
dk hugbúnaður var valið eitt af Fyrirtækjum ársins 2018 af VR.
Við valið var litið til níu lykilþátta: stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuaðstöðu, sveigjanleika, sjálfstæðis í starfi, ímyndar fyrirtækisins, ánægju & stolts og jafnréttis.
dk hugbúnaður er eina fyrirtækið í hópi stórra fyrirtækja sem fær yfir fjóra í einkunn í öllum níu lykilþáttunum. Þá er dk hugbúnaður hæst í sínum flokki fyrir lykilþættina sveigjanleiki vinnu og ánægja & stolt.
Sjá nánar hér: Fyrirtæki ársins 2018.
Starfsfólk dk er afar stolt af þessum árangri á 20 ára afmælisári fyrirtækisins.