
Perlan hefur notað dk bókhaldskerfið og dk Pos afgreiðslukerfið fyrir miðasölu síðustu árin.
Perlan hefur stækkað mikið síðan hún opnaði sem sýningarsvæði árið 2017. Meðal annars er þar 100 metra langur íshellir, eitt fullkomnasta stjörnuver í heimi, norðurljósasafn og nú síðast opnaði Náttúruminjasafn Íslands sýninguna „Vatnið í Náttúru Íslands“. Samhliða þessari stækkun hefur orðið mikil aukning gesta og því ákvað Perlan að taka upp sjálfsafgreiðslukerfi til að flýta afgreiðslu og auka ánægju viðskiptavina.
Perlan ákvað að taka upp dk iPos sjálfsafgreiðslukerfið frá dk hugbúnaði þar sem það hefur beintengingu við bókunarvél Bókunar. Viðskiptavinir geta valið þá sýningu sem þeir vilja fara á, fjölda miða og greiða í posa. Kvittun prentast út sem er jafnframt aðgöngumiði á sýningu. Samhliða sölu í dk iPos sjálfsafgreiðslukerfinu er verið að selja inn á sömu sýningar í netsölu. Öll sölukerfin tala við miðlægt bókunarkerfi Bókunar.
dk iPos sjálfsafgreiðslulausnin þarf ekki sérhæfðan vélbúnað, einungis iPad, posa frá Verifone og Epson kvittanaprentara. Kostir kerfisins eru einfaldleiki, mikill hraði, tenging við bókunarkerfi Bókunar og beintenging við fjárhagsbókhald.
dk hugbúnaður óskar Perlunni til hamingju með nýju sjálfsafgreiðslulausnina.
Mynd:
Sigríður Bjarnadóttir hjá Perlunni og Rúdolf Rúnarsson hjá dk hugbúnaði við afhendingu sjálfsafgreiðslulausnarinnar nú á dögunum.