fbpx Skip to main content

Sjálfsafgreiðsla hjá Lindex

By maí 9, 2019Fréttir

Lindex á Íslandi hefur tekið í notkun nýtt sjálfsafgreiðslukerfi frá dk hugbúnaði í verslun sinni í Smáralind. Sjálfsafgreiðslan er einföld og fljótleg leið fyrir þá sem eru á hraðferð. Hún hjálpar til við að taka á álagspunktum í verslun og eykur ánægju viðskiptavina.

Lindex á Íslandi hefur notað bókhalds- og sölukerfi frá dk hugbúnaði síðan fyrsta verslunin var opnuð í Smáralind árið 2011. Þegar ráðist var í endurbætur á þeirri verslun á vormánuðum 2019 var ákveðið að taka í notkun sjálfsafgreiðslukerfi til að auka þjónustu við viðskiptavini Lindex á Íslandi. Sjálfsafgreiðslulausn frá dk hugbúnaði varð fyrir valinu hjá Lindex. dk Pos sjálfsafgreiðslulausnin er beintengd við dk birgðakerfið og einnig Vildarklúbb Lindex.

Sjálfsafgreiðslukerfið keyrir á hefðbundnum afgreiðslubúnaði frá Origo; Toshiba TCx800 afgreiðslutölva, Toshiba strimlaprentari, Datalogic quickscan Strikamerkjalesari, 10“ TCx800 Toshiba Viðskiptamannaskjár og Verifone posi.

dk hugbúnaður óskar Lindex á Íslandi til hamingju með nýju sjálfsafgreiðslulausnina.

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir