
dk hefur gert tengingu við Booking Factory bókunarkerfið. Booking Factory eru hótellausnir sem samanstanda af hótelbókunarkerfi, channel manager, bókunarvél og býður einnig upp á vefsíðugerð.
Hótelbókunarkerfið er öflugt en einfalt með nútímalegu viðmóti, sjálfvirkni í samskiptum og greiðslum auk tenginga við endursöluaðila, tekjustýringartól og kassakerfi. Kerfið hefur verið valið eitt af bestu hótelbókunarkerfum árið 2021 af hotelminder.com, sem sérhæfir sig í tækni og markaðsráðgjöf fyrir sjálfstæð hótel og gististaði, þar sem það er öflugt en einfalt og notendavænt og í stöðugri þróun.
Booking Factory er með markaðstorg lausna sem tengjast hótelbókunarkerfinu. Allt frá bókhalds- og tekjustýringarkerfum yfir í kassakerfi og „housekeeping“ smáforrit, sem hjálpar við að sjá um reksturinn á skilvirkan hátt. Með Channel Manager er hægt að tengja kerfið við fjölda sölurása líkt og Booking.com, Expedia og AirBnB.
Bókunarvél fylgir kerfinu en einnig er hægt bæta við fleiri sérsníddum bókunarvélum. Booking Factory býður upp á uppsetningu á vefsíðum sem hýstar eru hjá Amazon webservice. Vefssíðurnar eru öruggar, hraðar og skalanlegar með innbyggðum stuðning fyrir leitarvélar. Hvort sem þig vantar einfalda bókunarvél eða sérsniðna lausn þá getur þú leitað til Booking Factory.
Sjá nánar á: https://bookingfactory.io/is og á https://dk.is/hotel-og-ferdathjonusta/