fbpx Skip to main content

Rafrænir reikningar

dk býður upp á rafrænna reikninga í gegnum skeytamiðlun Unimaze.

Hægt er að senda og móttaka rafræna reikninga í dk.

Til þess að taka rafræna reikninga í notkun, þarf að virkja þjónustu skeytamiðlunar, sem starfsmenn dk sjá um.

Rafrænir reikningar nýtast í hinum ýmsu kerfum dk viðskiptahugbúnaðar:

 • Sölureikningakerfi, senda rafræna reikninga á viðskiptavini
 • Lánardrottnakerfi, innlestur rafrænna lánardrottnareikninga
 • Innkaupakerfi, lesa inn rafræna innkaupareikninga
 • Verkbókhaldskerfi, senda fylgiblöð rafrænt með verkreikningum
Rafrænn reikningur sendur
Fjarvinna með dk

Af hverju rafrænir reikningar?

Rafrænir reikningar eru í dag mikilvægur hluti í viðskiptum milli aðila.

Upplýsingar skila sér hratt milli kerfa og villuhætta minnkar. Fjárstreymi verður skilvirkara og því ótvíræð hagræðing við notkun rafrænna reikninga.

Allt að 80% hagræðing við að taka upp rafræna reikninga

Meðhöndlun rafrænna reikninga tekur að meðaltali 3 daga, á meðan meðhöndlun pappírs reikninga tekur að meðaltali 15 daga. Hér er um 80% hagræðingu að ræða.

Einnig eru sendendur rafrænna reikninga að sjá greiðslur berast mun hraðar en áður.

Notkun á rafrænum reikningum

Það er afar einfalt er að taka rafræna reikninga í notkun.

Starfsmenn dk hugbúnaðar sjá um tengingu við Unimaze skeytamiðlara.

Handbók fyrir rafræna reikninga
Frekari leiðbeiningar og hjálparefni
Vefþjónustur og tengingar

Hvað er rafrænn reikningur?

Rafrænn reikningur er á svokölluðu XML formi og er honum miðlað í gegnum skeytamiðlara.

Sem dæmi þá sér Fjársýsla ríkisins um að taka við rafrænum reikningum fyrir flestar ríkisstofnanir. Þar er ekki tekið við reikningum á pappír eða PDF reikningum.

Einungis er tekið við rafrænum reikningum, senda í gegnum skeytamiðlara eða reikningum senda í gegnum PEPPOL netið.

Aðilar sem eru ekki með bókhaldskerfi geta nýtt sér þjónustu eins og Skúffan til að senda reikninga.

Sjá nánar á vef Fjársýslu ríkisins

Um Unimaze skeytamiðlun

Unimaze hefur ríflega 12 ára reynslu í skeytamiðlun hérlendis en er jafnframt með viðskiptavini um heim allan og starfsstöðvar í þremur Evrópulöndum.

Unimaze er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og býður upp á að senda og móttaka rafræn viðskiptaskjöl:

 • reikninga
 • pantanir
 • greiðslukvittanir
 • Önnur skjöl

Félagið leggur sig fram við að vera í fararbroddi þegar kemur að stöðlum, áreiðanleika og tæknilegum lausnum.  Tæknilegum lausnum eins og að sannreyna, votta og veita örugga auðkenningu.

Yfir 5.000 viðskiptavinir nýta sér í dag skeytamiðlun Unimaze og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarin misseri.

Sjá nánar á vef Unimaze
Unimaze logo

Panta rafrænna reikninga

Hér er hægt að panta uppsetningu á rafrænum viðskiptaskjölum.

Taka þarf fram helstu upplýsingar fyrirtækis:

 • Nafn fyrirtækis
 • Kennitala fyrirtækis
 • Netfang tengiliðs
 • Lýsing á verkbeiðni*

*Taka fram hvaða þjónustu er óskað eftir, sending og/eða móttaka á rafrænum viðskiptaskjölum.

Umsóknin fer í vinnslu hjá þjónustudeild dk hugbúnaðar. Eftir uppsetningu þjónustu er haft samband við tengilið fyrirtækis þegar kemur að innleiðingu og kennslu.

Athugið að greiða þarf fyrir uppsetningu og mánaðargjald fyrir þjónustu rafrænna reikninga samkv. gjaldskrá dk hugbúnaðar.

Senda beiðni fyrir uppsetningu

  Nafn ( þarf )

  Fyrirtæki ( þarf )

  Netfang ( þarf )

  Fyrirsögn ( þarf )

  Lýsing á verkbeiðni

  Lausnir og þjónusta

  dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra  fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.

  Office 365

  Ein af vinsælustu skýjalausnum heimsins er Office 365. Lausnin gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365.

  Sjá nánar:

  Vefþjónusta

  Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa skrifað tengingar við dk í gegnum vefþjónustur dk.  Vefþjónustan hentar alls kyns sjálfvirkum vinnslum svo sem heimasíðum, vefverslunum, gagnagreiningum/teningum, margvíslegum bókunarkerfum, eignarumsýslukerfum og fleira.

  Sjá nánar:

  Námskeið

  Öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins eru kennd á námskeiði dk hugbúnaðar.  Einnig er farið er í helstu vinnslur dk kerfisins. Námskeiðin eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi.

  Sjá nánar:

  Leiðbeiningar

  Hér má finna leiðbeiningar, handbækur fyrir helstu kerfiseiningar, notendafræðsla í formi stuttra myndbanda og kynningarefni.

  Sjá nánar:

  Lausnatorg

  Á lausnatorgi dk má sjá yfirlit þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á tengingu og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað. Vefverslanir, sérkerfi ýmiskonar, bókunarkerfi, innheimtulausnir og tengingar við flutningsaðila.

  Sjá nánar:
  Close Menu

  dk - Íslenskar viðskiptalausnir