Skuldunautar
Í skuldunautakerfinu er haldið utan um skuldunauta fyrirtækis. Einingin inniheldur hinar ýmsu skýrslur og uppflettingar ásamt afstemmingum, dráttarvaxtaútreikningi og reikningsyfirlitum. Skuldunautakerfið veitir góða yfirsýn yfir útistandandi skuldir, hvaða viðskipti hafa átt sér stað og greiðslusögu. Markmiðið með skuldunautakerfi í dk er að auðvelda þeim sem eiga viðskipti við marga aðila að halda utan um viðskiptasögu hvers og eins skuldunautar.
Undir Skuldunautar – Uppsetning er hægt að viðhalda töflum sem tengjast skuldunautum. Sumar töflurnar koma uppsettar, t.d. greiðslumátar og skilmálar, en aðrar koma tómar, s.s. flokkar, en þar er hægt að stofna t.d. flokka sem hægt er að sundurliða skuldunauta í. Gott er fyrir notendur að fara yfir töflurnar, stofna þær aðgerðir sem notandi þarfnast, ásamt því að fara yfir uppsettar töflur svo sem bókunarflokka, því sú tafla segir til um á hvaða bókhaldslykla færslur sem verða til í skuldunautakerfinu bókast á. Einnig er alltaf mælt með að fara yfir þá möguleika sem er að finna undir „Almennar Stillingar“
Stofna skuldunaut
Að stofna nýjan skuldunaut er gert með INS ný takkanum á skjánum eða nota INSERT takkann á lyklaborðinu. Þá birtist skjámynd sem inniheldur a.m.k 4 flipa, Almennt, Sala Greiðslur, Sendingarmátar.
Eftirfarandi atriði er nauðsynlegt að skrá fyrir hvern skuldunaut:
- Númer – einkvænt númer, oftast sama og kennitala en án bandstriks
- Nafn – Heiti skuldunauts
- Kennitala – kemur sjálfkrafa inn ef númerið er kennitala
- Bókunarflokkur – Tengir skuldunaut við fjárhag.
Aðrar upplýsingar s.s. flokkur, merking, sími, netfang, afsláttur, greiðsluskilmálar er frjálst að skrá inn og í sumum tilfellum skráir kerfið sjálft inn sjálfgefið gildi.
Sjálfgefnar forsendur
Hægt er að setja inn sjálfgefnar forsendur á skuldunautaspjald þannig að allir skuldunautar stofnist með sömu eiginleikum, t.d. sömu greiðsluskilmálum og sendingarmátum. Við bendum á að hafa samband við þjónustudeild dk til að fá aðstoð með slíka uppsetningu.F5 valmynd er aðgerðarhnappur þar sem hægt er að nálgast ýmsar aðgerðir sem nýtast í skuldunautakerfinu, svo sem að skrá vörumóttakendur, minnisbók (CTRL+M), upplýsingatré (CTRL+T), skoða hreyfingar (CTRL+R) skuldunauta, skýrslu yfir mánaðarsamtölur o.ý.fl.
Hægt er að stofna skuldunauta út frá Excel innlestri, en þjónustudeild dk veitir frekar upplýsingar og aðstoð varðandi slíkan innlestur.
Endilega hafið samband við söludeild dk fyrir nánari upplýsingar um viðbætur.