Hýsing gagna hjá dk
Skýið er gagnahýsing dk, sniðin að þörfum viðskiptavina okkar.
Notendur kerfisins tengjast þjónustunni í gegnum internetið og öll gagnavinnsla fer fram á öflugum miðlurum. Gott aðgengi að öllum forritum og gögnum sem viðskiptavinir þurfa að nota. dk viðskiptahugbúnaður, dk framtalskerfi, Office 365, dk Pos afgreiðslukerfi og önnur nauðsynlega forrit og skjöl eru aðgengileg hvar og hvenær sem er.
dk býður upp á þrjár gerðir tenginga inn á skýið. Hýsingaraðgangur I, II og III. Hýsingaraðgangur I er sá vinsælasti hjá hýsingarþjónustu dk.