fbpx Skip to main content
 
 

Nýtt afgreiðslukerfi dk

Afgreiðslukerfi og posi í einu tæki

 

dk í áskrift

Hentar fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja.

1
1
Könnun meðal viðskiptavina dk framkvæmd af fyrirtækinu Prósent

Könnun meðal viðskiptavina dk

By dk hugbúnaður

Viðskiptavinum dk hugbúnaðar hefur verið send stutt þjónustukönnun. Könnunin er send á viðskiptavini sem og samstarfsaðila dk og er mikilvægur liður í því að bæta þjónustuna enn frekar. Könnunin er framkvæmd af fyrirtækinu Prósent og er gert ráð fyrir að hún standa yfir í tvær vikur.

Tækifæri fyrir báða aðila

Könnun sem þessi gefur dk nauðsynlega innsýn inní upplifun viðskiptavina af ýmsum þáttum þjónustunnar, svo sem gæðum, hraða, ánægju og virði þjónustunnar. Þjónustukönnunin gefur viðskiptavinum okkar einnig tækifæri til að koma á skoðun sinni á framfæri og almennri upplifun af samskiptum sínum við dk hugbúnað.

Við þökkum viðskiptavinum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna.

Spurningum varðandi þjónustukönnunina má beina til Hafsteins Róbertssonar, markaðsstjóra dk í netfangið hafsteinn (hjá) dk.is

dk Pos app afgreiðslukerfi

dk Pos App | Nýtt afgreiðslukerfi

By dk hugbúnaður

Afgreiðslukerfi og posi í einu tæki.

dk Pos App afgreiðslukerfið er ný lausn frá dk hugbúnaði fyrir Android stýrikerfi. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun og sparar mikinn tíma við afgreiðslu.

Handhægt og þráðlaust afgreiðslukerfi fyrir alla verslun og þjónustu. Kerfið er hluti af dk viðskiptahugbúnaði og þannig er einfalt að samkeyra mikilvæg gögn s.s. viðskiptamenn, birgðir, reikninga og uppgjör rafrænt á milli kerfa.

dk Pos App er hægt að fá fyrir nýjustu tegundir snjallposa eins og PAX A920 Pro posa frá Rapyd.

Á næstunni munum við bjóða upp á tengingu við aðrar gerðir snjallposa og önnur stýrikerfi eins og iOS frá Apple.

Sjá nánar…

Hugbúnaðarrisi kaupir Five Degrees

By dk hugbúnaður, Fréttir

Alþjóðleg samstæða hugbúnaðarfyrirtækja, sem á m.a. dk hugbúnað, hefur náð samkomulagi um kaup á íslenska-hollenska fyrirtækinu Five Degrees.

 

Hollenska fyrirtækið Topicus.com hefur náð samkomulagi um kaup á íslenska-hollenska hugbúnaðarfyrirtækinu Five Degrees, sem var stofnað af Birni Hólmþórssyni og Martijn Hohmann árið 2009. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Topicus er móðurfélag Total Specific Solutions (TSS) sem keypti DK hugbúnað árið 2020. Þá er Topicus hluti af kanadísku samstæðunni Constellation Software Inc. sem er skráð í kanadísku kauphöllina. Samstæðan hefur eignast yfir 500 hugbúnaðarfyrirtæki í gegnum tíðina sem eru mörg rekin áfram sem sjálfstæðar einingar.

Five Degrees þróar bakvinnslukerfi fyrir banka og önnur fjármálafyrirtæki og leggur áherslu á sjálfvirknivæðingu bankaferla og reikningakerfa. Fyrirtækið keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Libra árið 2018, sem hafði þróað lausnir á sviði lána- og verbréfaumsýslu.

„Five Degrees hefur vaxið hratt undanfarin ár en við teljumst þó vera meðalstórt fyrirtæki í þessum geira. Núna verðum við hluti af stórri einingu og getum þá notað okkar kerfi og íslenskt hugvit til þess að keppa við stóru aðilana á markaðnum. Við erum fara í úrvalsdeildina ef svo má segja,“ segir Björn í samtali við Viðskiptablaðið.

Hátt í hundrað manns starfa hjá Five Degrees á Íslandi, bæði í Kópavogi og á Akureyri, en bróðurparturinn af þróunarvinnu fyrirtækisins fer fram hér á landi. Five Degrees er einnig með skrifstofur í Amsterdam, Lissabon og Novi Sad.

Five Degrees á Íslandi aðskilin eining

Með viðskiptunum er stefnt að því að aðskilja Five Degrees á Íslandi frá alþjóðlegu starfsemi fyrirtækisins. Íslenska fyrirtækið verður rekið sem sjálfstæð eining innan samstæðunnar en alþjóðlega starfsemi Five Degrees mun renna inn í Topicus sem dótturfyrirtæki.

Björn segir að töluverð samlegðartækifæri séu fólgin í að alþjóðlegi hluti Five Degrees falli undir Topicus, sem sérhæfir sig í að miklu leyti í fjármálageiranum. Hann bendir jafnframt á að þetta fyrirkomulag hafi í för með sér að ekki verði stór breyting á starfsemi félagsins hér á landi og ætti því ekki að hafa mikil áhrif á íslenska viðskiptavini.

„Topicus og Constellation eru þekkt fyrir að kaupa hugbúnaðarfyrirtæki, líkt og dk hugbúnað, og leyfa þeim að halda áfram á sinni vegferð og gera það sem þau vilja undir ákveðnum viðmiðum. Jafnframt geta þau leitað til samstæðunnar ef þörf er á auknu fjármagni. Annars eiga þau bara sitt eigið líf.“

Hjálpar Five Degrees með stærri kúnna

Viðræður Five Degrees og Topicus hafa staðið yfir í nokkra mánuði að sögn Björns. Hann segir að viðskiptin geti m.a. aðstoðað Five Degrees þegar kemur að stærri kúnnum. Yfir 40 bankar, þar á meðal kanadíska bankasamstæðan TD Bank Group, belgíski bankinn Argenta og hollenski bankinn ABN Amro, styðja sig við bakvinnslukerfi fyrirtækisins.

„Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu því það hefur reynst erfitt í sumum tilfellum að fá stærri kúnna til að leyfa okkur taka meiri ábyrgð hjá sér. Það er mjög erfitt að vera með lítinn efnahagsreikning og stóra viðskiptavini. Þetta hjálpar okkur heilmikið hvað það varðar.“

Sjá greinina í heild sinni hér

Grein í Viðskiptablaðinu.
Birt: 13. apríl 2023. 

Bryndís Kolbrún ráðin árangursstjóri

By dk hugbúnaður, Fréttir

Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir hefur tekið við starfi stjórnanda viðskiptatengsla bókhalds- og endurskoðendaskrifstofa, Customer Success Manager (CSM), hjá dk hugbúnaði en staðan er ný hjá fyrirtækinu.

Hún mun bera ábyrgð á að þróa jákvæða upplifun viðskiptavina og standa vörð um samband dk hugbúnaðar við bókhalds- og endurskoðendaskrifstofur. Bryndís mun vinna náið með sviðsstjóra þjónustu og ráðgjafadeildar og sjá um að tryggja velgengni viðskiptavina með árangursdrifnum viðskiptatengslum.

Bryndís hefur viðamikla þekkingu af þjónustu og ráðgjöf víðs vegar að. Hún hóf störf hjá fyrirtækinu í ágúst á síðasta ári. Bryndís er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst ásamt kennsluréttindum. Áður en Bryndís kom til liðs við dk starfaði hún við kennslu og umsjón á unglingastigi í 6 ár en einnig hefur hún reynslu af vinnu á bókhaldsstofum, þjónustu og við verkefnastjórnun.

,,Ég er gífurlega spennt að takast á við ný verkefni og kynnast viðskiptavinum okkar betur. Ég hlakka til að vera í beinu sambandi við bókhalds- og endurskoðendaskrifstofur sem er okkar stærsti viðskiptavinahópur.”

,,Ég hlakka mikið til að nýta mína reynslu og þekkingu í að móta þetta nýja hlutverk á þeirri vegferð sem framundan er hjá fyrirtækinu.” segir Bryndís.

Kristín Þorgeirsdóttir, sviðsstjóri ráðgjafar og þjónustu dk: „Þessi breyting er partur af stærri heild breytinga sem munu verða hjá okkur á næstunni til að bæta þjónustustigið. Viðskiptavinir okkar, sem eru í dag yfir 7000 fyrirtæki, munu vonandi finna breytingu til góða á næstu vikum og mánuðum.

Bryndís er með frábæra reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í þessu nýja hlutverki. Hún er skipulögð og einstaklega þjónustulunduð. Frá upphafi vega hefur dk átt í miklu og góðu samstarfi við bókhalds- og endurskoðendaskrifstofur. Með skilgreindu starfi viðskiptatengsla við bókhalds- og endurskoðendaskrifstofa sjáum við fram á að geta veitt bókhalds- og endurskoðendaskrifstofum upplýsingar og þjónustu við hæfi sem stuðlar að heilbrigðu viðskiptaumhverfi fyrir alla.“

dk hugbúnaður hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í aldarfjórðung. Alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og er leiðandi á sínu sviði fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Fyrirtæki sem nota dk viðskiptahugbúnaðinn eru úr flestum atvinnugreinum og eru nú um sjö þúsund talsins og fjölgar jafnt og þétt. Hjá dk hugbúnaði starfa rúmlega 60 manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.

Margrét ráðin sviðsstjóri

By dk hugbúnaður, Fréttir

Margrét Sveinbjörnsdóttir hefur tekið við sem sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs hjá dk hugbúnaði.

Margrét hefur viðamikla þekkingu á viðskiptalausnum, þjónustu, ráðgjöf og sölu. Hún hefur unnið þvert á fyrirtækið þar sem áherslan er ávallt að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti. Hún hóf fyrst störf hjá dk hugbúnaði árið 2002 til ársins 2003 og hefur starfað samfleitt hjá félaginu frá árinu 2007. Fyrst sem ráðgjafi á þjónustusviði og síðar sem viðskiptaþróunarstjóri  áður en hún tók við sem sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs.  Margrét hefur lokið B.Sc. námi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

“Fyrirtækið hefur gengið í gegnum þó nokkrar breytingar síðustu misseri og framundan eru stór og spennandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við með starfsmönnum fyrirtækisins. Nú í ár fagnar dk hugbúnaður 25 ára afmæli sínu og munum við fagna þeim tímamótum með starfsmönnum og viðskiptavinum. Ég hlakka mikið til að nýta mína reynslu og þekkingu á þeirri vegferð sem framundan er hjá fyrirtækinu, Framtíðin er björt og mikil tækifæri fyrir viðskiptavini dk að nýta lausnir okkar til að takast á við áskoranirnar sem við stöndum öll frammi fyrir í stafrænum veruleika.” segir Margrét.

Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk: „Margrét er með frábæra reynslu og þekkingu sem ég er ekki í nokkrum vafa um að eigi eftir að styrkja okkur enn frekar í þeim verkefnum sem framundan eru. Hún er öflugur og kraftmikill leiðtogi og reynsla hennar nýtist vel.“

dk hugbúnaður hefur selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins í aldarfjórðung. Alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og er leiðandi á sínu sviði fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Fyrirtæki sem nota dk viðskiptahugbúnaðinn eru úr flestum atvinnugreinum og eru nú um sjö þúsund talsins og fjölgar jafnt og þétt. Hjá dk hugbúnaði starfa rúmlega 60 manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.

dk hugbúnaður 25 ára

By dk hugbúnaður, Fréttir

Fyrirtæki sem nota dk viðskiptahugbúnaðinn hérlendis eru um sjö þúsund talsins og koma úr flestum atvinnugreinum. dk hugbúnaður býður upp á heildarlausn í hýsingarþjónustu og vöruframboð fyrirtækisins inniheldur fjölbreyttar lausnir þar sem mikil áhersla er lögð á meiri sjálfvirkni í kerfinu og rafræn samskipti.

Dk hugbúnaður fagnar 25 ára afmæli nú í ár og er með ýmislegt í farvatninu til að fagna þeim tímamótum. Undanfarinn aldarfjórðung hefur dk selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins en um er að ræða alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. dk hugbúnaður er leiðandi á sviði viðskiptahugbúnaðar fyrir minni og meðalstór fyrirtæki að sögn Margrétar Sveinbjörnsdóttur, sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs dk.

„Fyrirtæki sem nota dk viðskiptahugbúnaðinn eru úr flestum atvinnugreinum og eru nú um sjö þúsund talsins og fjölgar jafnt og þétt. Það er mjög auðvelt að taka kerfið í notkun og það kemur nánast að fullu uppsett með leiðbeiningum. Með kerfinu fylgja uppsett fyrirtækjaform en hvert fyrirtækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfi, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.“

Vöruframboð dk hugbúnaðar inniheldur meðal annars bókhaldskerfi, framleiðslukerfi, innkaupa- og birgðakerfi, afgreiðslukerfi fyrir verslanir og veitingahús, launakerfi, stimpilklukkukerfi, verkbókhaldskerfi, vefþjónustur, félaga-, styrkja- og sjóðaumsýslukerfi og skattframtalskerfi. „Auk þess má nefna dk One sem eru léttar lausnir sem má sækja í App Store og Google Play, svo sem sölukerfi, verkskráningarkerfi, samþykktarkerfi, kostnaðarskráningu og greiningarkerfi/mælaborð.“

Öflug hýsingardeild veitir viðskiptavinum öryggi

Margrét segir dk bjóða upp á heildarlausn í hýsingarþjónustu. Fyrirtækið rekur stóra og mikla skýjaþjónustu undir nafninu dk Vistun og er leiðandi á því sviði. „Rúmlega sex þúsund viðskiptavinir nýta sér hýsingu og skýjalausnir dk fyrir rétt rúmlega 30 þúsund fyrirtæki. Þessi þjónusta hefur vaxið mjög mikið síðan árið 2007 þegar hýsingarþjónustan var stofnuð.“

Hún segir öryggi viðskiptavina vel tryggt og að allur vélbúnaður dk sem og kerfissalur uppfylli ströngustu kröfur um gagnatengingar, varaaflsstöðvar, aðgangsstýringar og vírusvarnir auk þess sem bruna- og vatnslekavarnir séu uppfylltar og er sólarhringsvakt á kerfunum. „dk sér um alla afritun gagna og uppfærslu hugbúnaðar sem tryggir aukið rekstraröryggi fyrir fyrirtæki. Auk þess veitir skýið hjá dk viðskiptavinum aukið frelsi því þeir geta nálgast upplýsingar sínar úr dk viðskiptahugbúnaðinum hvaðan sem er úr heiminum sem skapar tvímælalaust hagræði. Skýjalausn dk hentar jafnt PC- sem Mac-notendum.“

Spennandi nýjungar

dk One smáforritið hefur verið vinsæl lausn og er ætlað fyrir þá notendur sem eru mikið á ferðinni og vilja geta nýtt nýjustu tækni. dk One er bæði veflausn og smáforrit en smáforritin eru fáanleg í App Store fyrir Apple-tæki og Google Play fyrir Android-tæki. „Með dk One smáforritinu er hægt að nýta nýjustu tækni til að einfalda vinnu við bókhald, sölu, samþykktir reikninga, kostnaðarskráningu, verkbókhaldsskráningu og skýrslugerð.“

Á haustmánuðum kom uppfærsla á dk One. „Þá komu inn tvær nýjungar sem tengjast lánardrottnakerfinu. Önnur þeirra er dk One samþykktir, sem er einföld leið til að samþykkja reikninga og hin er dk One kostnaður sem er þægileg leið til kostnaðarskráningar.“

Með dk One samþykktum er hægt að samþykkja reikninga sem hafa verið settir inn í samþykktarkerfi dk viðskiptahugbúnaðar. „Þannig sparast mikill tími við skráningu og utanumhald reikninga. Með dk One kostnaði er hægt að taka myndir af fylgiskjölum og senda beint í bókhaldið. Einnig er hægt að hlaða inn öðrum skjölum og skrá inn sem reikning.“

Kerfið er einföld og fljótleg leið fyrir kostnaðarskráningu í bókhaldskerfi að sögn Margrétar. „Skjölin færast beint inn í dk bókhaldskerfið sem færir allt á rétta lykla. Þannig sparast mikill tími við bókun á reikningum. Reikningurinn kemur strax í bókhaldið og hægt er að skila inn frumriti reiknings eftir þörfum.“

Einfaldar vinnu við jafnlaunavottun

Jafnlaunagreining er dæmi um nýlega viðbót hjá dk hugbúnaði, þar með talinn innlestur grunngagna frá notendum vegna jafnlaunagreiningar. „Þessi gögn eru síðan unnin saman við launagögn og reiknaðir út ýmsir þættir sem tengjast jafnlaunagreiningu, til dæmis stig fyrir persónubundna þætti og einstök störf.“ Einnig er reiknaður út launamunur kynja út frá þeim forsendum sem eru gefnar. „Upplýsingarnar eru síðan hluti af þeim gögnum sem þarf að skila til að öðlast jafnlaunavottun sem veitt er af þar til bærum aðilum.“

Að sögn Margrétar einfaldar kerfið alla vinnu við jafnlaunavottun og sparar fyrirtækjum dýrmætan tíma sem fer í þessa vinnu sem er alla jafna mjög tímafrek. „Kerfið er því mikið hagræði fyrir fyrirtæki og ávinningurinn mikill fyrir viðskiptavini dk að nýta sér jafnlaunagreininguna og fá aðstoð í ferlinu frá ráðgjöfum okkar.“

Nýlega hefur innbyggða hjálpin í kerfinu verið endurskrifuð og fleiri hjálpargluggum (Wizard) hefur verið bætt við kerfið. „Nú er einnig möguleiki á að lesa rafræn fylgiskjöl í töflu í stað þess að vera með þau á gagnadrifi.“

 


 

Samfélagsleg ábyrgð

dk hugbúnaður hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og er fyrirtækið meðvitað um samfélagslega ábyrgð sína gagnvart fólki og umhverfinu. „Megináhersla dk er á stafræn viðskipti og tækni þar sem fyrirtækið getur haft jákvæð áhrif og stuðlað að góðum lausnum fyrir viðskiptavini sína. Nýlega þróaði dk lausn með Endurvinnslunni þar sem í stað kortafgreiðslukassa er viðskiptavinum boðið að sækja app og fá skilagjaldið greitt í gegnum símann. Á talningarmiðanum er QR-kóði sem er skannaður og skilagjaldið er millifært inn á reikning.“

Mikil hagræðing með aukinni sjálfvirkni

Með rafrænum reikningum skila upplýsingar sér hratt á milli kerfa og villuhætta minnkar auk þess sem fjárstreymi verður skilvirkara í alla staði. „Meðhöndlun rafrænna reikninga tekur að meðaltali þrjá daga á meðan meðhöndlun pappírsreikninga tekur að meðaltali 15 daga og er því um 80 prósenta hagræðingu að ræða. Það gefur augaleið hversu mikill ávinningur þetta er fyrir umhverfið og kolefnissporið.“

Hún segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á meiri sjálfvirkni í kerfinu og rafræn samskipti inn og út úr því. „Þar koma smáforritin og veflausnir sterkar inn og það má segja að þær lausnir séu framlenging á bókhaldskerfið. Þessar lausnir eru mikil hagræðing í rekstri og starfsemi fyrirtækja og starfsmenn dk veita aðstoð við úttekt á þörfum fyrirtækja og ráðleggja meðal annars við rafræn viðskipti, tæknilausnir og jafnlaunagreiningu. Fyrirtækið er gagnadrifið og aðstoðar viðskiptavini með snjöllum tæknilausnum að takast á við gagnadrifnari og sjálfbærari framtíð.

Samstarf við Promennt

Við höfum átt í árangursríku samstarfi við Promennt sem er að eflast.“ dk hefur um árabil haldið námskeið þar sem starfsmenn dk kenna viðskiptavinum á kerfið. Staðnámskeiðin hafa hingað til verið haldin í húsakynnum dk hugbúnaðar í Turninum í Kópavogi ásamt því að úrval námskeiða í fjarkennslu er í boði rafrænt. „Nú í byrjun árs hóf dk samstarf við Promennt svo að staðnámskeiðin verða framvegis haldin í kennslustofum Promennt í Skeifunni 11b. Kennarar námskeiðanna verða líkt og áður starfsmenn dk hugbúnaðar en allt utanumhald og skipulag er nú í höndum Promennt sem býður upp á fyrsta flokks aðstöðu og aðbúnað til kennslunnar. Fyrstu námskeiðin hafa nú þegar verið haldin og fer skráning fram á heimasíðu Promennt.“

 

Sjá greinina í heild sinni hér

Grein úr kynningarblaði Fréttablaðsins – Endurskoðun og bókhald.
Birt 7. febrúar 2023. 

Samstarf dk og Promennt

By dk hugbúnaður, Fréttir

dk hugbúnaður í samstarfi við Promennt.

Námskeiðin okkar sem hingað til hafa verið haldin í höfuðstöðvum dk hugbúnaðar í Turninum á Smáratorgi verða framvegis haldin hjá Promennt í Skeifunni.

Kennarar námskeiðanna verða líkt og áður starfsmennn dk hugbúnaðar en allt utanumhald, skráning og skipulag er nú í höndum Promennt.

Promennt er staðsett miðsvæðis, í Skeifunni 11b, með gott aðgengi og næg bílastæði og býður upp á fyrsta flokks aðstöðu og aðbúnað til kennslunnar.

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Promennt.

Skoðið nánar úrval námskeiða hér

 

Verðbreytingar um áramót

By dk hugbúnaður, Fréttir

Fyrirhugaðar eru verðhækkanir hjá dk hugbúnaði frá og með 1. janúar 2023. Verðhækkunin er til komin vegna aukins kostnaðar, hækkunar þjónustu frá birgjum, vísitöluhækkun og fleiri þátta.

Við hjá dk höfum eftir bestu getu reynt að halda verðhækkunum í lágmarki og hefur verð flestra vara og þjónustuliða ekki hækkað í töluverðan tíma. Vegna framangreindra kostnaðarhækkana neyðumst við til að bregðast við og er meðalhækkun á vörum og þjónustu á bilinu 10 – 15%.

Hægt er að nálgast útgefna reikninga og hreyfingalista inni á mínum síðum á dk.is.

Ef spurningar vakna hafið samband við okkur á sala@dk.is.

 

Áramótavinnslur í dk

Áramót með dk

By dk hugbúnaður

Að hverju þarf að huga í dk um áramót?

Áramótavinnslur

Stutt myndbönd

Hér er búið að taka saman stutt myndbönd sem sýna helstu atriðin sem gæti þurft að gera í kerfinu um áramót. Þessar vinnslur eru oftast kallaðar áramótavinnslur.

  • Stofna bókhaldstímabil
  • Talningar
  • Framkvæmd launa- og verktakamiða
  • Afstemmingar skuldalista við fjárhag
  • Margt fleira

Notendafræðsla

NOTENDAFRÆÐSLA eru stutt, hnitmiðuð námskeið sem eiga að sýna notanda ákveðna virkni á fljótlegan hátt.

Þessi og fleiri myndbönd eru aðgengileg á vefsíðunni okkar undir Þjónusta – Leiðbeiningar & hjálparefni.

Birgðir | Vörutalning 3:58

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig talning er gerð í birgðakerfi dk

Birgðir | Núlltalning 2:43

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig núlltalning er gerð í birgðakerfi dk

Launakerfi dk | Launamiðar 2:48

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig launamiðar eru gerðir í launakerfinu og sendir rafrænt til RSK

Launakerfi dk | Nýtt launaár og staðgreiðsluforsendur 1:52

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig nýtt launaár og staðgreiðsluforsendur eru stofnaðar.

dk | Verktakamiðar í fjárhag 4:00

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig verktakamiðar eru gerðir í fjárhagskerfi dk

dk | Afstemming skuldalista við aðalbók 2:58

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig skuldalistar í lánardrottnum og skuldunautum eru afstemmdir við aðalbók í fjárhag

dk | Áramótasaldólyklar 2:46

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig áramótasaldólyklar eru stilltir á bókhaldslyklum í dk

dk | Opnunarstöður 1:59

Í þessu myndbandi er farið yfir opnunarstöður í dk

dk | Stofna bókhaldstímabil 0:53

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig nýtt bókhaldstímabil er stofnað í dk

dk | Sjálfgefið bókhaldstímabil 0:44

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig sett er á sjálfgefið bókhaldstímabil í dk

dk | Loka bókhaldstímabili 0:56

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig hægt er að loka bókhaldstímabili í dk

Lánardrottnar dk | Verktakamiðar 2:57

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig verktakamiðar eru gerðir í lánardrottnakerfi dk

dk | Núllstilla fylgiskjalanúmer 3:11

Í þessu myndbandi er farið yfir hvernig hægt er að núllstilla fylgiskjalanúmer í dk

Skrifað af:

Ólöf Harpa Halldórsdóttir,
sérfræðingur viðskiptalausna dk

Áramótavinnslur 2022

Áramótavinnslur 2022 – námskeið

By dk hugbúnaður

Áramótavinnslur 2022

Föstudaginn 16. desember næstkomandi verður boðið upp á staðarnámskeið í áramótavinnslum hjá dk hugbúnaði.

Hægt verður að skrá sig annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi.

Föstudaginn 16. desember kl: 9-12

Föstudaginn 16. desember kl: 13-16

Mánudaginn 19. desember kl: 10-12 – Zoom námskeið

Námskeið í áramótavinnslum er í þeim aðgerðum sem flest fyrirtæki þurfa að framkvæma um áramót.

Kennarar verða Ólöf Harpa Halldórsdóttir og Magnús Axel Hansen.

Farið verður í:

  • Lokun reikningsárs
  • Flutning opnunar á nýtt ár
  • Afstemmingar safnlykla við undirkerfi
  • Afstemmingar/jafnanir á lánardrottnum og skuldunautum
  • Virðisaukaskattsuppgjör
  • Gengisleiðréttingar
  • Birgðatalningar
  • Launamiða
  • Fylgiskjalasmiður

Jafnframt verða skoðuð ýmis greiningartól, svo sem fjárhagsgreining og fjárhagsáætlanir til að auðvelda uppgjörsvinnu.

Einnig kynning á nýjungum svo sem:

  • Jafnlaunagreining
  • dk One léttlausnir
  • Skýrslur í launakerfi
  • Sending á rafrænum reikningum.
  • Mínar síður

Markmiðið með námskeiðinu er að auðvelda þátttakendum áramótavinnslurnar og kynna helstu tól sem dk býður upp á til þess.

Skráning á námskeið á vef dk eða með því að senda póst á kennsla@dk.is

Verð kr. 25.000

Windows 11

dk Framtal og Windows 11

By dk hugbúnaður

Vandamál með Windows 11 og dk Framtal

Í ljós hefur komið hnökrar á milli dk framtalskerfis og stýrikerfisins Windows 11.  Unnið er að lagfæringu en eins og staðan er í dag er erfitt að átta sig á umfanginu.

Við vonumst til að uppfærsla verði tilbúin fljótlega.

Á meðan óskum eftir því að þeir aðilar sem vinna með dk framtalskerfið bíði með að uppfæra í Windows 11 útgáfu, framyfir áramót ef möguleiki er.

Framtalsútgáfa fyrir árið 2023 verður tilbúin í byrjun janúar eins og undanfarin ár.

Framtalsvefur dk hugbúnaðar

Þjónustudeild dk hugbúnaðar.

Auðkenni

Rafræna skilríki – breyting hjá Auðkenni

By dk hugbúnaður

Auðkenni hefur nú breytt öryggisstaðli fyrir rafræn skilríki.

Við notkun á þeim þarf nú að nota nýtt forrit sem heitir Smart ID.

Upplýsingar varðandi notkun og uppsetningu má sjá á vef Auðkennis:

https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/smart-id/

Uppsetning er gerð á tölvu notanda í þessum skrefum:

  • Loka dk viðskiptahugbúnaði, öðrum hugbúnaði og tenginu við hýsingu dk.
  • Taka kort úr kortalesara.
  • Setja upp Smart ID forritið Smart ID útgáfa 1.8.4 (Virkar bara á Windows, ekki Mac eða Linux).
  • Setja upp SafeNet-Minidriver-x64-10.8-R6 (Virkar bara á Windows, MAC Væntanlegt, ekki Linux).
  • Setja kort aftur í kortalesara.
  • Tengjast með DK Vistun og velja nýja skilríki undir Almennt, rafrænt skilríki
SMART-ID
dk hugbúnaður nýr opnunartími

Nýr opnunartími

By dk hugbúnaður

Frá og með 14. nóvember verður opnunartími dk hugbúnaðar frá 9 – 16 alla virka daga.

Utan hefðbundins opnunartíma er best að senda þjónustubeiðni á hjalp@dk.is.

Ef málefnið er aðkallandi er bakvaktin opin allan sólarhringinn utan hefðbundins opnunartíma.

Hulda Guðmundsdóttir

Hulda ráðin framkvæmdastjóri

By dk hugbúnaður

Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. Hún gegndi áður stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá fyrirtækinu.

Hulda er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hulda er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni. Hún er einnig félagskona í FKA.

Hulda tekur við af Dagbjarti Pálssyni sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðustu árin.

Sjá nánar á Viðskiptablaðinu

dk er Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Framúrskarandi fyrirtæki 2022

By dk hugbúnaður

dk hugbúnaður er Framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt lista Creditinfo 2022.

Einungis 2% fyrirtækja á Íslandi komast á lista CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og því er starfsfólk dk hugbúnaðar afar stolt að hafa náð þessum áfanga.

Creditinfo vinnur greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.

dk hugbúnaður hefur fengið þessa viðurkenningu frá árinu 2017 sem er mikil viðurkenning á góðum rekstri fyrirtækisins.

jafnvægisvogin 2022

Jafnvægisvogin 2022

By dk hugbúnaður

dk hlaut Gullmerki Jafnvægisvogarinnar 2022

dk er þar í hópi fimmtíu og níu fyrirtækja, sex sveitarfélaga og ellefu opinberra aðila. Þau sem hljóta viðurkenningu eru þau félög sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í stjórnunarstöðum.

Við hjá dk hugbúnaði erum stolt af okkar starfsmönnum fyrir að hafa hlotið viðurkenningu í jafnvægisvogarinnar í ár sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu.

Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 23 á milli ára.

Sjá nánar á vef félags kvenna í atvinnurekstri

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022

Fyrirmyndarfyrirtæki 2022

By dk hugbúnaður

dk er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022

dk hugbúnaður er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins  og Keldunnar.

Einungis 2,3 % íslenskra fyrirtækja komust á listann árið 2022.

Til þess að komast á listann, þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir.

Starfsmenn dk hugbúnaðar eru afar stoltir af þessum góða árangri og þeim heiðri að vera á lista Viðskiptablaðsins  og Keldunnar.

Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins

Vinnustofur dk

Vinnustofur hjá dk

By dk hugbúnaður

Vinnustofur hjá dk

Haustið 2022 býður dk upp á nýjung sem kallast vinnustofur. Þær eru viðbót við námskeiðsframboðið okkar og boðið verður upp á þær mánaðarlega.

Vinnustofur eru ætlaðar bókurum og þeim sem eru lengra komnir. Efnið sem farið er yfir er afmarkað og ætlast er til að þátttakendur hafi uppsettar þær kerfiseiningar sem farið er yfir.

Vinnustofan er einstaklingsmiðuð og er unnið með raungögn, þ.e.a.s. þátttakendur koma með sínar eigin tölvur og vinna í sínum gögnum.

Sérfræðingar í þjónustudeild dk sjá um kennsluna, og áhersla er lögð á nýjungar og praktíska nálgun á því hvernig best er að vinna með dk.

Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna hér

Almennt um námskeið hjá dk og stundaskrá er hægt að finna hér

 

 

dk One veflausn og app

dk One uppfærsla

By Fréttir

Í byrjun ágúst kom uppfærsla á dk One smáforritið frá dk.

Í uppfærslunni komu inn nýjungar og lagfæringar.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er dk One smáforrit, veflausn og app. Einskonar framlenging á kerfiseiningum í dk viðskiptahugbúnaði.

Kerfið er ætlað þeim notendum sem eru mikið á ferðinni og vilja geta nýtt nýjustu tækni.

Tvær nýjungar sem tengjast lánardrottnakerfinu komu nýjar inn í uppfærslunni:

  • dk One samþykktir – einföld leið til að samþykkja reikninga
  • dk One kostnaður – einföld leið til kostnaðarskráningar

Þær kerfiseiningar sem voru uppfærðar og lagfærðar í uppfærslunni:

  • dk One Sala – sölupantanir og sölureikningar
  • dk One Verk – verkskráning
  • dk One Mælaborð – aðgangur að stjórnendaupplýsingum

Áfram verður haldið í þróun og lagfæringum á dk One kerfinu. Frekari uppfærslur og nýjungar munu bætast við kerfið á næstu misserum, svo endilega fylgist með.

Sjá nánar um dk One

Mínar síður hjá dk

Mínar síður hjá dk

By dk hugbúnaður

Mínar síður hjá dk

Innri vefur viðskiptavina

Nú höfum við hjá dk sett í loftið Mínar síður. Mínar síður eru innri vefur viðskiptavina dk.

Vefurinn gerir viðskiptavinum dk kleift að skoða og nálgast gögn sem þeim tengjast.

  • Reikninga
  • Hreyfingar
  • Samningar

Til þess að nota Mínar síður hjá dk, þarf að senda þjónustubeiðni á hjalp@dk.is  – taka þarf fram kennitölu fyrirtækis og netfang þess aðila sem á að hafa aðgengi að Mínum síðum.

Það felst mikið hagræði í því fyrir viðskiptavini að geta sjálfir nálgast gögnin sín þegar þeim hentar.

Þetta er fyrsta skrefið í því að opna skrifstofuna okkar 24/7 viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.

Við erum að þróa Mínar síður og horfum þar sérstaklega til bættrar þjónustu á netinu, þægilegrar notkunar í farsímum og að Mínar síður sé notendavæn lausn sem einfaldar aðgengi viðskiptavina að mikilvægum gögnum.

Til að fá aðgengi að Mínum síðum, er best að senda þjónustubeiðni á hjalp@dk.is eða með því að senda beiðni hér.

Sjá mínar síður https://minar.dk.is/

Mínar síður fyrir þína viðskiptavini

Vilt þú setja upp Mínar síður fyrir þína viðskiptavini?

Fyrirtæki sem eru í viðskiptum við dk, geta fengið aðgengi að Mínum síðum fyrir sína viðskiptavini.

Þannig geta þínir viðskiptavinir m.a. fengið aðgengi að:

  • Reikningum (skoða, prenta og vista)
  • Hreyfingum (skoða, prenta og vista)
  • Skjölum / Samningum (skoða, prenta og vista)

Fyrirtæki geta sérsniðið Mínar síður

  • Tungumál
  • Sett inn Logo
  • Litaþema

Fyrirtæki þurfa að vera með dk Plús þjónustu uppsetta til að geta skráð sig inn á Mínar síður og veitt viðskiptavinum sínum aðgengi að þjónustu.

Dæmi um fyrirtæki sem nýta sér þessa þjónustu fyrir sína viðskiptavini eru Málning hf.

Verið í sambandi við söludeild dk hugbúnaðar varðandi uppsetningu og kostnað fyrir Mínar síður fyrir þína viðskiptavini.

Senda þjónustubeiðni

Minar síður view
65
Awards Won
268
Completed Designs
37
GitHub Repo's
439
Cups of Coffee
Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir