Námskeið og stundaskrá 2021

Nokkur námskeið eru kennd eftir stundaskrá í fjarkennslu með Zoom forritinu og önnur eru á námskeiðsvef dk. Á námskeiðsvef dk skrá nemendur sig sjálfir inn og ráða hvenær þeir taka sitt námskeið.

Námskeiðsvefur dk

Hér er yfirlit yfir þau námskeið sem kennd eru í gegnum námskeiðsvef dk þar sem nemendur skrá sig sjálfir inn á kennsluvef og ráða hvenær þeir taka sitt námskeið. Námskeiðum á streymisveitu mun fjölga á næstunni og stefnt er á að öll námskeið verði fáanleg þar í framtíðinni.

Smellið hér til að fara beint á námskeiðsvef dk hugbúnaðar

Athugið: námskeið á námskeiðsvef dk eru aðgengileg í sjö daga frá kaupum.

Grunnnámskeið

Þetta er góður grunnur til að byrja á með nýtt kerfi, þar sem kennd verða undirstöðuatriði dk kerfisins, s.s. flýtihnappar, afmarkanir og skjámyndir. Farið verður í gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl.

 

Lengd 1:20 klst.

Verð kr. 20.000

Velja námskeið:

Fjárhagsnámskeið

Á þessu námskeiði er farið í bókanir í fjárhag dk. Farið er í samspil ýmissa undirkerfa í dk hugbúnaðnum annars vegar og dk fjárhagsbókhaldsins hins vegar. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem færa bókhald fyrirtækja og þurfa að sækja sér upplýsingar úr fjárhagsbókhaldinu.

Lengd 1:50 klst.

Verð kr. 20.000

Sjá nánar:

Gjaldmiðlanámskeið

Á þessu námskeiði er farið yfir uppsetningu gjaldmiðla og hvernig unnið er með þá í hinum ýmsu kerfum. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á að vinna með gjaldmiðla í dk, stemma gjaldmiða af og reikna gengismun bæði handvirkt og vélrænt.

Lengd 1:15 klst.

Verð kr. 15.000

Sjá nánar:

Launakerfisnámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir uppsetningu launakerfis og launaútreikningur tekinn fyrir allt frá stofnun launþega til gerðar launamiða í lok árs.

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að útreikningi launa.

Lengd 1:56 klst.

Verð kr. 20.000

Sjá nánar:

Verkbókhald

Á námskeiðinu eru kostir verkbókhaldsins skoðaðir. Farið er yfir ferli verks, stofnun, skráning tíma og kostnaðar og gerð verkreikninga. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að vinna með verk s.s. hvað varðar reikningagerð, stjórnun o.þ.h

Lengd 1:34 klst.

Verð kr. 20.000

Velja námskeið:

Skuldunautanámskeið

Á þessu námskeiði er farið yfir skuldunautakerfið og hvernig hægt er að nýta það til innheimtu.

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem sinna samskiptum við skuldunauta fyrirtækis, bókhaldi og innheimtu.

Lengd 41 mínútur

Verð kr. 20.000

Sjá nánar:

dk Pos | Sölumenn

Örnámskeið

Námskeið fyrir notendur dk Pos afgreiðslukerfisins. Farið er yfir hvernig sölumenn eru stofnaðir í dk. Hvernig þeir eru stilltir fyrir dkPos afgreiðslukerfið og kerfin uppfærð.

Lengd 4 minútur

Gjaldfrjálst

Velja námskeið:

dk Pos | Flýtihnappar

Örnámskeið

Farið er yfir hvernig á að setja vörur á flýtihnappa í dk Pos afgreiðslukerfinu

Lengd 5 minútur

Gjaldfrjálst

Velja námskeið:

dk Pos | Bókun sölu

Örnámskeið

Allt sem þú þarft að vita um bókun sölu frá dkPos afgreiðslukerfi í fjárhag.

Lengd 4 minútur

Gjaldfrjálst

Velja námskeið:

Rafrænir reikningar

Örnámskeið

Á þessu örnámskeið er farið yfir notkun á rafrænum reikningum. Farið er yfir hvernig þeir eru settir upp og hvernig unnið er með þá í dk kerfinu.

Lengd 13 mínútur

Gjaldfrjálst

Sjá nánar:

Námskeið á Zoom

Námskeiðin hér fyrir neðan er kennd í fjarkennslu með Zoom forritinu. Gott er að hafa heyrartól með hljóðnema þar sem það dregur úr hættunni á umhverfishávaða. Nauðsynlegt er að rétt netfang þátttakenda sé skráð í námskeiðs skráningarforminu hér fyrir neðan,  því boðað er til námskeiðsins með tölvupósti. Þáttakendur þurfa að smella á tengilinn sem er í póstinum og tengjast þá skjálfkrafa inn á námskeiðið.

Námskeiðin taka yfirleitt um 3 klst. Tímalengd einstaka námskeiðs fer eftir aðstæðum og getur því orðið lengri eða skemmri.

Námskeið grunnur í dk

Grunnnámskeið

Þetta er góður grunnur til að byrja á með nýtt kerfi, þar sem kennd verða undirstöðuatriði dk kerfisins, s.s. flýtihnappar, afmarkanir og skjámyndir. Farið verður í gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl.

12. april: 09:00-12:00

10. maí: 09:00-12:00

Verð kr. 20.000

Nánar:
Námskeið fjárhagur og lánardrottnar

Fjárhagsnámskeið

Á þessu námskeiði er farið í bókanir í fjárhag dk. Farið er í samspil ýmissa undirkerfa í dk hugbúnaðnum annars vegar og dk fjárhagsbókhaldsins hins vegar. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem færa bókhald fyrirtækja og þurfa að sækja sér upplýsingar úr fjárhagsbókhaldinu.

12. apríl: 13:00-16:00

10. maí: 13:00-16:00

Verð kr. 20.000

Sjá nánar:
Námskeið fjárhagur og lánardrottnar

Skuldunautar / Innheimta

Á þessu námskeiði er farið yfir skuldunautakerfið og hvernig hægt er að nýta það til innheimtu.

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem sinna samskiptum við skuldunauta fyrirtækis, bókhaldi og innheimtu.

13. apríl: 09:00-12:00

11. maí: 09:00-12:00

Verð kr. 20.000

Nánar:
Námskeið birgðir og sölureikningar

Birgðir / Sölureikningar

Á námskeiðinu er farið yfir það ferli sem á sér stað í birgðum frá innkaupum til sölu. Einnig er skoðað hvernig unnið er með sölukerfið í dk. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem sinna samskiptum við skuldunauta fyrirtækis, bókhaldi og innheimtu.

13. april: 13:00-16:00

11. maí: 13:00-16:00

Verð kr. 20.000

Sjá nánar:
Námskeið verkbókhald

Verkbókhaldsnámskeið

Á námskeiðinu eru kostir verkbókhaldsins skoðaðir. Farið er yfir ferli verks, stofnun, skráning tíma og kostnaðar og gerð verkreikninga. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að vinna með verk s.s. hvað varðar reikningagerð, stjórnun o.þ.h.

14. april 9:00-12:00

Verð kr. 20.000

Sjá nánar:
Námskeið launakerfi

Launakerfisnámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir uppsetningu launakerfis og launaútreikningur tekinn fyrir allt frá stofnun launþega til gerðar launamiða í lok árs.

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að útreikningi launa.

14. apríl: 13:00-16:00

12. maí: 13:00-16:00

Verð kr. 20.000

Nánar:

Skráning á Zoom námskeið

  Kennitala greiðanda (þarf)

  Símanúmer

  Nafn 1(þarf)

  Netfang 1(þarf)

  Nafn 2

  Netfang 2

  Skilaboð - Á hvaða námskeið viltu skrá þig?)

  ATH. Einungs fyrir þá sem vilja skrá sig á Zoom námskeið!

  Námskeið dk hugbúnaðar eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi. Þar eru kennd öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins og farið er í helstu vinnslur dk kerfisins s.s.:

  • Gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl.
  • Flýtileiðir, afmarkanir, skjámyndir og fleira.
  • Möguleika dk fjárhagsbókhaldsins, uppsetningu, flokkun og skráningu bókhaldslykla. Uppsetningu fyrir virðisaukaskatt, ársreikninga,fjárhagsgreiningu og rafrænar bankaafstemmingar. Einnig verður farið í uppflettingar og útprentanir.
  • Uppsetningu á launþegum og framkvæmd launakeyrslna.
  • Sérstaklega verður farið yfir nýjungar, rafrænar sendingar skilagreina, launaseðla og fl.
  • Uppsetningu skuldunautakerfisins, skráningu skuldunauta, uppflettingar og helstu skýrslur. Farið verður í afstemmingu á skuldunautum, möguleika í innheimtum, útreikning og prentun vaxtanótna ásamt útprentun reikningsyfirlita. Eins verður farið yfir flokkun skuldunauta, greiningavinnslur og fl.
  • Uppsetningu og útprentun sölureikninga. Uppflettingar, skýrslur og greiningarvinnslur verða skoðaðar. Uppsetning nótulýsinga verður kynnt og farið yfir helstu möguleika í þeim málum. Markmiðið er að notandinn geri sér betur grein fyrir samspili kerfisins við önnur kerfi s.s birgðir og skuldunauta.
  • Uppsetningu birgðakerfisins, flokkun og innsetningu vara. Birgðaskráning og talning.
  • Notendum kennt á uppflettingar og skýrslur.
  • Farið er yfir feril þann sem notaður er í innheimtukerfinu, möguleika í afstemningum og innheimtum

  Verð pr. námskeið er 20.000.-

  Empty section. Edit page to add content here.
  Þetta er góður grunnur til að byrja á með nýtt kerfi, þar sem kennd verða undirstöðuatriði dk kerfisins, s.s. flýtihnappar, afmarkanir og skjámyndir. Farið verður í gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl. Þegar fólk kemur á grunnnámskeið, er gott að hafa kynnt sér kerfið að einhverju leyti, svo námskeiðið nýtist sem best. Verð kr. 20.000
  Á þessu námskeiði er farið í bókanir í fjárhag dk. Farið er í samspil ýmissa undirkerfa í dk hugbúnaðnum annars vegar og dk fjárhagsbókhaldsins hins vegar. Á námskeiðinu er farið yfir: · Stofnun/viðhald bókhaldslykla · Færslu bókhalds í dagbók · Innlestur dagbókar · Innlestur úr öðrum kerfum · Bókun í lánardrottnakerfi · Uppflettingar · Skýrslur · Vsk. vinnslur · Ársreikningur · Fjárhagsáætlun · Fjárhagsgreining · Bankavinnslur Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem færa bókhald fyrirtækja og þurfa að sækja sér upplýsingar úr fjárhagsbókhaldinu. Verð kr. 20.000
  Á námskeiðinu er launaútreikningur tekinn fyrir allt frá stofnun launþega til gerðar launamiða í lok árs. Helstu atriði námskeiðsins eru: · Uppsetning launakerfis · Stofnun launþega · Launauppsetning · Launakeyrsla, skráning, innlestur, útreikningur · Uppflettingar · Skýrslur · Launagreining · Aðgerðir í lok árs, launamiðar Námskeiðið er fyrir alla sem koma að útreikningi launa. Verð kr. 20.000
  Á þessu námskeiði er farið yfir skuldunautakerfið og hvernig hægt er að nýta það til innheimtu. Helstu atriði sem skoðuð verða: · Stofnun skuldunauta · Uppsetning kerfis, s.s. flokkanir, greiðsluskilmálar · Uppflettingar · Skýrslur · Innheimtukerfi banka · Milliinnheimta · Dráttarvextir · Reikningsyfirlit Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem sinna samskiptum við skuldunauta fyrirtækis, bókhaldi og innheimtu. Verð kr. 20.000
  Á námskeiðinu er farið yfir það ferli sem á sér stað í birgðum frá innkaupum til sölu. Einnig er skoðað hvernig unnið er með sölukerfið í dk. Meðal helstu atriða: · Vörur – stofnun · Birgðageymslur · Birgðabreytingar · Uppflettingar · Skýrslur · Verðbreytingar · Uppskriftir · Afsláttarvinnslur · Sölureikningar, Sölupantanir, Sölutilboð · POS · Sölugreining · Birgðagreining Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru að vinna með birgðir. Starfsmenn á lager, í innkaupum og sölumenn.Verð kr. 20.000
  Á námskeiðinu eru kostir verkbókhaldsins skoðaðir. Farið er yfir ferli verks, stofnun, skráning tíma og kostnaðar og gerð verkreikninga. Meðal þess sem skoðað er: · Uppsetning verkbókhalds · Stofnun og viðhald verka · Skráning tíma og kostnaðar á verk · Reikningagerð · Uppflettingar · Skýrslur · Flutningur tíma í laun Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að vinna með verk s.s. hvað varðar reikningagerð, stjórnun o.þ.h. Verð kr. 20.000
  Boðið verður upp á námskeið í notkun gjaldmiðla í dk viðskiptahugbúnaði Farið verður í: Uppsetningu gjaldmiðla Uppsetning gjaldmiðla Stofnun nýrra gjaldmiðla Hvernig gengi gjaldmiðla er sótt rafrænt til banka Hvernig gengi gjaldmiðla er sett handvirkt í dk hugbúnaði Hvað ber að varast Hvernig hægt er að færa bókhald í erlendum gjaldmiðli Hvernig hægt er að reikna gengismun rafrænt í dk hugbúnaði Fjárhagsbókhald Uppsetningu gjaldmiðla á bókhaldslyklum Útreikning gengismunar í fjárhag Færslu gengismunadagbókar Skuldunautar Uppsetning gjaldmiðla á skuldunautum Útreikning gengismunar Lánardrottnar Uppsetning gjaldmiðla á lánardrottnum Útreikning gengismunar · Sölureikningar Reikningar í erlendri mynt Hvernig hægt er að hafa mismunandi reikningaform eftir skuldunautum (gjaldmiðlum) Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á að vinna með gjaldmiðla í dk, stemma gjaldmiða af og reikna gengismun bæði handvirkt og vélrænt. Verð kr. 20.000
  Námskeið í áramótavinnslum Hvað þarf að gera? Boðið verður upp á námskeið í áramótavinnslum, þ.e.a.s. þeim aðgerðum sem flest fyrirtæki þurfa að framkvæma um áramót dagana 17. og 18. desember frá kl.09-12.  Farið er í: Lokun reikningsárs og flutningur opnunar á nýju ári. Afstemmingar safnlykla við undirkerfi. Afstemmingar/jafnanir á lánardrottnum og skuldunautum. Virðisaukaskattsuppgjör, gengisleiðréttingar, birgðatalningar, launamiðar, aldursgreiningar skulda og eigna, fjárhagsáætlanir og fjárhagsgreiningar. Ýmis greiningartól til að auðvelda uppgjörsvinnu. Kynntar verða nýjungar og nýtt útlit í verkdagbók. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á: hvaða aðgerðir geta auðveldað notendum dk áramótauppgjör. Uppgjöri til endurskoðanda og hvaða aðgerðir eru mögulegar varðandi birgðatalningar. Námskeiðið er haldið í desember á ári hverju. Verð kr. 20.000

  Leiðbeiningar og hjálparefni

  Á síðunni „leiðbeiningar og hjálparefni“ er hægt að nálgast handbækur og leiðbeiningar fyrir hin ýmsu kerfi dk viðskiptahugbúnaðar. Sjá nánar hér.

  Lausnir og þjónusta

  dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra  fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.

  Office 365

  Office 365 er orðin ein af vinsælustu skýjalausnum í heiminum í dag. Office 365 gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365.

  Sjá nánar:

  Vefþjónusta

  Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa skrifað tengingar við dk í gegnum vefþjónustur dk.  Vefþjónustan hentar alls kyns sjálfvirkum vinnslum svo sem heimasíðum, vefverslunum, gagnagreiningum/teningum, margvíslegum bókunarkerfum, eignarumsýslukerfum og fleira.

  Sjá nánar:

  Hýsingarþjónusta

  dk býður upp á sérsniðnar hýsingarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja. Þannig er hægt að búa til hýsingarumhverfi sem hagkvæmast er hverju sinni. Kerfisleiguaðgangur inniheldur leyfi til að tengjast dk skýinu og þeirri þjónustu sem því fylgir.

  Sjá nánar:

  Leiðbeiningar

  Hér má finna leiðbeiningar, handbækur fyrir helstu kerfiseiningar, notendafræðsla í formi stuttra myndbanda og kynningarefni.

  Sjá nánar:

  Lausnatorg

  Á lausnatorgi dk má sjá yfirlit þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á tengingu og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað. Vefverslanir, sérkerfi ýmiskonar, bókunarkerfi, innheimtulausnir og tengingar við flutningsaðila.

  Sjá nánar: