Námskeið dk hugbúnaðar eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi. Þar eru kennd öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins og farið er í helstu vinnslur dk kerfisins s.s.:
- Gagnaflutning, þ.á.m. afritun yfir í Excel o.fl.
- Flýtileiðir, afmarkanir, skjámyndir og fleira.
- Möguleika dk fjárhagsbókhaldsins, uppsetningu, flokkun og skráningu bókhaldslykla. Uppsetningu fyrir virðisaukaskatt, ársreikninga,fjárhagsgreiningu og rafrænar bankaafstemmingar. Einnig verður farið í uppflettingar og útprentanir.
- Uppsetningu á launþegum og framkvæmd launakeyrslna.
- Sérstaklega verður farið yfir nýjungar, rafrænar sendingar skilagreina, launaseðla og fl.
- Uppsetningu skuldunautakerfisins, skráningu skuldunauta, uppflettingar og helstu skýrslur. Farið verður í afstemmingu á skuldunautum, möguleika í innheimtum, útreikning og prentun vaxtanótna ásamt útprentun reikningsyfirlita. Eins verður farið yfir flokkun skuldunauta, greiningavinnslur og fl.
- Uppsetningu og útprentun sölureikninga. Uppflettingar, skýrslur og greiningarvinnslur verða skoðaðar. Uppsetning nótulýsinga verður kynnt og farið yfir helstu möguleika í þeim málum. Markmiðið er að notandinn geri sér betur grein fyrir samspili kerfisins við önnur kerfi s.s birgðir og skuldunauta.
- Uppsetningu birgðakerfisins, flokkun og innsetningu vara. Birgðaskráning og talning.
- Notendum kennt á uppflettingar og skýrslur.
- Farið er yfir feril þann sem notaður er í innheimtukerfinu, möguleika í afstemningum og innheimtum
Verð pr. námskeið er 20.000.-
ATH. Vinsamlegast tilkynnið forföll. Að öðrum kosti er sendur út reikningur á viðkomandi að upphæð 10.000.-
Stundaskrá 2021
Námskeið verða eingöngu kennd í fjarkennslu með Zoom forritinu næstu vikurnar. Gott er að hafa heyrartól með hljóðnema þar sem það dregur úr hættunni á umhverfishávaða.
Námskeiðin taka yfirleitt um 3 klst. Tímalengd einstaka námskeiðs fer eftir aðstæðum og getur því orðið lengri eða skemmri.
Nauðsynlegt er að rétt netfang þátttakenda sé skráð því boðað er til námskeiðsins með tölvupósti. Þáttakendur þurfa að smella á tengilinn sem er í póstinum og tengjast þá skjálfkrafa inn á námskeiðið.
janúar 2021 | |
11. jan: 09:00-12:00 | Grunnnámskeið |
11. jan: 13:00-16:00 | Fjárhags / Lánardrottnanámskeið |
12. jan: 09:00-12:00 | Skuldunauta / Innheimtunámskeið |
12. jan: 13:00-16:00 | Birgðir / Sölureikningar |
13. jan: 09:00-12:00 | Verkbókhaldsnámskeið |
13. jan: 13:00-16:00 | Launakerfisnámskeið |
febrúar 2021 | |
08. feb: 09:00-12:00 | Grunnnámskeið |
08. feb: 13:00-16:00 | Fjárhags / Lánardrottnanámskeið |
09. feb: 09:00-12:00 | Skuldunauta / Innheimtunámskeið |
09. feb: 13:00-16:00 | Birgðir / Sölureikningar |
10. feb: 09:00-12:00 | Verkbókhaldsnámskeið |
10. feb: 13:00-16:00 | Launakerfisnámskeið |
mars 2021 | |
08. mars: 09:00-12:00 | Grunnnámskeið |
08. mars: 13:00-16:00 | Fjárhags / Lánardrottnanámskeið |
09. mars: 09:00-12:00 | Skuldunauta / Innheimtunámskeið |
09. mars: 13:00-16:00 | Birgðir / Sölureikningar |
10. mars: 09:00-12:00 | Verkbókhaldsnámskeið |
10. mars: 13:00-16:00 | Launakerfisnámskeið |

- Grunnnámskeið
- Fjárhags- Lánardrottnarnámskeið
- Launakerfisnámskeið
- Skuldunautar - Innheimta
- Birgðir – Sölureikningar
- Verkbókhaldsnámskeið
- Námskeið í notkun gjaldmiðla í dk
- Námskeið í áramótavinnslum