Meira en 4.500 fyrirtæki í skýinu hjá dk

Allt frá árinu 2006 hefur dk hugbúnaður boðið viðskiptavinum sínum upp á hýsingarþjónustu undir heitinu dkVistun. Í dag er hýsingarþjónusta dk hugbúnaðar ein sú stærsta á landinu. Nánari upplýsingar um hýsingarumhverfi dk hugbúnaðar má nálgast hér.

Þarftu að setja upp tengingu við skýið?

Leiðbeiningar

dk býður upp á heildarlausn í hýsingu forrita og gagna

Notendur kerfisins tengjast þjónustunni gegnum internetið, hvaðan sem er úr heiminum sem skapar tvímælalaust hagræði.  Öryggi viðskiptavinarins er tryggt þannig að allur vélbúnaður dk sem og kerfissalur uppfyllir ströngustu skilyrði um gagnatengingar, varaaflsstöðvar, aðgangsstýringar, vírusvarnir, bruna- og vatnslekavarnir, auk þess að vera undir stöðugu eftirliti fagmanna allan sólarhringinn.

dk sér um alla afritun gagna og annast uppfærslu hugbúnaðar sem tryggir aukið rekstraröryggi.  Því má segja að með notkun skýjalausna dk verði kostnaður vegna reksturs tölvubúnaðar fyrirsjáanlegur.

Vantar frekari upplýsingar um skýjalausnir dk?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

    Nafn ( þarf )

    Netfang ( þarf )

    Símanúmer

    Fyrirspurn þín ..