Viðskiptahugbúnaður fyrir hótel, gistiheimili, veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki
dk fyrir hótel, gistiheimili og veitingahús inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það hótelbókunarkerfi, veitinga- og afgreiðslukerfi.
Afar auðvelt er að taka kerfið í notkun. Það kemur nánast að segja full uppsett með leiðbeiningum og uppsettum fyrirtækjaformum (15 stykki), m.a. fyrir hótel, gistiheimili, veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki. Hvert fyrirtækjaform inniheldur síðan tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.
Í öllum kerfiseiningum dk eru að finna öflug greiningartól, hvort sem unnið er með fjárhag, félaga, viðskiptamenn, lánardrottna, sölu, birgðir, innkaup eða laun. Greiningarvinnslurnar virka frá upphafi og ekki er þörf á langri og erfiðri uppsetningarvinnu með tilheyrandi tilraunum og prófunum.