Áramótaútgáfa af dk 2019

Nýja útgáfu af dk hugbúnaðinum er hægt að sækja með því að smella á eftirfarandi tengil

ATH. Þeir sem eru í hýsingu hjá dk eiga EKKI að uppfæra sjálfir

Þessi útgáfa inniheldur breytingar á ýmsum þáttum tengdum launakerfinu, ásamt almennum lagfæringum og þróun.  Skattþrepin eru enn tvö, persónuafsláttur  og skattleysismörk hækka frá fyrra ári og koma allar þessar breytingar sjálfkrafa inn með útgáfunni.

Sjá nánar á  vef RSK

Uppfærslan er einungis ætluð viðskiptavinum sem eru með uppfærslu- eða þjónustusamning við dk hugbúnað ehf.

Þegar niðurhali er lokið og áður en uppfærsla er framkvæmd verða allir notendur að hætta í dk. Til að hefja uppfærslu skal tvísmella á uppfærsluskrána. Ráðlegt getur verið að uppfærsla sé framkvæmd utan vinnutíma þar sem hún getur tekið nokkurn tíma. Þegar uppfærslu er lokið er æskilegt að opna dk á öflugri tölvu í netumhverfi þar sem gagnauppfærsla getur tekið nokkurn tíma.
Komið hefur í ljós að vírusvarnir geta truflað uppfærslu á dk. Því er nauðsynlegt að afvirkja vírusvörn tímabundið áður en uppfærsla er framkvæmd!

dk Framtal

dk Framtal er einungis fyrir fagaðila eins og endurskoðunar- og bókhaldsstofur. Uppfærslur fyrir dk Framtal er einungis fyrir þá sem hafa keypt Framtals hugbúnaðinn.  Nýja útgáfu af dk Framtali má sækja með því að fara á Framtalsvefinn.