fbpx Skip to main content

Fyrirtækið var stofnað í desember árið 1998.

Í dag eru notendur dk hugbúnaðar orðnir á sjöunda þúsund.

Þeir eru úr flestum atvinnugreinum og fjölgar ört. dk hugbúnaður er nú leiðandi fyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki.

Saga dk hugbúnaðar

2017 – dk flytur í Turninn, 15. hæð, Smáratorgi 3 í Kópavogi og starfsmenn orðnir 57 talsins. 510 nýir viðskiptavinir á árinu sem er met og yfir 6.000 fyrirtæki nota dk viðskiptahugbúnaðinn

2016 – Fleiri vef- og App-lausnir líta dagsins ljós

2015 – 46 starfsmenn og velta dk hugbúnaðar ehf. fyrir árið fer yfir 1 milljarð kr.

2014 – Flestir nýir viðskiptavinir koma í áskrift og hýsingu. Yfir 400 verslanir nota dkPOS afgreiðslukerfið á um 900 afgreiðslukössum

2013 – Tveimur af þrem starfsstöðvum í Englandi er lokað og dk flytur úr Hlíðasmára 17 í Orkuveituhúsið á Bæjarhálsi 1. Fyrsta App-lausnin hjá dk, dkPos iOS fyrir veitingastaði kemur út. dk flytur starfsstöðina á Akureyri af Skipagötunni í Hafnarstræti

2012 – dk byrjar að selja viðskiptahugbúnaðinn í áskrift. Þróun á fyrsta appinu hefst. Starfsmenn orðnir 43 talsins

2011 – dk opnar starfsstöð á Akureyri í Skipagötu. 5 starfsmenn hefja störf þar

2010 – 480 ný fyrirtæki tóku dk í notkun á árinu sem er met og starfsmenn orðnir 35 talsins

2008 – Ný útgáfa af félagakerfinu kemur út og gerður er samningur við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) um heildarlausn fyrir aðildarfélög þess. Í árslok er allri útrás til norðurlandanna hætt. Skrifstofu í Uppsala og Malmö er lokað. Um mitt árið eru viðskiptavinir dk orðnir 3.000 talsins að bændum meðtöldum

2007 – Opnuð er ný starfsstöð í Powick í Worcestershire á Englandi og Elim Pentecostal Churches gera samning við dk um að taka upp kerfið hjá 500 kirkjum vítt og breitt um Bretland

2006 – dk stofnar hýsingarþjónustu (dkVistun) og fyrstu fyrirtækin koma í hýsingu. dkPOS afgreiðslukerfið fer í sölu. Um mitt árið eru starfsmenn orðnir 20 talsins

2005 – Þróun á dkPOS afgreiðslukerfinu hefst

2004 – dk flytur úr Hlíðasmára 8 í Hlíðasmára 17. Kennsington Temple London City Church tekur dk í notkun fyrir alla sína starfsemi með 15 samtímanotendum og á Íslandi kemur 1000. viðskiptavinurinn á almennu útgáfuna og aðilar í búrekstri (bændur) með dkBúbót eru orðnir 740 talsins

2003 – Á haustmánuðum hefst útrás til Danmerkur, Svíþjóðar og Englands og þýðing á dk yfir á dönsku, sænsku og ensku hefst. dk setur upp starfsstöðvar í Kaupmannahöfn, Uppsala og London

2002 – dk gerir samning við Bændasamtök Íslands og hefur framleiðslu á dkBúbót. dk gerir einnig samning við Bandalag háskólamanna (BHM) um heildarlausn fyrir aðildarfélög þess. Í nóvember kynnir dk stjórnendaverkfæri og er fyrsti íslenski viðskiptahugbúnaðurinn með innbyggð greiningartól til að miðla upplýsingum til stjórnenda

2001 – Í janúar kemur fyrsta eintakið af dk viðskiptahugbúnaðinum út. Rás og Rafvör eru fyrstu fyrirtækin til að taka sölukerfið í notkun. Gerður er samningur við Kennarasamband Íslands (KÍ) um heildarlausn fyrir aðildarfélög þess

2000 – Merki félagsins verður til og dk Framtal, fyrsta vara dk fer í sölu

1998 – dk hugbúnaður ehf. er stofnaður þann 1. desember

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir