
Tímamótaútgáfan „Útgáfa 5.0“ af dk hugbúnaði hefur nú verið gefin út.
Töluverðar breytingar hafa orðið á útliti kerfisins sem gerir notendaupplifunina mun betri.
Í þessari útgáfu hefur nýtt notendaviðmót verið tekið upp. Aðalvalmynd kerfisins ekki lengur fljótandi heldur föst. Lögð er meiri áhersla á tækjastiku kerfisins sem aðlagar sig að þeim töflum og kerfiseiningum sem unnið er með hverju sinni.
Í útgáfunni eru fjölmargar nýjungar í hinum ýmsu kerfiseiningum dk viðskiptahugbúnaðar. Að auki inniheldur útgáfan breytingar á ýmsum öðrum þáttum s.s. almennar lagfæringar og þróun.
Til að auðvelda notendum að læra inn á nýtt viðmót kerfisins, hefur verið útbúið nýtt vefsvæði. Þar er farið yfir m.a. útlit kerfisins, stillingar og notendastillingar.
Kynningarefni fyrir nýja útgáfu dk: https://dk.is/dk-5-0-0
Kynningarefni fyrir nýtt viðmót dk viðskiptahugbúnaðar: https://dk.is/dk-5-0-0-vidmot
Á næstu dögum og vikum munum við hjá dk hugbúnaði uppfæra öll fyrirtæki sem eru í hýsingu hjá okkur í útgáfu 5.0.0.
Útgáfan kemur svo fljótlega inn á uppfærslu síðuna hjá dk fyrir þá sem eru ekki í hýsingu hjá dk.