Skráning á námskeið

  Kennitala greiðanda (þarf)

  Nafn 1(þarf)

  Netfang 1(þarf)

  Nafn 2

  Netfang 2

  Skilaboð - Á hvaða námskeið viltu skrá þig?)

  Námskeið dk hugbúnaðar eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi. Þar eru kennd öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins og farið er í helstu vinnslur dk kerfisins s.s.:

  • Gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl.
  • Flýtileiðir, afmarkanir, skjámyndir og fleira.
  • Möguleika dk fjárhagsbókhaldsins, uppsetningu, flokkun og skráningu bókhaldslykla. Uppsetningu fyrir virðisaukaskatt, ársreikninga,fjárhagsgreiningu og rafrænar bankaafstemmingar. Einnig verður farið í uppflettingar og útprentanir.
  • Uppsetningu á launþegum og framkvæmd launakeyrslna.
  • Sérstaklega verður farið yfir nýjungar, rafrænar sendingar skilagreina, launaseðla og fl.
  • Uppsetningu skuldunautakerfisins, skráningu skuldunauta, uppflettingar og helstu skýrslur. Farið verður í afstemmingu á skuldunautum, möguleika í innheimtum, útreikning og prentun vaxtanótna ásamt útprentun reikningsyfirlita. Eins verður farið yfir flokkun skuldunauta, greiningavinnslur og fl.
  • Uppsetningu og útprentun sölureikninga. Uppflettingar, skýrslur og greiningarvinnslur verða skoðaðar. Uppsetning nótulýsinga verður kynnt og farið yfir helstu möguleika í þeim málum. Markmiðið er að notandinn geri sér betur grein fyrir samspili kerfisins við önnur kerfi s.s birgðir og skuldunauta.
  • Uppsetningu birgðakerfisins, flokkun og innsetningu vara. Birgðaskráning og talning.
  • Notendum kennt á uppflettingar og skýrslur.
  • Farið er yfir feril þann sem notaður er í innheimtukerfinu, möguleika í afstemningum og innheimtum

  Verð pr. námskeið er 20.000.-

  ATH. Vinsamlegast tilkynnið forföll. Að öðrum kosti er sendur út reikningur á viðkomandi að upphæð 10.000.-

  Stundaskrá 2020

  Námskeið verða eingöngu kennd í fjarkennslu með Zoom forritinu næstu vikurnar. Gott er að hafa heyrartól með hljóðnema þar sem það dregur úr hættunni á umhverfishávaða.

  Nauðsynlegt er að rétt netfang þátttakenda sé skráð því boðað er til námskeiðsins með tölvupósti. Þáttakendur þurfa að smella á tengilinn sem er í póstinum og tengjast þá skjálfkrafa inn á námskeiðið.

  desember 2020
  07. des: 09:00-13:00 Grunnnámskeið
  07. des: 13:00-17:00 Fjárhags / Lánardrottnanámskeið
  08. des: 09:00-13:00 Skuldunauta / Innheimtunámskeið
  08. des: 13:00-17:00 Birgðir / Sölureikningar
  09. des: 09:00-13:00 Verkbókhaldsnámskeið
  09. des: 13:00-17:00 Launakerfisnámskeið
  10. des: 09:00-13:00 Gjaldmiðlanámskeið
  janúar 2021
  11. jan: 09:00-13:00 Grunnnámskeið
  11. jan: 13:00-17:00 Fjárhags / Lánardrottnanámskeið
  12. jan: 09:00-13:00 Skuldunauta / Innheimtunámskeið
  12. jan: 13:00-17:00 Birgðir / Sölureikningar
  13. jan: 09:00-13:00 Verkbókhaldsnámskeið
  13. jan: 13:00-17:00 Launakerfisnámskeið
  14. jan: 09:00-13:00 Gjaldmiðlanámskeið
  Empty section. Edit page to add content here.
  Þetta er góður grunnur til að byrja á með nýtt kerfi, þar sem kennd verða undirstöðuatriði dk kerfisins, s.s. flýtihnappar, afmarkanir og skjámyndir. Farið verður í gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl. Þegar fólk kemur á grunnnámskeið, er gott að hafa kynnt sér kerfið að einhverju leyti, svo námskeiðið nýtist sem best. Verð kr. 20.000
  Á þessu námskeiði er farið í bókanir í fjárhag dk. Farið er í samspil ýmissa undirkerfa í dk hugbúnaðnum annars vegar og dk fjárhagsbókhaldsins hins vegar. Á námskeiðinu er farið yfir: · Stofnun/viðhald bókhaldslykla · Færslu bókhalds í dagbók · Innlestur dagbókar · Innlestur úr öðrum kerfum · Bókun í lánardrottnakerfi · Uppflettingar · Skýrslur · Vsk. vinnslur · Ársreikningur · Fjárhagsáætlun · Fjárhagsgreining · Bankavinnslur Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem færa bókhald fyrirtækja og þurfa að sækja sér upplýsingar úr fjárhagsbókhaldinu. Verð kr. 20.000
  Á námskeiðinu er launaútreikningur tekinn fyrir allt frá stofnun launþega til gerðar launamiða í lok árs. Helstu atriði námskeiðsins eru: · Uppsetning launakerfis · Stofnun launþega · Launauppsetning · Launakeyrsla, skráning, innlestur, útreikningur · Uppflettingar · Skýrslur · Launagreining · Aðgerðir í lok árs, launamiðar Námskeiðið er fyrir alla sem koma að útreikningi launa. Verð kr. 20.000
  Á þessu námskeiði er farið yfir skuldunautakerfið og hvernig hægt er að nýta það til innheimtu. Helstu atriði sem skoðuð verða: · Stofnun skuldunauta · Uppsetning kerfis, s.s. flokkanir, greiðsluskilmálar · Uppflettingar · Skýrslur · Innheimtukerfi banka · Milliinnheimta · Dráttarvextir · Reikningsyfirlit Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem sinna samskiptum við skuldunauta fyrirtækis, bókhaldi og innheimtu. Verð kr. 20.000
  Á námskeiðinu er farið yfir það ferli sem á sér stað í birgðum frá innkaupum til sölu. Einnig er skoðað hvernig unnið er með sölukerfið í dk. Meðal helstu atriða: · Vörur – stofnun · Birgðageymslur · Birgðabreytingar · Uppflettingar · Skýrslur · Verðbreytingar · Uppskriftir · Afsláttarvinnslur · Sölureikningar, Sölupantanir, Sölutilboð · POS · Sölugreining · Birgðagreining Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru að vinna með birgðir. Starfsmenn á lager, í innkaupum og sölumenn.Verð kr. 20.000
  Á námskeiðinu eru kostir verkbókhaldsins skoðaðir. Farið er yfir ferli verks, stofnun, skráning tíma og kostnaðar og gerð verkreikninga. Meðal þess sem skoðað er: · Uppsetning verkbókhalds · Stofnun og viðhald verka · Skráning tíma og kostnaðar á verk · Reikningagerð · Uppflettingar · Skýrslur · Flutningur tíma í laun Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að vinna með verk s.s. hvað varðar reikningagerð, stjórnun o.þ.h. Verð kr. 20.000
  Boðið verður upp á námskeið í notkun gjaldmiðla í dk viðskiptahugbúnaði Farið verður í: Uppsetningu gjaldmiðla Uppsetning gjaldmiðla Stofnun nýrra gjaldmiðla Hvernig gengi gjaldmiðla er sótt rafrænt til banka Hvernig gengi gjaldmiðla er sett handvirkt í dk hugbúnaði Hvað ber að varast Hvernig hægt er að færa bókhald í erlendum gjaldmiðli Hvernig hægt er að reikna gengismun rafrænt í dk hugbúnaði Fjárhagsbókhald Uppsetningu gjaldmiðla á bókhaldslyklum Útreikning gengismunar í fjárhag Færslu gengismunadagbókar Skuldunautar Uppsetning gjaldmiðla á skuldunautum Útreikning gengismunar Lánardrottnar Uppsetning gjaldmiðla á lánardrottnum Útreikning gengismunar · Sölureikningar Reikningar í erlendri mynt Hvernig hægt er að hafa mismunandi reikningaform eftir skuldunautum (gjaldmiðlum) Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á að vinna með gjaldmiðla í dk, stemma gjaldmiða af og reikna gengismun bæði handvirkt og vélrænt. Verð kr. 20.000
  Námskeið í áramótavinnslum Hvað þarf að gera? Boðið verður upp á námskeið í áramótavinnslum, þ.e.a.s. þeim aðgerðum sem flest fyrirtæki þurfa að framkvæma um áramót dagana 17. og 18. desember frá kl.09-12.  Farið er í: Lokun reikningsárs og flutningur opnunar á nýju ári. Afstemmingar safnlykla við undirkerfi. Afstemmingar/jafnanir á lánardrottnum og skuldunautum. Virðisaukaskattsuppgjör, gengisleiðréttingar, birgðatalningar, launamiðar, aldursgreiningar skulda og eigna, fjárhagsáætlanir og fjárhagsgreiningar. Ýmis greiningartól til að auðvelda uppgjörsvinnu. Kynntar verða nýjungar og nýtt útlit í verkdagbók. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á: hvaða aðgerðir geta auðveldað notendum dk áramótauppgjör. Uppgjöri til endurskoðanda og hvaða aðgerðir eru mögulegar varðandi birgðatalningar. Námskeiðið er haldið í desember á ári hverju. Verð kr. 20.000