
Læknavaktin hefur nú tekið upp sjálfsafgreiðslukerfi dk Pos frá dk hugbúnaði.
Læknavaktin flutti nýverið í nýtt húsnæði í Austurveri, Háaleitisbraut 68, 2. hæð. Á síðustu tuttugu árum hefur aðsókn á Læknavaktina farið úr 30 þúsund komum í rúmlega 80 þúsund komur. Því var ljóst að bæta þyrfti afgreiðsluhraða og sjálfvirkni við afgreiðslu viðskiptavina.
Læknavaktin hefur notað dk Pos afgreiðslukerfið síðan 2009 og leitaði því til dk hugbúnaðar vegna sjálfsafgreiðslulausna fyrir nýju móttökuna í Austurbæ. Úr varð að Læknavaktin tók upp tvær sjálfsafgreiðslustöðvar með dk Pos afgreiðslukerfinu. Kerfið er algerlega sjálfvirkt og tengist m.a. Sjúkratryggingum Íslands, Qmatic númerakerfinu frá Edico og Saga sjúkraskrárkerfinu frá Origo. Þegar greiða þarf fyrir komuna á Læknavaktina er greiðslan send yfir á Ingenico posa frá Valitor.
Kostir kerfisins eru einfaldleiki, mikill hraði auk þess sem hægt er að notast við venjulegan vélbúnað fyrir afgreiðslukerfi s.s. prentara og posa.
dk hugbúnaður óskar Læknavaktinni innilega til hamingju með nýja kerfið.
Mynd:
Gunnar Örn Jóhannsson hjá Læknavaktinni og Atli Már Jóhannesson hjá dk hugbúnaði við afhendingu sjálfsafgreiðslulausnarinnar nú á dögunum.