Helstu kostir dk skýsins og umhverfið

Skýið hjá dk veitir viðskiptavinum aukið frelsi því nálgast má upplýsingar úr dk viðskiptahugbúnaðinum hvaðan sem er úr heiminum í gegnum internetið.

Einfalt er að opna aðgang fyrir endurskoðanda eða bókhaldsþjónustu sé þess óskað. Sjá nánar um dk fyrir endurskoðendur og bókhaldstofur hér.

Hjá dk er hægt að fá sérsniðnar hýsingarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja. Þannig er hægt að búa til hýsingarumhverfi sem hagkvæmast er hverju sinni. Kerfisleiguaðgangur I er góð byrjun í skýinu hjá dk. Aðgangurinn inniheldur leyfi til að tengjast dk skýinu og þeirri þjónustu sem því fylgir.  Office 365 er einnig ein þeirra skýjalausna sem boðið er upp á, sjá nánar allt um Office 365.

Margvíslegar tengingar við dk skýið

Margvíslegar lausnir eru í boði til að tengja dk gögn við ytri kerfi. Bókhalds- og sölugögn má tengja við BI Vefgátt við stjórnendaupplýsingar. Birgða- og sölukerfi dk er hægt að tengja við vefverslanir fyrirtækja með dk Vefþjónustu, þannig næst tímasparnaður með aukinni sjálfvirkni vefverslunar. Á Lausnatorgi dk má sjá dæmi um aðila sem sérhæfa sig í uppsetningu og framsetningu á BI-Stjórnendaupplýsingakerfum ásamt fyrirtækjum sem sérhæfa sig í uppsetningu og tengingu vefverslana.

dk sér um alla afritun gagna og annast uppfærslu hugbúnaðar

Þetta tryggir aukið rekstraröryggi og gerir allan kostnað vegna tölvubúnaðar fyrirsjáanlegri. Skýjalausn dk hentar jafnt PC sem Mac notendum.

Smellið hér til að setja upp skýjalausn dk.

Vantar frekari upplýsingar um skýjalausnir dk?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

    Nafn ( þarf )

    Netfang ( þarf )

    Símanúmer

    Fyrirspurn þín ..