Heildsala & dreifing

dk Viðskiptahugbúnaður er fullkomin lausn fyrir heildsala og dreifingaraðila.

Í dag eru fjölmargar heildsölur og dreifingaraðilar á Íslandi að nota kerfið og þá er stór hluti viðskiptavina okkar í Bretlandi dreifingaraðilar.

Kerfið er virkilega öflugt á þessu sviði þar sem birgðakerfið getur haldið utan um mikinn fjölda vörunúmera og auðvelt er að stjórna söluferlinu frá gerð tilboða til sölureikninga í sölukerfinu. Innkaupakerfið býður upp á og styður marga mismunandi verkferla og skjótt og skilvirkt gagnaflæði þýðir að kerfið virkar í hinum erilsömustu aðstæðum.

Þá hefur dk Viðskiptahugbúnaður upp á að bjóða fjölmargar tengingar við vefverslanir og EDI skeytasendingar svo ekki sé minnst á möguleikann á að stunda viðskipti í erlendum gjaldmiðlum.

Fyrirtæki sem sérhæfa sig í innflutningi á vörum geta notfært sér tollskýrslurnar sem finna má í dk og aðrar tengingar við tollinn.

Framleiðslufyrirtæki

dk Viðskiptahugbúnaður er lausn sem sér um allt er snýst að fjárhagsstjórnun framleiðslufyrirtækja, skuldunautum og lánardrottnum ásamt sölu, innkaupum og birgðahaldi.

dk hefur einnig upp á að bjóða uppskriftakerfi þar sem hægt er að tilgreina þá íhluti sem þarf til að skapa vöru ásamt því að framleiða hana.

Hins vegar er oft svo að framleiðslufyrirtæki noti sérhæfð framleiðslukerfi frá t.d. Marel og er þá leikur einn að lesa gögnin inn í birgðakerfi dk Viðskiptahugbúnaðar.

Ein af nýjustu kerfiseiningum dk Viðskiptahugbúnaðar er dk Sjómannalaun sem er fullbúið launakerfi fyrir íslenskan sjávarútveg. Kerfið er í dag í notkun hjá stórum jafnt sem smáum útgerðum um allt land.