Beint í efni
dk lausnir

Rafrænir reikningar

Rafrænir reikningar eru mikilvægur hluti í viðskiptum milli aðila.

dk býður upp á rafræna reikninga í gegnum skeytamiðlun Unimaze.

Hægt er að senda og móttaka rafræna reikninga í dk.

Hægt er að senda og móttaka rafræna reikninga í dk.

Rafrænir reikningar

Til þess að taka rafræna reikninga í notkun, þarf að virkja þjónustu skeytamiðlunar, sem starfsmenn dk sjá um.

Rafrænir reikningar nýtast í hinum ýmsu kerfum dk viðskiptahugbúnaðar:

  • Sölureikningakerfi, senda rafræna reikninga á viðskiptavini
  • Lánardrottnakerfi, innlestur rafrænna lánardrottnareikninga
  • Innkaupakerfi, lesa inn rafræna innkaupareikninga
  • Verkbókhaldskerfi, senda fylgiblöð rafrænt með verkreikningum
Allt að 80% hagræðing við að taka upp rafræna reikninga

Af hverju rafrænir reikningar?

Upplýsingar skila sér hratt milli kerfa og villuhætta minnkar. Fjárstreymi verður skilvirkara og því ótvíræð hagræðing við notkun rafrænna reikninga.

Meðhöndlun rafrænna reikninga tekur að meðaltali 3 daga, á meðan meðhöndlun pappírsreikninga tekur að meðaltali 15 daga.

Einnig eru þeir sem senda rafræna reikninga að sjá greiðslur berast mun hraðar en áður.

Það er afar einfalt er að taka rafræna reikninga í notkun.

Notkun á rafrænum reikningum

Starfsmenn dk hugbúnaðar sjá um alla uppsetningu og kennslu fyrir rafræna reikninga og tengingu við Unimaze skeytamiðlara.

Rafrænn reikningur er á XML formi

Hvað er rafrænn reikningur?

Sem dæmi þá sér Fjársýsla ríkisins um að taka við rafrænum reikningum fyrir flestar ríkisstofnanir. Þar er ekki tekið við reikningum á pappír eða PDF reikningum.

Einungis er tekið við rafrænum reikningum, sem sendir eru í gegnum skeytamiðlara eða reikningum sem sendir eru í gegnum PEPPOL netið.

Aðilar sem eru ekki með bókhaldskerfi geta nýtt sér þjónustu eins og Skúffan til að senda reikninga.

Unimaze

Unimaze skeytamiðlun

Unimaze hefur ríflega 12 ára reynslu í skeytamiðlun hérlendis en er jafnframt með viðskiptavini um heim allan og starfsstöðvar í þremur Evrópulöndum.

Unimaze býður upp á að senda og móttaka rafræn viðskiptaskjöl

  • reikninga
  • pantanir
  • greiðslukvittanir
  • önnur skjöl


Yfir 5.000 viðskiptavinir nýta sér í dag skeytamiðlun Unimaze og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarin misseri.