
Múrbúðin hefur opnað nýja glæsilega verslun að Selhellu 6, Hafnarfirði. Verslunin er um 1400m2 að gólffleti og með yfir 30.000 vörunúmer. Múrbúðin hefur notað dk hugbúnað síðan 2005 og tók upp dk Pos afgreiðslukerfið á síðasta ári til að flýta fyrir afgreiðslu í verslunum sínum. Verslun Múrbúðarinnar í Hafnarfirði er með dk birgða- og sölukerfi, dk tímaskráningarkerfi og dk Pos afgreiðslukerfi sem keyrir á Toshiba TcxWave afgreiðslutölvum frá Origo. Vefþjónustur dk sjá um að tengja IceLink vöruhúsakerfið og þráðlausa verðskanna frá Strikamerki hf við kerfið. Starfsmenn verslunarinnar verða 6 talsins að sögn Kára Steins framkvæmdastjóra Múrbúðarinnar. dk hugbúnaður óskar Múrbúðinni til hamingju með nýju verslunina.