Helstu kostir dk Vistunar og umhverfið

Kerfisleiga dk Vistunar veitir viðskiptavinum okkar aukið frelsi því nálgast má upplýsingar úr dk viðskiptahugbúnaðinum hvaðan sem er úr heiminum í gegnum internetið.

Einnig er einfalt að opna aðgang fyrir endurskoðanda eða bókhaldsstofu sé þess óskað.

dk Vistun sér um alla afritun gagna og annast uppfærslu hugbúnaðar.

Þetta tryggir aukið rekstraröryggi og gerir allan kostnað vegna tölvubúnaðar fyrirsjáanlegri. Þá hentar dk Vistun jafnt PC sem Mac notendum.