplýsingum frá dk kerfinu gegnum dkPlus kerfið.

Demo API
URL: https://api.dkplus.is/api/v1

Skjölun og prufuvefþjónustu er að finna hér: https://apidoc.dkplus.is/

Einnig er skjölun í Swagger: https://api.dkplus.is/swagger 

dkPlus system
Slóð: https://www.dkplus.is/
Notandi: demo@dkplus.is
Lykilorð: Demo123

Til að fá aðgengi að prófunarkerfinu sem vefþjónustan tengist vinsamlegast hafið samband.

Hægt er að óska eftir frekari leiðbeiningum eða upplýsingum með tölvupósti á hjalp@dk.is eða í síma 510-5800

Lausnir og þjónusta

dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra  fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.

Office 365

Ein af vinsælustu skýjalausnum heimsins er Office 365. Lausnin gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365.

Sjá nánar:

Hýsingarþjónusta

dk býður upp á sérsniðnar hýsingarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja. Þannig er hægt að búa til hýsingarumhverfi sem hagkvæmast er hverju sinni. Kerfisleiguaðgangur inniheldur leyfi til að tengjast dk skýinu og þeirri þjónustu sem því fylgir.

Sjá nánar:

Námskeið

Öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins eru kennd á námskeiði dk hugbúnaðar.  Einnig er farið er í helstu vinnslur dk kerfisins. Námskeiðin eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi.

Sjá nánar:

Leiðbeiningar

Hér má finna leiðbeiningar, handbækur fyrir helstu kerfiseiningar, notendafræðsla í formi stuttra myndbanda og kynningarefni.

Sjá nánar:

Lausnatorg

Á lausnatorgi dk má sjá yfirlit þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á tengingu og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað. Vefverslanir, sérkerfi ýmiskonar, bókunarkerfi, innheimtulausnir og tengingar við flutningsaðila.

Sjá nánar:
Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir