Viðskiptahugbúnaður og lausnir
Kröfur ferðaþjónustunnar í dag eru skilvirkur hugbúnaður. Öflugt bókhalds- og sölukerfi sem heldur utan um nauðsynlegar upplýsingar ásamt tengingum við bókunarkerfi. Með dk vefþjónustu er möguleiki á tengingu við heimasíður ferðaþjónustuaðila og bókunarkerfi. Í dk viðskiptahugbúnaði er hægt að sækja gistiskýrslu sem skila þarf til Hagstofunnar. Möguleiki er á uppsetningu á Gistináttagjaldi ef þarf.
Allar kerfiseiningar
dk fyrir hótel, gistiheimili og veitingahús inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það hótelbókunarkerfi, veitinga- og afgreiðslukerfi.
Auðvelt í uppsetningu
Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun. Það kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum og uppsettum fyrirtækjaformum, m.a. fyrir hótel, gistiheimili, veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki. Hvert fyrirtækjaform inniheldur síðan tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Hótelbókunarkerfi
dk býður upp á hótelbókunarkerfi og tengingu við hótelbókunarkerfi. Einnig er boðið upp á tengingu við ferðaþjónustu bókunarkerfi og vefsíður.
Hægt að tengja Godo Property hótelkerfið, The Booking Factory, Bemar og Bókun.is við dk bókhalds- og sölukerfið.
Afgreiðslukerfi
dk býður upp á hraðvirkt afgreiðslukerfi fyrir hótel og ferðaþjónustu.
Veitingahúsalausnir og borðapöntunarkerfi fyrir spjaldtölvur.
Kerfið er algerlega samhæft dk svo allur innlestur á gögnum, afstemming og innsláttur vegna bókhalds er óþarfur. Þannig sparast mikill tími við notkun kerfisins og villuhætta minnkar.
dk Pos er mest notaða afgreiðslukerfið á Íslandi í dag.

Godo Property hótelkerfi
Godo er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur hannað og þróað lausnir fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi frá árinu 2012.
Hótelbókunarkerfið Godo Property er með innbyggðum rásastjóra ( e.channel manager ) sem tengir framboð gististaða beint við allar þær sölurásir sem þú vilt tengjast tengjast sbr. Booking.com, Airbnb, Expedia ofl. Godo býður upp á heildstæðar hótellausnir sem snerta á öllum sviðum gistirekstrar.
Godo Property vefþjónustutenging gerir þér kleift að senda bókaða reikninga frá hótelbókunarkerfinu yfir í DK fjárhagsbókhald. Þú getur sömuleiðis sótt allar upplýsingar vegna innskráðra gesta á herbergi inn í DK Pos afgreiðslukerfi og með auðveldum hætti sent vörur og þjónustu frá DK Pos afgreiðslu inn á herbergjabókun.
Booking Factory
Booking Factory eru hótellausnir sem samanstanda af hótelbókunarkerfi, channel manager, bókunarvél og býður einnig upp á vefsíðugerð.
Hótelbókunarkerfið er öflugt en einfalt með nútímalegu viðmóti, sjálfvirkni í samskiptum og greiðslum, aðstoðar þig með að minnka handavinnu og hámarka gestaupplifun.
Bókunarvél fylgir kerfinu en einnig er hægt bæta við fleiri sérsniðnum bókunarvélum. Með Channel Manager tengist kerfið við fjölda sölurása líkt og Booking.com, Expedia og AirBnB. Booking Factory býður upp á uppsetningu á vefsíðum sem hýstar eru hjá Amazon webservice.
Hvort sem þig vantar einfalda bókunarvél eða sérsniðna lausn þá getur þú leitað til Booking Factory.


Bemar bókunar- og húsumsjónarkerfi
Bemar er bókunar og húsumsjónarkerfi fyrir gististaði og afþreyingu. Kerfið er samtengjanlegt hinum ýmsu kerfum m.a. Booking, Expedia, Airbnb, dk bókhaldskerfi og Saltpay greiðslukerfi.
Skýjaþjónusta Bemar er heildarlausn fyrir gististaði með eða án vefsíðu og vefpósts.
Gististaðir geta valið heildarlausn hjá Bemar eða stakar þjónustur. Bókunar- og húsumsjónarkerfi ásamt samtengingum við söluaðila – Vefsíða og hýsing – Vefpóstur, Google Workspace fylgir með.
Lausnir fyrir ferðaþjónustu
Greiðslumátar, Tax-Free og vefþjónustur

Ferðaávísun
Tenging við gjafabréfalausn YAY. Einfaldar m.a. móttöku Ferðaávísunarinnar / Ferðagjöf í afgreiðslukerfum dk.
Sjá nánar:

Alipay
Tilbúnar tengingar við umboðsaðila Alipay á Íslandi.
Það flýtir fyrir afgreiðslu að hafa Alipay og WeChat pay tengingar við dk Pos afgreiðslukerfið.
Sjá nánar:

Tax Free
dk býður upp á tengingu við alla þjónustuaðila Tax-Free á Íslandi. Hægt að fá tengingu við Iceland Tax Free, Global Blue, Premiere Tax Free og Custom Cash í dk Pos afgreiðslukerfið.
Sjá nánar:

Bókunarkerfi
Hægt að tengja bókunarkerfi við dk með vefþjónustu. Tilbúnar tengingar m.a. við Bókun, Godo, Booking Factory og Bemar.
sjá nánar:
Nánari lýsing á virkni og notkun kerfis
Snjalltækjalausnir
dk iPos snjalltækjalausnin er einföld og hraðvirk viðbót við dkPos afgreiðslukerfið. Hægt er að taka pantanir í veitingasal sem prentast sjálfkrafa í eldhúsi. Ljúka má sölu í snjalltækjunum og beintengja við posa ef þarf.
Channel manager
Tímasparnaður, miðlæg stjórnun, minni kostnaður og aðgangur að helstu bókunarsíðum veraldar eru allt þættir sem fást með innbyggðum Channel Manager.
Bókunarhnappur
Með bókunarhnappi koma bókanir beint inn í Roomer PMS og eru strax sjáanlegar. Gestir geta bókað beint af heimasíðu hótels.
Bókunarstaðfesting
Hægt er að senda bókunarstaðfestingu á netfang viðskiptavinar þegar bókun er staðfest.
dk í áskrift
dk í áskrift er þægileg leið fyrir hótel og gistihús. Engar takmarkanir eru á færslufjölda. Mjög fljótlegt er að taka kerfið í notkun þar sem því fylgir fulluppsett fyrirtækjaform fyrir hótel og gistihús.
Hýsing
dk býður upp á kerfishýsingu fyrir viðskiptahugbúnað og tengd gögn.
Innifalið er hýsing á gögnum, sérsvæði, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur í fullkomnu tækniumhverfi.
Vantar frekari upplýsingar?
Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund