Uppfærslur
Hér má sjá allt um nýjustu uppfærslur af dk viðskiptahugbúnaði
Útgáfa 5.0.7
Athugið!
Í útgáfu 5.0.7 er breyting á vefþjónustum varðandi meðhöndlun lykilorða.
Því er mikilvægt að uppfæra allar vefþjónustur áður en dk kerfið er uppfært.
Uppfærsla á vefþjónustum
Mælt er með því að taka afrit af eldri vefþjónustu áður en uppfærsla á þjónustu hefst.
Þeir sem eru með dkOne eða dkPlus vefþjónustur og eru með kveikt á sjálfvirkri uppfærslu þurfa ekki að uppfæra sínar þjónustur.
Til að uppfæra vefþjónustu þarf að afþjappa neðangreindri skrá beint yfir núverandi vefþjónustu.
Hér er að finna nýjar útgáfur af vefþjónustunum:
4.4.0
4.4.6
5.0.1
Athugið að stuðningur við 4.4.0 útgáfuna verður út 2022 og síðan hætt.
Uppfærslan
Nýja útgáfu af dk hugbúnaðinum er hægt að sækja með því að smella á eftirfarandi tengil
ATH. Þeir sem eru í hýsingu hjá dk eiga EKKI að uppfæra sjálfir
Leiðbeiningar
Einnig viljum við benda á leiðbeiningar og hjálparefni síðuna hjá dk. Þar er m.a. hægt að sjá stutt myndbönd um hvernig eigi að stofna nýtt bókhaldsár og sjá hvort nýtt launaár sé komið inn í launakerfið með nýjustu staðgreiðsluupplýsingum.
Uppfærslan er einungis ætluð viðskiptavinum sem eru með uppfærslu- eða þjónustusamning við dk hugbúnað ehf.
Áður en uppfærsla er framkvæmd verða allir notendur að hætta í dk. Til að hefja uppfærslu skal tvísmella á uppfærsluskrána.
Ráðlegt getur verið að uppfærsla sé framkvæmd utan vinnutíma þar sem hún getur tekið nokkurn tíma. Þegar uppfærslu er lokið er æskilegt að opna dk á öflugri tölvu í netumhverfi þar sem gagnauppfærsla getur tekið nokkurn tíma.
Komið hefur í ljós að vírusvarnir geta truflað uppfærslu á dk. Því er nauðsynlegt að afvirkja vírusvörn tímabundið áður en uppfærsla er framkvæmd!

Stöðug hugbúnaðarþróun
dk Viðskiptahugbúnaður er í stöðugri þróun. Hér má sjá nánari upplýsingar um dk útgáfur.
Snjalltækjalausnir dk
Hefur þú kynnt þér fjölbreytt úrval snjalltækjalausn sem dk hugbúnaður býður upp á?
Afgreiðslukerfi, Sölukerfi, pantanakerfi, samþykktarkerfi, verkbókhaldsskráning, verkstimpilklukka, stjórnborð ofl.
Sjá nánar -> Snjalltækjalausnir dk
dk Framtal
dk Framtal er einungis fyrir fagaðila eins og endurskoðunar- og bókhaldsstofur.
Uppfærslur fyrir dk Framtal er einungis fyrir þá sem hafa keypt Framtals hugbúnaðinn.
Nýja útgáfu af dk Framtali má sækja með því að fara á Framtalsvefinn.
Hýsingarþjónusta dk
Hjá dk er hægt að fá sérsniðnar hýsingarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja. Þannig er hægt að búa til hýsingarumhverfi sem hagkvæmast er hverju sinni. Kerfisleiguaðgangur I og Office 365 er góð byrjun í skýinu hjá dk.
Sjá nánar -> Hýsingarþjónusta dk

Lausnir og þjónusta
dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.