fbpx Skip to main content

Lagabreyting vegna plastumbúða

By júlí 5, 2021ágúst 4th, 2021Fréttir

Þann 3. júlí síðastliðinn tók í gildi lagabreyting sem gerir matssölustöðum óheimilt að afhenda mat og drykk í plastumbúðum endurgjaldslaust. Með nýju reglunum þurfa því matsölustaðir að selja umbúðir sérstaklega sem voru áður innifaldar í verði vöru.  Þessar nýju reglur munu eiga við um alla veitingastaði, ísbúðir, bari og kaffihús og aðra sölustaði sem afhenda mat og drykk í umbúðum sem inniheldur plast, einnig lífplast.

dk býður upp á  viðbót við birgðakerfi dk sem heitir Viðhengisvörur. Viðbótin einfaldar sölu á umbúðum úr plasti sem viðhengisvöru annarra vöru. Þannig er hægt að bæta umbúðum við sjálfkrafa á reikning og verð reiknast rétt út við sölu.

Fyrirtæki sem þurfa að lúta þessum nýju reglum geta verið í sambandi við afgreiðslukerfadeild dk hugbúnaðar fyrir nánar upplýsingar og uppsetningu.

Sjá nánar á fréttablaðið.is:

https://www.frettabladid.is/frettir/rukka-fyrir-einnota-plastumbudir-i-byrjun-juli/

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir