fbpx Skip to main content

Tenging við GODO

By maí 3, 2021ágúst 4th, 2021Fréttir
Godo vefþjónusta

Öflugar vefþjónustur tengja saman DK og Godo Property hótelbókunarkerfið.

Godo er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur hannað og þróað lausnir fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi frá árinu 2012. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns við þróun og þjónustu á hugbúnaðarlausnum fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Godo þjónustar yfir 1100 gististaði og ferðaskrifstofur á Íslandi í dag.

Godo býður upp á heildstæðar hótellausnir sem snerta á öllum sviðum gistirekstrar og má þar nefna:

  • Hótelbókunarkerfi
  • Markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur
  • Tengingar við bókhaldskerfi
  • Tengingar við greiðsluhirða
  • Þrifa og viðhalds app í síma starfsmanna
  • Verðstýringarhugbúnað
  • Heimasíður fyrir hótel og gististaði
  • Bókunarvél á heimasíðu

Hótelbókunarkerfið Godo Property er með innbyggðum rásastjóra ( e.channel manager ) sem tengir framboð gististaða beint við allar þær sölurásir sem þú vilt tengjast sbr. Booking.com, Airbnb, Expedia ofl. Kerfið byggir á sjálfvirknivæðingu á öllum þeim aðgerðum sem atvinnurekendur eyða hvað mestum tíma í dags daglega, sbr. rukkanir á greiðslukortum, samskipti við gesti osfrv.

Godo Property vefþjónustutenging gerir þér kleift að senda bókaða reikninga frá hótelbókunarkerfinu yfir í DK fjáhagsbókhald. Þú getur sömuleiðis sótt allar upplýsingar vegna innskráðra gesta á herbergi inn í DK Pos afgreiðslukerfi og með auðveldum hætti sent vörur og þjónustu frá DK Pos afgreiðslu  inn á herbergjabókun.

Sjá nánar: https://www.godo.is/

Nánar um DK fyrir hótel og ferðaþjónustu: https://dk.is/hotel-og-ferdathjonusta

 

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir