
Flest viðskipti í dag eiga sér stað með snertilausum greiðslumátum. Í ljósi aðstæðna er mikilvægt að huga að hreinlæti greiðsluposa. Á vef Verifone eru góðar leiðbeiningar varðandi þrif á greiðslubúnaði sem dk mælir með að fyrirtæki kynni sér: Hvernig á að hreinsa posa?
„Hreinsa á mildan hátt með hreinum og rökum klút til að fjarlægja óhreinindi, með microfiber klútum þar sem þær eru slitsterkar. Það er í lagi að nota 1-2 dropa af mildri sápu með. Vinsamlega ekki nota sterk efni.
Eftir hreinsun má sótthreinsa tæki með rökum sótthreinsiklút eða setja 70-90% sótthreinsiefni í hreina tusku og strjúka af tæki, ekki þarf að nudda fast. Það er í lagi að hreinsa skjái á sama hátt, passið að ýta ekki fast á skjáinn. “