dk fyrir sveitarfélög

dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir sveitarfélög.   Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn í um 20 ár.

Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun.  Kerfið kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum.  Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform (15 stykki), m.a. fyrir sveitarfélög.  Hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Við höfum allt fyrir bókhaldið, reksturinn, áætlanir og launin sniðið að sveitarfélögum  með þeirra bókhaldslykli (tegundum með GFS flokkun og COFOG flokkun), stofnunum, málaflokkum og deildum (deildarskiptingu), fyrirtækjum (A-,B- og C-hluta).

Hægt er að prenta út ársreikning sveitarfélagsins, málaflokkayfirlit, ársreikning fyrir deildir (deildaryfirlit), rekstrarreikning fyrir sjóði, sjóðsstreymi og margvíslegar greiningar niður á þessar víddir (stofnanir, málaflokka, tegundir, deildir, fyrirtæki, GFS og COFOG).

Áætlanir má vinna inni í kerfinu, senda yfir í Excel til frekari vinnslu og lesa síðan inn aftur inn í dk.  Hægt er að vera með svo kallaða „rammaáætlun“ (fjárhagsáætlun 1) og búa til breytingar/mismunandi sviðsmyndir út frá henni (viðauka/fjárhagsáætlun 2, 3 eða 4).  Allar skýrslur og greiningar má síðan taka út með samanburði við áætlun.  Hægt er að taka út aðalbók með samanburði við áætlun og sjá hvað mikið er eftir af áætluninni (eða hvað mikið er komið umfram áætlun).

Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup, verk eða laun.  Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.

dk fyrir sveitarfélög inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það öflugt viðskiptamanna- og sölumannakerfi (CRM), verk- og tímaskráningarkerfi og lausnir fyrir snjalltæki (iPad og iPhone) og vef eins og tímaskráningu, verkskráningu, reikningagerð, greiningarteninga/-borð (e. Dashboard).

Að auki höfum við í dk:

Tengingu við Fasteignamatið/álagningarkerfi Þjóðskrár fyrir álagningu fasteignagjalda og útsendingu á þeim (greiðsluseðlar og rafræn birting í birtingarkerfi bankanna (RB))
Tengingu við Hagstofuna til að skila inn gögnum (ársreikningi og fleira)
Sjálfvirka skiptingu (úthlutun) milli deilda (aðalsjóðs) fyrir millifærslur
Hægt er að veita deildarstjórum (yfirmönnum stofnana) aðgang að kerfinu gegnum vefinn til að samþykkja reikninga, svo sem fyrir skóla og dvalarheimili án þess að þurfa að fara inn í dk
Öll rafræn samskipti, bæði við banka, kortaþjónustur (Borgun og Valitor), ríkisskattstjóra, lífeyrissjóði, stéttarfélög og fleiri aðila.

dk í áskrift

Mjög þægilegt er fyrir sveitarfélög að vera með dk í áskrift og hýsingu.  Engar takmarkanir eru á færslufjölda.  Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun því með kerfinu fylgja fulluppsett fyrirtækjaform fyrir mismunandi tegundir rekstrar sem innihalda m.a. bókhaldslykla og tengingar við hin ýmsu undirkerfi, fulluppsetta ársreikninga, sundurliðun ársreikninga, sjóðstreymi og lykiltölugreiningar.

dk í áskrift er hagkvæm og þægileg leið fyrir þjónustufyrirtæki sem gefur kost á alhliða bókhaldskerfi í mánaðarlegri áskrift.  Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðinn.  Innifalið er hýsing á gögnum, sérsvæði, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.

Tegundir fyrirtækja sem nýta sér dk viðskiptahugbúnaðinn eru m.a.:

Auglýsingastofur, Apótek, Arkitekta- og verkfræðistofur, Bókhaldsstofur, Búrekstur (bændur), Endurskoðunarstofur, Félagasamtök, Fiskverkanir, Framleiðslufyrirtæki, Hótel, Inn- og útflutningsfyrirtæki, Lögfræðistofur, Nýsköpunarfyrirtæki, Pípara, Rafvirkja, Sérfræðinga, Stéttarfélög, Tæknifyrirtæki, Útgerðir, Veitingastaðir, Verkstæði, Verktakar, Verslanir og Þjónustufyrirtæki