Viðbrögð dk hugbúnaðar við takmörkunum á námskeiðum

Í dag, 07.09.2020, taka gildi nýjar og rýmri reglur varðandi samkomur. Heimilt er að takmarka fjölda við 200 manns og tryggja verður að bil milli manna er 1 meter. Þrátt fyrir þetta munum við hjá dk hugbúnaði einungis halda námskeið í fjarfundi með Zoom þar til annað verður ákveðið. Ástæður þessa er að við getum ekki tryggt 1 meters fjarlægð í lyftum og eins í kennsluhléum.

Þar sem ekki liggur fyrir hvaða takmarkanir verða í gildi næstu mánuði er verið að endurskoða fyrirkomulag kennslu. Fyrir liggur að við komum til með að taka einhver námskeið upp og setja upp á sérstakri vefsíðu hjá okkur þar sem hægt verður að sækja námskeið þegar notendum hentar. Tíminn verður hins vegar að leiða í ljós hvað verður.

Þessi texti var síðast uppfærður 7. september