fbpx Skip to main content

iPos afgreiðslukerfið

Snjalltækja afgreiðslukerfi

dk iPos afgreiðslukerfið má nota eitt og sér eða sem viðbót við dkPos afgreiðslukerfið.

dk iPos afgreiðslukerfið vinnur sem sjálfstæð eining en er um leið hluti af viðskiptahugbúnaði okkar. Einfalt að samkeyra gögn, svo sem söluuppgjör, birgðauppfærslu og fleira.

Hægt er að nálgast allar vinnslur, uppflettingar og greiningar þar sem kerfið er beintengt við dk viðskiptahugbúnaðinn. Með því næst gríðarlegur vinnusparnaður. Kerfið hentar jafnt verslunum með einn eða fleiri afgreiðslukassa sem og stórum verslanaheildum.

dk iPos pantanakerfi

iPos pantanakerfi er öflugt pantanakerfi fyrir veitingastaði sem nýtist líka sem afgreiðslukerfi. Allar færslur skila sér yfir í aðrar afgreiðslueiningar eins og dk Posa afgreiðslukerfið.

dk iPos getur bæði verið pantanakerfi fyrir veitingastaði og líka sem fullgilt afgreiðslukerfi. Létt afgreiðslukerfi fyrir snjalltæki sem má breyta í pantanakerfi þegar þörf er á.

Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið. Einfaldar aðgerðir tryggja lágmarks afgreiðslutíma sem skilar sér í betri þjónustu.

Vélbúnaður og tæki fyrir iPos

iPos afgreiðslukerfið er einungis fyrir iOS tæki eins og iPhone og iPad. Kerfið er tengjanlegt við posa, prentara og peningaskúffu.

Þráðlaus tenging við posa & prentara eins og Verifone VX690 wifi posa. Önnur jaðartæki er hægt að tengja við eins og Bluetooth strikamerkjalesarar, wifi og bluetooth prentara frá Epson.

iPos afgreiðslukerfi

dk iPos sjálfsafgreiðslulausnir

Einfaldar móttöku viðskiptavina og greiðsluferli

Heilbrigðisþjónusta

Meðal nýjunga í sjálfsafgreiðslulausnum dk, er sjálfsafgreiðsla fyrir Sjúkraþjálfunar- og Kírópraktorstofur. Með sjálfsafgreiðslukerfi frá dk sparast mikill tími við skráningu og móttöku viðskiptavina. Allt greiðsluferlið er einfaldað til muna ásamt því að allar sölur flytjast beint yfir í fjárhagsbókhaldið. Þannig sparast mikill tími við söluuppgjör hvers dags.

iPos fyrir Kírópraktorstofur

Sjálfsafgreiðsla fyrir Kírópraktorstofur einfaldar móttöku viðskiptavina og greiðsluferli tengt þeim. Kerfið keyrir á iPad spjaldtölvum með tengingu við þráðlausa kortaposa.

iPos fyrir sjúkraþjálfun

Sjálfsafgreiðsla fyrir Sjúkraþjálfun keyrir á iPad spjaldtölvum og er með tengingu við Gagna vefkerfið frá hugbúnaðarfyrirtækinu Prógramm. Gagni er fyrir samskipti við Sjúkratryggingar Íslands og er líka bókunar- og skráningarkerfi sérhannað fyrir Sjúkraþjálfunarstofur.

iPos afgreiðslukerfi

Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis

Útlit að eigin vali

dk iPos er sveigjanlegt kassakerfi. Hægt er að stilla hnappa eftir óskum, bæta við og eyða eftir þörfum. Kerfið aðlagar sig að þvi hvort skjár er í Landscape eða Portrait stillingu.

Öryggi

Hver afgreiðsla er afrituð yfir í dkPos bakvinnslukerfið jafnóðum og hún er gerð.

Bakvinnslukerfi

Bakvinnslukerfið í dk iPos auðveldar verslunarstjórum umsjón með lager og innkaupum auk þess sem auðvelt er að halda utan um verðbreytingar og afslætti.

Sölugreining

Sölugreining er mikilvægur þáttur í rekstri verslana. Notendur dk iPos geta fengið skýrslur um sölu á vörum, vöruflokkum, kössum og afgreiðslumönnum. Einnig fylgja með ítarlegar skýrslur um birgðir og uppgjör.

Handtölvur

Auðvelt er að nota handtölvur með dk iPos afgreiðslukerfinu. Með því að nota handtölvu við vörutalningar, pantanagerð og vörumóttöku má lækka kostnað og spara tíma.

Sjá nánar:
dk handtölvulausn

Framtíðarlausn

dk iPos afgreiðslukerfið er framtíðarlausn sem byggir á nýjustu tækni og getur vaxið í takt við aukin umsvif í rekstri.

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

  Nafn ( þarf )

  Fyrirtæki

  Netfang ( þarf )

  Símanúmer

  Fyrirspurn þín ..

  Close Menu

  dk - Íslenskar viðskiptalausnir