Vefþjónustur dk
Tengingar við vefsíður og þjónustukerfi
Vefþjónustur eru notaðar til að tengja vefsíður og þjónustur við undirkerfi dk viðskiptahugbúnaðar. Þannig er hægt að sjálfvirknivæða kerfishluta sem skapar mikið hagræði í rekstri.
Vefverslanir og vefþjónusta
Til að tengja saman birgða- og sölukerfi dk við vefverslun eru vefþjónustur nauðsynlegar. Þannig er hægt að sækja og uppfæra gögn á milli kerfa eins og birgðastöðu, sölureikninga og sölupantanir. Athugið vefþjónustu dk er ekki sjálf tengingin við vefverslunina, heldur má koma á tengingu við vefverslun með vefþjónustu dk.
Öpp og pantanakerfi
Vefþjónustutenging er vinsæl lausn hjá veitingahúsum sem þurfa að tengja öpp, smáforrit og pantanakerfi við afgreiðslukerfi dk. Þannig má samkeyra gögn, pantanir og sölu á milli ólíkra kerfa.
Skýrslur og forrit
Einnig henta vefþjónustur fyrir alls kyns sjálfvirkar vinnslur eins og gagnagreiningar & tengingar við Power BI, Targit, allskyns bókunarkerfum, eignaumsýslukerfum ofl.
Þjónustufyrirtæki
Fjöldi vef þjónustufyrirtækja hafa hannað lausnir á móti vefþjónustum dk. Á Lausnatorgi dk má sjá fjöldann allan af fyrirtækjum sem eru með tilbúnar lausnir fyrir notendur dk.
Sækja um vefþjónustu
Sæktu um vefþjónustu dk fyrir þitt fyrirtæki með að senda póst á hjalp@dk.is.