dk fyrir útgerð og fiskvinnslu
dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir íslenskan sjávarútveg. Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið í notkun í um 20 ár hjá þessum aðilum.
Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun. Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum. Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki), m.a. fyrir útgerð og fiskvinnslu. Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.
Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup, verk eða laun. Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.
dk fyrir útgerð og fiskvinnslu inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, afreikninga-, birgða-, innkaupa- og launakerfi. Í launakerfinu fyrir starfsfólk í landvinnslu er haldið vel utan um allar launagreiðslur með fullkominni skiptingu niður á deildir, verkefni og viðfangsefni. Launþegi getur t.d. verið að vinna í mörgum deildum á sama launatímabili og er launakostnaður vegna vinnu launþegans sundurliðaður á þær deildir, verkefni og viðfangsefni sem hann vann við. Þetta á einnig við um öll launatengd gjöld, svo sem mótframlag í lífeyrissjóð, tryggingargjald og fleira. Í launakerfinu fyrir sjómenn eru allar veiðiferðir skráðar og haldið utan um aflauppgjör hvers skips fyrir sig og þannig er fylgst ítarlega með öllum launakostnaði. Launþegi getur bæði verið skráður sem sjómaður og landverkamaður á sama launatímabili.