dk hugbúnaður – sagan
2017
dk flytur í Turninn, 15. hæð, Smáratorgi 3 í Kópavogi og starfsmenn orðnir 57 talsins. 510 nýir viðskiptavinir á árinu sem er met og yfir 6.000 fyrirtæki nota dk viðskiptahugbúnaðinn
2016
Fleiri vef- og App-lausnir líta dagsins ljós
2015
46 starfsmenn og velta dk hugbúnaðar ehf. fyrir árið fer yfir 1 milljarð kr.
2014
Flestir nýir viðskiptavinir koma í áskrift og hýsingu. Yfir 400 verslanir nota dkPOS afgreiðslukerfið á um 900 afgreiðslukössum
2013
Tveimur af þrem starfsstöðvum í Englandi er lokað og dk flytur úr Hlíðasmára 17 í Orkuveituhúsið á Bæjarhálsi 1. Fyrsta App-lausnin hjá dk, dkPos iOS fyrir veitingastaði kemur út. dk flytur starfsstöðina á Akureyri af Skipagötunni í Hafnarstræti
2012
dk byrjar að selja viðskiptahugbúnaðinn í áskrift. Þróun á fyrsta appinu hefst. Starfsmenn orðnir 43 talsins
2011
dk opnar starfsstöð á Akureyri í Skipagötu. 5 starfsmenn hefja störf þar
2010
480 ný fyrirtæki tóku dk í notkun á árinu sem er met og starfsmenn orðnir 35 talsins
2008
Ný útgáfa af félagakerfinu kemur út og gerður er samningur við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) um heildarlausn fyrir aðildarfélög þess. Í árslok er allri útrás til norðurlandanna hætt. Skrifstofu í Uppsala og Malmö er lokað. Um mitt árið eru viðskiptavinir dk orðnir 3.000 talsins að bændum meðtöldum
2007
Opnuð er ný starfsstöð í Powick í Worcestershire á Englandi og Elim Pentecostal Churches gera samning við dk um að taka upp kerfið hjá 500 kirkjum vítt og breitt um Bretland
2006
dk stofnar hýsingarþjónustu (dkVistun) og fyrstu fyrirtækin koma í hýsingu. dkPOS afgreiðslukerfið fer í sölu. Um mitt árið eru starfsmenn orðnir 20 talsins
2005
Þróun á dkPOS afgreiðslukerfinu hefst
2004
dk flytur úr Hlíðasmára 8 í Hlíðasmára 17. Kennsington Temple London City Church tekur dk í notkun fyrir alla sína starfsemi með 15 samtímanotendum og á Íslandi kemur 1000. viðskiptavinurinn á almennu útgáfuna og aðilar í búrekstri (bændur) með dkBúbót eru orðnir 740 talsins
2003
Á haustmánuðum hefst útrás til Danmerkur, Svíþjóðar og Englands og þýðing á dk yfir á dönsku, sænsku og ensku hefst. dk setur upp starfsstöðvar í Kaupmannahöfn, Uppsala og London
2002
dk gerir samning við Bændasamtök Íslands og hefur framleiðslu á dkBúbót. dk gerir einnig samning við Bandalag háskólamanna (BHM) um heildarlausn fyrir aðildarfélög þess. Í nóvember kynnir dk stjórnendaverkfæri og er fyrsti íslenski viðskiptahugbúnaðurinn með innbyggð greiningartól til að miðla upplýsingum til stjórnenda
2001
Í janúar kemur fyrsta eintakið af dk viðskiptahugbúnaðinum út. Rás og Rafvör eru fyrstu fyrirtækin til að taka sölukerfið í notkun. Gerður er samningur við Kennarasamband Íslands (KÍ) um heildarlausn fyrir aðildarfélög þess
2000
Merki félagsins verður til og dk Framtal, fyrsta vara dk fer í sölu
1998
dk hugbúnaður ehf. er stofnaður þann 1. desember