Handtölvulausnir dk
dk býður upp á handtölvulausnir, hugbúnað fyrir handtölvur og tengingar við handtölvukerfi. Kerfin tengjast birgðakerfi dk viðskiptahugbúnaðar og henta fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Öflug viðbót við birgðakerfi
Handtölvulausnir dk er öflug viðbót við sölu- og birgðakerfi dk. Þær eru hraðvirkar og einfaldar í notkun. Hvort sem gerð er talning, birgðamillifærsla, innkaupapöntun, vörumóttaka, sölupöntun eða kostnaðarskráning fyrir verkbókhald, þá er það leikur einn með dk handtölvulausninni.