Áramóta útgáfa dk 2021

Nýja útgáfu af dk hugbúnaðinum er hægt að sækja með því að smella á eftirfarandi tengil

ATH. Þeir sem eru í hýsingu hjá dk eiga EKKI að uppfæra sjálfir

Þessi útgáfa inniheldur breytingar á ýmsum þáttum tengdum launakerfinu, nýjustu skattprósentur ásamt almennum lagfæringum og þróun.

Sjá nánar á  vef RSK

Einnig viljum við benda á leiðbeiningar og hjálparefni síðuna hjá dk. Þar er m.a. hægt að sjá stutt myndbönd um hvernig eigi að stofna nýtt bókhaldsár og sjá hvort nýtt launaár sé komið inn í launakerfið með nýjustu staðgreiðsluupplýsingum.

Uppfærslan er einungis ætluð viðskiptavinum sem eru með uppfærslu- eða þjónustusamning við dk hugbúnað ehf.

Þegar niðurhali er lokið og áður en uppfærsla er framkvæmd verða allir notendur að hætta í dk. Til að hefja uppfærslu skal tvísmella á uppfærsluskrána. Ráðlegt getur verið að uppfærsla sé framkvæmd utan vinnutíma þar sem hún getur tekið nokkurn tíma. Þegar uppfærslu er lokið er æskilegt að opna dk á öflugri tölvu í netumhverfi þar sem gagnauppfærsla getur tekið nokkurn tíma.

Komið hefur í ljós að vírusvarnir geta truflað uppfærslu á dk. Því er nauðsynlegt að afvirkja vírusvörn tímabundið áður en uppfærsla er framkvæmd!

dk Framtal

dk Framtal er einungis fyrir fagaðila eins og endurskoðunar- og bókhaldsstofur. Uppfærslur fyrir dk Framtal er einungis fyrir þá sem hafa keypt Framtals hugbúnaðinn.  Nýja útgáfu af dk Framtali má sækja með því að fara á Framtalsvefinn.