Hýsing gagna hjá dk

Skýið er gagnahýsing dk, sniðin að þörfum viðskiptavina okkar.

Notendur kerfisins tengjast þjónustunni í gegnum internetið og öll gagnavinnsla fer fram á öflugum miðlurum.

Aðgangur I / Cloud Account

Aðgangur I er grunnaðgangur í skýið

Með því að notast við þessa aðgangstegund geta fyrirtæki vistað gögn á netþjónum dk og nálgast þau hvaðan sem er í heiminum með því að nota internetið. Aðgangurinn inniheldur leyfi til að tengjast dk skýinu og þeirri þjónustu sem því fylgir.

Þessi aðgangur er kjörinn fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi fjárhagsupplýsinga sinna án þess að þurfa að byggja upp eigin aðstöðu innanhús og fjárfesta í kostnaðarsömum miðlurum og öðrum tæknibúnaði. Þetta tryggir einnig að auðvelt er fyrir starfsfólk dk hugbúnaðar að þjónusta þær viðskiptalausnir frá dk hugbúnaði sem fyrirtækið er að keyra hvort svo sem það er dk Viðskiptahugbúnaður eða dk POS.

Kerfisleiguaðgangur I inniheldur:

 • Remote Desktop Access License. Microsoft fjarskjáborðsleyfi sem veitir þér heimild til að tengjast miðlurum.
 • ThinPrint Remote License. Leyfi sem gerir þér kleift að taka prentarana þína með í fjarskjáborðstengingar.
 • PSQL gagnagrunnsleyfi. Gagnagrunnsleyfi sem hugbúnaður þróaður af dk hugbúnaði ehf keyrir á.
 • Heimasvæði (H: drif. Miðlægt svæði þar sem þú getur vistað gögnin þín ásamt afritun á svæði)
 • dkDocument – Gerir þér kleift að skoða Word skjöl
 • dkSheet – Gerir þér kleift að skoða Excel skjöl
 • Foxit Reader – Gerir þér kleift að skoða PDF skjöl.

Fáanlegar viðbætur

 • Microsoft Office Standard
 • Microsoft Office 365
 • Nexus Personal
 • Google Chrome
 • Mozilla Firefox

Ítarefni