Námskeið fyrir notendur dk
Námskeið fyrir notendur dk hugbúnaðar verður haldið í húsnæði Farskólans við Faxatorg á Sauðárkróki, þriðjudaginn 19. nóvember frá 09:00-17:00. Námskeiðið er heilsdagsnámskeið þar sem farið er yfir helstu aðgerðir í dk hugbúnaði. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir:
· dk grunnur
· Fjárhagsbókhald
· Lánadrottnakerfi
· Skuldunautakerfi
· Sölureikningar
· Birgðakerfi
· Launakerfi
· Verkbókhald
· Veflausnir, öpp og nýjungar
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa notað dk í lengri eða skemmri tíma.
Verð kr. 20.000
Skráning á heimasíðu dk hugbúnaðar