fbpx Skip to main content

Launakerfi dk er fyrir allar stærðir & gerðir fyrirtækja

Mörg þúsund fyrirtæki nota dk Launakerfið í dag og notendum fer ört fjölgandi

Launakerfi dk er hægt að nota eitt sér eða sem hluta af bókhaldspakka dk.  Kerfið er einfalt í notkun og auðvelt að læra á.

Launakerfið er hægt að kaupa eða leigja. Auðvelt er að bæta við kerfið virkum launþegum, svo kerfið stækkar með fyrirtækinu. dk Launakerfið er hagstætt í rekstri samanborið við önnur sambærileg kerfi á markaðnum í dag. Með launakerfið í skýinu hjá dk er leikur einn að nota kerfið jafnt á borðtölvum sem spjaldtölvum.

Í launakerfinu er hægt að senda inn skilagreinar til stéttarfélaga, lífeyrissjóða ásamt staðgreiðslu skatta með rafrænum hætti.

Launakerfi dk

Lausnir

Sambanka vefþjónustur

Hægt er að fá Sambanka vefþjónustu inn í launakerfi dk. Með þessari vinnslu tengjast dk og viðskiptabanki fyrirtækisins og hægt er að vinna margar vinnslur í bankanum beint úr dk.  Í launum er þannig hægt að senda launaseðla rafrænt, greiða laun, greiða lífeyrissjóðum, greiða stéttarfélögum o.fl.

Sjómannalaun

Með dk Sjómannalaunum er hægt að reikna út laun sjómanna út frá afla. Sjómannalaun eru viðbót við launakerfi dk hugbúnaðar og tengist við launakerfið. Kerfið hentar bæði stórum og smáum útgerðaraðilum.

Stimpilklukka

Hægt er að fá dk stimpilklukku sem tengist launakerfi dk.  Einnig er hægt að fá reglu-stimpilklukku inn í launakerfið sem reiknar út sjálfkrafa vinnustundir út frá innstimplunum frá dk stimpilklukku.  Tengingar við önnur stimpilklukkukerfi í launakerfi dk eru fáanlegar eins og Tímon og Bakvörð.

Námskeið

dk hugbúnaður heldur reglulega námskeið í launakerfinu.  Á námskeiðinu er launaútreikningur tekinn fyrir, allt frá stofnun launþega til gerðar launamiða í lok árs. Námskeiðið er fyrir alla sem koma að útreikningi launa.

Uppflettingar & skýrslur

Hægt að fá yfirlit fyrir bókaðar launakeyrslur og bókaða greiðslubunka í dk Launakerfinu.  Einnig er hægt að sjá allar hreyfingar frá stimpilklukkukerfi dk.

dk Launakerfið er með fjölmargar skýrslur m.a. fyrir lista launþega, launaliði, eldri launaseðla, upplýsingar um skattkort, stimpilklukku, afmælisdaga launþega, orlofslista, starfslista og vinnulista.

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

    Nafn ( þarf )

    Fyrirtæki

    Netfang ( þarf )

    Símanúmer

    Fyrirspurn þín ..

    Close Menu

    dk - Íslenskar viðskiptalausnir