fbpx Skip to main content

Samstarf dk og Promennt

By janúar 18, 2023janúar 19th, 2023dk hugbúnaður, Fréttir

dk hugbúnaður í samstarfi við Promennt.

Námskeiðin okkar sem hingað til hafa verið haldin í höfuðstöðvum dk hugbúnaðar í Turninum á Smáratorgi verða framvegis haldin hjá Promennt í Skeifunni.

Kennarar námskeiðanna verða líkt og áður starfsmennn dk hugbúnaðar en allt utanumhald, skráning og skipulag er nú í höndum Promennt.

Promennt er staðsett miðsvæðis, í Skeifunni 11b, með gott aðgengi og næg bílastæði og býður upp á fyrsta flokks aðstöðu og aðbúnað til kennslunnar.

Fyrstu námskeiðin annarinnar hefjast strax í næstu viku, 24. og 25. janúar, í Grunni, Launakerfinu og Fjárhag/Lánardrottnum.

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Promennt.

Skoðið nánar úrval námskeiða hér

 

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir