dk fyrir þjónustufyrirtæki
dk hugbúnaður er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir íslensk þjónustufyrirtæki. Hann er að fullu þróaður á íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í 20 ár hjá þessum aðilum.
Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið og taka það í notkun.
Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stk.), m.a. fyrir ýmis framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum, sjóðstreymi og ýmsum lykiltölugreiningum.
Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup, verk eða laun. Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.
dk fyrir framleiðslu- og þjónustufyrirtæki inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það öflugt viðskiptamanna- og sölumannakerfi (CRM), verk- og tímaskráningarkerfi og lausnir fyrir snjalltæki og vef eins og tímaskráningu, verkskráningu, reikningagerð, greiningarteninga/-borð (e. Dashboard).