fbpx Skip to main content

Hollenskt fyrirtæki kaupir dk hugbúnað

By desember 3, 2020dk hugbúnaður

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions (TSS) hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu dk hugbúnaði ehf. Félagið verður áfram rekið sem sjálfstæð eining á Íslandi.

„TSS er hluti af Constellation Software Inc. sem skráð er í kanadísku kauphöllinni. dk hugbúnaður er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki sem er leiðandi í sölu og þróun viðskiptahugbúnaðar hér á landi, með yfir 5.000 viðskiptavini og tæplega tveggja milljarða króna veltu á ári.“ Arion banki hafði umsjón með söluferlinu.

„Þegar við lítum um öxl á þessum tímamótum erum við, stofnendur dk hugbúnaðar, afskaplega stoltir af þeim árangri sem náðst hefur. Nú er að hefjast nýr og spennandi kafli í sögu félagsins og við hlökkum mikið til að vinna með TSS að áframhaldandi uppbyggingu og öflugri þjónustu við viðskiptavini okkar hér á landi,“ segir Dagbjartur Pálsson, forstjóri dk hugbúnaðar.

sjá nánar á vb.is

Mynd: Haraldur Guðjónsson

 

Close Menu

dk - Íslenskar viðskiptalausnir