Leiðbeiningar og hjálparefni

Á þessu svæði má finna leiðbeiningar og hjálparefni fyrir kerfiseiningar dk Viðskiptahugbúnaðar og dk POS.

dk hugbúnaður heldur líka úti öflugum námskeiðsvef þar sem hægt er að kaup námskeið og horfa á þegar hentar ásamt því að halda reglulega fjarnámskeið á Zoom.

Leiðbeiningar

Handbækur

Notendafræðsla

Myndbönd

Stofna nýtt ár 2:59

Eitt af því sem þarf að gera í dk um áramót er að stofna nýtt bókhaldstímabil.

Nýtt launaár 1:52

Við uppfærslu í áramótaútgáfu af dk hugbúnaði kemur inn nýtt launaár.

Uppfæra leyfi 0:44

Það er einföld aðgerð að uppfæra dk kerfisleyfi með vefþjónustu.

Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að geturðu sent okkur fyrirspurn hér á heimasíðunni eða sent tölvupóst beint á hjalp@dk.is.

Lausnir og þjónusta

dk býður upp á margvíslegar lausnir og þjónustu fyrir notendur kerfisins. Einnig er mikill fjöldi íslenskra  fyrirtækja sem bjóða upp á margvíslegar tengingar og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað.

Office 365

Office 365 er orðin ein af vinsælustu skýjalausnum í heiminum í dag. Office 365 gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365.

Sjá nánar:

Vefþjónusta

Fjöldi þjónustufyrirtækja hafa skrifað tengingar við dk í gegnum vefþjónustur dk.  Vefþjónustan hentar alls kyns sjálfvirkum vinnslum svo sem heimasíðum, vefverslunum, gagnagreiningum/teningum, margvíslegum bókunarkerfum, eignarumsýslukerfum og fleira.

Sjá nánar:

Námskeið

Námskeið dk hugbúnaðar eru góður grunnur til að byrja með nýtt kerfi. Þar eru kennd öll helstu undirstöðuatriði dk kerfisins og farið er í helstu vinnslur dk kerfisins.

Sjá nánar:

Leiðbeiningar

Hér má finna leiðbeiningar varðandi uppsetningu tengingar við dkvistun. Einföld og fljótleg leið til að tengjast skýjalausnum dk.

Sjá nánar:

Lausnatorg

Á lausnatorgi dk má sjá yfirlit þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á tengingu og lausnir fyrir dk viðskiptahugbúnað. Vefverslanir, sérkerfi ýmiskonar, bókunarkerfi, innheimtulausnir og tengingar við flutningsaðila.

Sjá nánar: