dk POS afgreiðslukerfið

dk hugbúnaður býður upp á heildarlausn í afgreiðslukerfum sem byggir á nýjustu tækni þar sem vinnsluhraði er með því besta sem gerist

Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarksafgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.

Kerfið hentar jafnt verslunum með einn eða fleiri afgreiðslukassa sem stórum verslanaheildum því fjöldi kassa sem tengst geta kerfinu er nánast ótakmarkaður.

Afgreiðslukerfið vinnur sem sjálfstæð eining en er um leið hluti af viðskiptahugbúnaði okkar og er einfalt að samkeyra gögn, svo sem söluuppgjör, birgðauppfærslu og fleira. Hægt er að nálgast allar vinnslur, uppflettingar og greiningar þar sem kerfið er beintengt við dk viðskiptahugbúnaðinn en í því felst gríðarlegur vinnusparnaður.

dk Pos afgreiðslukerfi

Vinsælasta afgreiðslukerfið hentar fyrir allar gerðir verslunar og þjónustu.

dk iPos pantanakerfi

Snjallækja pantanakerfi fyrir veitingastaði sem er að fullu samhæft dk Pos afgreiðslukerfinu.

Fyrir verslanir og aðra afgreiðslustaði

Í kassalausninni er auðvelt að setja upp sölufærslur auk þess sem öll umsýsla er einföld og úrvinnslan að mestu sjálfvirk. Vinnsluhraðinn í dk POS er með því besta sem gerist, viðmótið afar notendavænt og auðlært.

Helstu kostir dk POS

 • Íslenskt kerfi samtengt dk viðskiptahugbúnaði
 • Hver afgreiðslukassi er sjálfstæð eining sem virkar þótt nettenging rofni.
 • Einfalt uppgjör í dagslok
 • Kerfið býður upp á gjafabréf og inneignarnótur, heimalán, innborganir, frátektir og miðsölur.
 • Innbyggður hugbúnaður fyrir posa
 • Margvíslegir afsláttarmöguleikar
 • Kerfið styður notkun snertiskjáa og annars jaðarbúnaðar

dk POS snjalltækjalausnir

Með dk POS snjalltækjalausnunum fyrir iPod/iPad/iPhone er leikur einn að taka pantanir frá viðskiptavinum á veitingastað, hvort sem er í sal eða útisvæði.  Einnig er hægt að fá dk iPOS – létt afgreiðslukerfi fyrir spjaldtölvur og síma.

 • Hraðari afgreiðsla
 • Hærra þjónustustig
 • Færri mistök
 • Einfalt í notkun
 • Aukin skilvirkni
 • Fallegt notendaviðmót

Hentar vel fyrir

 • Verslanir
 • Veitingahús
 • Hótel & gistihús
 • Apótek
 • Íþróttafélög
 • Heilsurækt
 • Ferðaþjónustu
 • Söfn og sýningarsali
 • Sjálfsafgreiðslu

Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis

Útlit að eigin vali

dk POS er afar sveigjanlegt kassakerfi. Hægt er að stilla hnappa eftir óskum, bæta við og eyða eftir þörfum. Nota má lyklaborð, aðgerðalykla og snertiskjá með kassakerfinu. Kerfið býður upp á margs konar virkni og einnig er hægt að bæta við virkni í sérstökum tilfellum ef þörf krefur.

Öryggi í rekstri

Afrit er tekið af hverri afgreiðslu á öllum kössum um leið og hún er framkvæmd, auk þess sem kassarnir sjálfir geyma upplýsingar aftur í tímann. Sjálfstæði dk POS tryggir að afgreiðsla stöðvast ekki þrátt fyrir utanaðkomandi röskun.

Bakvinnslukerfi

Bakvinnslukerfið í dk POS er heildstætt kerfi og hentar nánast öllum tegundum verslana. Bakvinnslukerfið auðveldar verslunarstjórum umsjón með lager og innkaupum auk þess sem auðvelt er að halda utan um verðbreytingar og afslætti. Leikur einn að halda utan um afgreiðslukassana frá bakvinnslukerfinu hvort sem þörf er á að stofna nýjan afgreiðslumann, framkvæma kassauppgjör eða fletta sögu.

Sölugreining

Sölugreining er mikilvægur þáttur í rekstri verslana. Notendur dk POS geta fengið skýrslur um sölu á vörum, vöruflokkum, kössum og afgreiðslumönnum. Einnig fylgja með ítarlegar skýrslur um tilboð, birgðir og uppgjör.

Handtölvur

Auðvelt er að nota handtölvur með dk POS afgreiðslukerfinu. Með því að nota handtölvu við vörutalningar, pantanagerð og vörumóttöku má lækka kostnað og spara tíma.

Framtíðarlausn

dk POS afgreiðslukerfið er framtíðarlausn sem byggir á nýjustu tækni og getur vaxið í takt við aukin umsvif í rekstri. Kerfið er hannað hvort sem er fyrir stakar verslanir með einn, tvo eða þrjá afgreiðslukassa eða fyrir fyrirtæki þar sem notendafjöldi og fjöldi verslana er nánast ótakmarkaður.

Sjálfsafgreiðsla með dk Pos

Hægt er að fá sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu.

Sjálfsafgreiðsla er farin að ryðja sér til rúms á Íslandi. dk hugbúnaður er með sérsniðnar sjálfsafgreiðslulausnir fyrir verslun og þjónustu. Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa tekið upp sjálfsafgreiðslukerfi dkPos, til að stytta biðraðir á háannatíma, er Læknavaktin Austurveri.

Sjálfsafgreiðslukerfið stóreykur hraða við innskráningu viðskiptavina. dk Pos sjálfsafgreiðslukerfið er algerlega sjálfvirkt og tengist m.a. Sjúkratryggingum Íslands og Sögu sjúkraskrárkerfinu út frá kennitölu viðskiptavinar.
Þegar viðskiptavinur hefur lokið við að greiða komugjald í Ingenico posa frá Valitor, prentast út kvittun með númeri sem lesið er frá Qmatic númerakerfinu frá Edico. Það tryggir að viðskiptavinur verði afgreiddur í réttri röð og hann getur séð hvar hann er staðsettur í röðinni á Qmatic númeratöflu í komusal Læknavaktarinnar.
Jafnframt er bókunin komin inn í sjúkraskrárkerfið Sögu frá Origo. Ekki er nauðsynlegt að vera með dýran vélbúnað, einungis er notast við venjulegan afgreiðsluvélbúnað eins og snertiskjátölvur, kvittanaprentara og posa.

Sjálfsafgreiðslukerfi, dkpos, læknavaktin

dk Pos er með tengingu við greiðslulausnir fyrir síma

Hægt er að fá tengingu við snjallsímagreiðslur í dk Pos afgreiðslukerfið

Netgíró

netgiro.is

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum

Síminn Pay

siminn.is

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum

Pei

pei.is

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum

Aur

aur.is

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum

Kvitt

kvitt.is

Greiðslulausn sem gerir þér kleift að borga með símanum

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

Nafn ( þarf )

Netfang ( þarf )

Símanúmer

Fyrirspurn þín ..