dk hugbúnaður býður upp á öflugar handtölvulausnir

dk handtölvutenging er öflug viðbót við birgðakerfi dk. Þær eru hraðvirkar og einfaldar í notkun. Hvort sem gerð er talning, birgðamillifærsla, innkaupapöntun, vörumóttaka, sölupöntun eða kostnaðarskráning fyrir verkbókhald, þá er það leikur einn með dk handtölvulausninni.  Handtölvan móttekur gögn frá birgðahluta dk og sendir skráningu þráðlaust í gegnum vefþjónustu beint í viðkomandi kerfishluta dk. Datalogic handtölvur eru með strikamerkjalesara, wifi og 4G tengingu.

Handtölvulausnir fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja

Helstu kostir

 • Skráning vörutalninga
 • Skráning vörumóttöku
 • Skráning innkaupapantana
 • Skráning sölupantana
 • Skráning í verkbókhald
 • Birgðaskráning
 • Birgðastöðu fyrirspurn
 • Birgðageymslu millifærsla

dk Mobile handtölvulausn

dk Mobile hugbúnaðurinn hentar fyrir Datalogic Memor og Lynx handtölvur. Hugbúnaðurinn er fyrir Windows Mobile/CE stýrikerfið. Handtölvurnar tryggja hraða og örugga lesningu strikamerkja og er hagkvæmur kostur fyrir lagerhald og stórar sem smáar verslanir.

Tengingar við önnur handtölvukerfi

 • Verðskanna (Motorola MK590)
 • Edico handtölvutenging
 • Edico Pricer verðmiðatenging
 • Strikamerki handtölvutenging