fbpx Skip to main content

Mínar síður hjá dk

By ágúst 4, 2022ágúst 15th, 2022dk hugbúnaður
Mínar síður hjá dk

Mínar síður hjá dk

Innri vefur viðskiptavina

Nú höfum við hjá dk sett í loftið Mínar síður. Mínar síður eru innri vefur viðskiptavina dk.

Vefurinn gerir viðskiptavinum dk kleift að skoða og nálgast gögn sem þeim tengjast.

  • Reikninga
  • Hreyfingar
  • Samningar

Til þess að nota Mínar síður hjá dk, þarf að senda þjónustubeiðni á hjalp@dk.is  – taka þarf fram kennitölu fyrirtækis og netfang þess aðila sem á að hafa aðgengi að Mínum síðum.

Það felst mikið hagræði í því fyrir viðskiptavini að geta sjálfir nálgast gögnin sín þegar þeim hentar.

Þetta er fyrsta skrefið í því að opna skrifstofuna okkar 24/7 viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.

Við erum að þróa Mínar síður og horfum þar sérstaklega til bættrar þjónustu á netinu, þægilegrar notkunar í farsímum og að Mínar síður sé notendavæn lausn sem einfaldar aðgengi viðskiptavina að mikilvægum gögnum.

Til að fá aðgengi að Mínum síðum, er best að senda þjónustubeiðni á hjalp@dk.is eða með því að senda beiðni hér.

Sjá mínar síður https://minar.dk.is/

Mínar síður fyrir þína viðskiptavini

Vilt þú setja upp Mínar síður fyrir þína viðskiptavini?

Fyrirtæki sem eru í viðskiptum við dk, geta fengið aðgengi að Mínum síðum fyrir sína viðskiptavini.

Þannig geta þínir viðskiptavinir m.a. fengið aðgengi að:

  • Reikningum (skoða, prenta og vista)
  • Hreyfingum (skoða, prenta og vista)
  • Skjölum / Samningum (skoða, prenta og vista)

Fyrirtæki geta sérsniðið Mínar síður

  • Tungumál
  • Sett inn Logo
  • Litaþema

Fyrirtæki þurfa að vera með dk Plús þjónustu uppsetta til að geta skráð sig inn á Mínar síður og veitt viðskiptavinum sínum aðgengi að þjónustu.

Dæmi um fyrirtæki sem nýta sér þessa þjónustu fyrir sína viðskiptavini eru Málning hf.

Verið í sambandi við söludeild dk hugbúnaðar varðandi uppsetningu og kostnað fyrir Mínar síður fyrir þína viðskiptavini.

Senda þjónustubeiðni

Minar síður view
Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir