Beint í efni
dk hýsing

dk hýsingarþjónusta

dk býður upp á heildarlausn í hýsingarþjónustu. Notendur kerfisins tengjast þjónustunni gegnum netið, hvaðan sem er úr heiminum sem skapar tvímælalaust hagræði.

Hýsingarþjónusta dk hugbúnaðar hefur verið í boði allt frá árinu 2006. Yfir 30.000 fyrirtæki eru í hýsingu hjá dk hugbúnaði.

Í dag er hýsingarþjónusta dk hugbúnaðar ein sú stærsta á landinu.

dk hýsing

Öryggi gagna

Öryggi viðskiptavinarins er tryggt þannig að allur vélbúnaður dk sem og kerfissalur uppfyllir ströngustu kröfur og skilyrði.

Kröfur um gagnatengingar, varaaflsstöðvar, aðgangsstýringar, vírusvarnir, bruna- og vatnslekavarnir eru uppfylltar. Auk þess að vera undir stöðugu eftirliti fagmanna allan sólarhringinn.

dk sér um alla afritun gagna og annast uppfærslu hugbúnaðar sem tryggir aukið rekstraröryggi.  Því má segja að með notkun skýjalausna dk verði kostnaður vegna reksturs tölvubúnaðar fyrirsjáanlegur.

dk hýsing

Helstu kostir hýsingar

Skýið hjá dk veitir viðskiptavinum aukið frelsi þar sem nálgast má upplýsingar úr dk viðskiptahugbúnaðinum hvaðan sem er úr heiminum í gegnum vefinn.

Skýjalausn dk hentar jafnt PC sem Mac notendum.

dk hýsing

Kerfisleiguaðgangur

Hjá dk er hægt að fá sérsniðnar hýsingarlausnir fyrir allar stærðir fyrirtækja. Þannig er hægt að búa til hýsingarumhverfi sem hagkvæmast er hverju sinni.

Kerfisleiguaðgangur I er góð byrjun í skýinu hjá dk. Aðgangurinn inniheldur leyfi til að tengjast dk skýinu og þeirri þjónustu sem því fylgir

dk hýsing

Endurskoðendur og bókhaldsþjónusta

Einfalt er að opna aðgang fyrir endurskoðanda eða bókhaldsþjónustu að bókhaldsgögnum sem eru í hýsingarþjónustu hjá dk.

Sjá nánar um dk fyrir endurskoðendur og bókhaldstofur

dk hýsing

Office 365

Ein þeirra skýjalausna sem boðið er upp á er Office 365. Lausnin er ein af vinsælustu skýjalausnum í heiminum í dag.

dk býður upp á fjölbreytt úrval Office 365 lausna í hýsingarþjónustu.

dk hýsing

Vefþjónusta og lausnir

Með vefþjónustutengingu við dk viðskiptahugbúnað er hægt að sækja, uppfæra og stofna sölureikninga, sölupantanir, birgðastöðu, fjárhagsfærslur ásamt fleiru. Samkeyra þannig gögn við t.d. vefverslun eða bókunarkerfi.

Birgða- og sölukerfi dk er hægt að tengja við vefverslanir fyrirtækja með vefþjónustu. Þannig næst tímasparnaður með aukinni sjálfvirkni vefverslunar.

dk hýsing

Lausnatorg

Á Lausnatorgi dk má sjá dæmi um aðila sem sérhæfa sig í uppsetningu og framsetningu á BI-Stjórnendaupplýsingakerfum ásamt fyrirtækjum sem sérhæfa sig í uppsetningu og tengingu vefverslana.

Fjöldi þjónustufyrirtækja bjóða upp á tengingar við dk í gegnum dk vefþjónustu (API).