fbpx Skip to main content
Fyrirmyndarfyrirtæki 2019

VR Fyrirtæki ársins 2019

Stór fyrirtæki – LS Retail | Nordic Visitor | PwC |  Sjóvá | Vörður trygg­ing­ar

Meðalstór fyrirtæki – Cyr­en | dk hug­búnaður | Tengi | Toyota á Íslandi | TRS

Lítil fyrirtæki – Attent­us – mannauður og ráðgjöf | Bók­hald og upp­gjör | Eg­ill Árna­son | Eir­vík | Microsoft Ísland

Fyrirtæki ársins 2019 í flokki meðalstórra fyrirtækja

dk hugbúnaður var valið Fyrirtæki ársins 2019 í flokki meðalstórra fyrirtækja hjá VR annað árið í röð. dk hugbúnaður færðist milli flokka í ár, var í hópi stærri fyrirtækja í fyrra en í ár var gerð breyting á stærðarskiptingu fyrirtækjanna. dk hlaut heildar einkunnina 4,56 en meðaltalið í þessum stærðarflokki var 4,23. Í heildina skoraði fyrirtækið yfir 4 í öllum flokkum en aðeins eitt annað fyrirtæki náði því. Dk hugbúnaður hefur fengið margar viðurkenningar síðustu ár fyrir ánægju og góðan aðbúnað starfsmanna.

Hugbúnaðarlausnir fyrir vaxandi fyrirtæki

dk hugbúnaður er eitt stæsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins. Allt frá upphafi hefur dk viðskiptahugbúnaðurinn verið hjartað í starfsemi okkar. Hugbúnaðurinn er í dag leiðandi bókhalds- og viðskiptahugbúnaður fyrir minni og meðalstór fyrirtæki og þá hefur færst í vöxt að stór fyrirtæki séu farin að velja hugbúnaðinn fyrir sína starfsemi.

Hagkvæm heildarlausn fyrir íslensk fyrirtæki

dk viðskiptahugbúnaður er hagkvæm heildarlausn fyrir íslensk fyrirtæki og atvinnulíf sem er í senn einföld í uppsetningu og notkun. Boðið er upp á allar algengustu kerfiseiningar eins og fjárhags, viðskiptamanna, lánardrottna, innkaupa, sölu, birgða, verk og launa. Auk þess er boðið upp á mikið úrval sérlausna fyrir hinar ýmsu tegundir fyrirtækja m.a. almenn þjónustufyrirtæki, verslanir, sérvöruverslanir, endurskoðunar- og bókhaldsfyrirtæki, og framleiðslufyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hefur dk smíðað önnur kerfi, bókunarvélar, vefsíður og vefþjónustur fyrir fyrirtæki og stofnanir. Afar auðvelt er að taka hugbúnaðinn í notkun. Með honum fylgja full uppsett fyrirtækjaform sem hvert um sig inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfin, uppsettan rekstrar-og efnahagsreikning ásamt sundurliðunum og sjóðstreymi.

Fjöldi fyrirtækja notar dk hugbúnað fyrir sinn rekstur

Þjónustufyrirtæki | verslun og þjónusta

Afgreiðslukerfi

Verslanir þurfa öflugt og öruggt afgreiðslukerfi. dk Pos afgreiðslukerfið uppfyllir allar þarfir verslana. Afgreiðslukerfið vinnur sem sjálfstæð eining en er um leið hluti af viðskiptahugbúnaði dk og er einfalt að samkeyra gögn, svo sem söluuppgjör, birgðauppfærslu og fleira. Hægt er að nálgast allar vinnslur, uppflettingar og greiningar þar sem kerfið er beintengt við dk viðskiptahugbúnaðinn en í því felst gríðarlegur vinnusparnaður. Sjá nánar allt um dk Pos afgreiðslukerfið.

Viðskiptamanna-, sölu- og markaðskerfi

Með dk bókhaldskerfinu fylgir öflugt viðskiptamanna-, sölu- og markaðskerfi. Kerfið er öflugt stjórntæki fyrir alla sölumennsku og inniheldur allar hefðbundnar vinnslur, svo sem öflugt eiginleika-, hópa- og flokkunarkerfi fyrir smíði úrtaka, meðhöndlun herferða, aðgerða og funda, öflugar uppfletti- og fyrirspurnarvinnslur, sölumannakerfi, söluáætlanir, sölugreiningartól, rafrænar sendingar og tengingar við handtölvur/iPad. Prenta má út ýmsa fylgiseðla, svo sem afgreiðsluseðla, tínsluseðla, pantanir, tilboð, límmiða, vörufylgibréf og ýmsa merkimiða. Sjá nánar um dk fyrir þjónustufyrirtæki

Sölupantanir, tilboð og áskriftapantanir

Með dk fylgir öflug móttaka á sölupöntunum frá viðskiptavinum. Hægt er að taka á móti sölupöntunum rafrænt, með EDI eða á heimasíðu, eða skrá þær inn handvirkt eftir því sem við á hverju sinni. Tilboð má útbúa út frá bæði listaverðum eða sérverðum/sérafsláttum. Tilboð má síðan senda með tölvupósti beint úr dk til viðskiptavinar. Þegar viðskiptavinurinn hefur tekið tilboðinu má breyta því í sölupöntun eða sölureikning. Tilboðskerfið heldur utan um útsend tilboð sem einfaldar alla eftirfylgni til muna. Áskriftarpantanir er hentugar notendum dk hugbúnaðar þegar viðskiptavinur þeirra greiðir áskriftarverð fyrir aðgang að vöru eða þjónustu. Í staðinn fyrir að selja vörur eða þjónustu sem staka sölu þá selur áskrift notkun eða aðgang að vöru eða þjónustu á ákveðnum tímabilum. Hægt er að tengja áskriftarpantanir vísitölum sem er hagræði fyrir þá sem eru með verðtryggða samninga. Sjá nánar um dk fyrir þjónustufyrirtæki

Birgðakerfi

Inniheldur allar hefðbundnar vinnslur birgðakerfis, svo sem vöruskráningu, birgðaskráningu, millifærslur, talningavinnslur, öflugar uppfletti- og fyrirspurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum skýrslum, verðbreytingar, afsláttarkerfi, samningsbundin verð, strikamerkjavinnslur, uppskriftakerfi, raðnúmerakerfi/serial númer, lotunúmerakerfi, greiningartól, margar birgðageymslur og ýmsar uppsetningar. Sjá nánar um dk fyrir framleiðslu og heildsölu

Innkaupakerfi

Inniheldur allar hefðbundnar vinnslur innkaupakerfis, svo sem innkaupapantanir, innkaupatillögur, öfluga vörumóttöku, tollskýrslugerð, rafrænar sendingar og móttökur með EDI, verðútreikninga vegna innkaupa á vörum frá erlendum birgjum, uppfletti- og fyrirspurnarvinnslur, útprentun á margvíslegum skýrslum, greiningartól og ýmsar uppsetningar. Sjá nánar um dk fyrir framleiðslu og heildsölu

Stjórnborð | mælaborð og viðskiptagreind

Einn helsti kostur dk viðskiptahugbúnaðarins er öflug innbyggð greiningartól og stjórnendaverkfæri. Greiningarvinnslurnar í dk byggja á rauntímagögnum og sýna því stöðuna eins og hún er hverju sinni. Með stjórnendaverkfærum er mjög auðvelt að fylgjast með „stóru myndinni“ og bora sig niður eftir upplýsingum eftir því sem þörf er á. dk býður upp á mismunandi sýn á gögnin sem svipar til svokallaðra OLAP teninga. Þannig er hægt að skoða gögnin út frá mismunandi hliðum og skilgreina eigin sýn á þau. Í sölukerfinu er hægt að skoða sömu sölugögn út frá tímabilum, viðskiptavinum, flokkum viðskiptavina, svæðum, vörum, vöruflokkum, sölumönnum eða deildum. Kosturinn við að hafa þetta innbyggt er að það er ekki þörf á neinum hliðarkerfum fyrir þessa sýn og ekki þarf að passa upp á neinar tengingar milli kerfa.

Þessi stjórnendaverkfæri keyra á snjallsímum, spjaldtölvum og gegnum vefinn, þannig að það má nálgast upplýsingar og skrá upplýsingar á mjög fjölbreytilegum tækjum.

Fjöldi fyrirtækja notar dk hugbúnað fyrir sinn rekstur

Sérlausnir | tengingar

Öll bókhalds- og sölukerfi þurfa að geta boðið upp á sérlausnir og öflugar tengingar við hin ýmsu kerfi.

Léttlausnir

dk hugbúnaður býður upp á margvíslegar sérlausnir fyrir viðskiptavini sína sem kallaðar eru léttlausnir. Kerfin eru að fullu samhæfð dk bókhaldskerfinu og dkPOS afgreiðslukerfinu. Boðið er upp á margvíslegar lausnir sem nota má á nútímatækjum eins og spjaldtölvum og símum. Sjá nánar um Léttlausnir.

Verkbókhaldið í símann

Verkbókhalds léttlausnin er hagkvæmur og þægilegur kostur fyrir þjónustufyrirtæki. Með lausninni er hægt að skrá tíma, akstur og kostnað beint úr símanum, tölvunni eða spjaldtölvunni. Skráningin færist síðan beint inn í verkbókhaldshluta dk bókhaldskerfisins og með því eykst nákvæmni tímaskráninga starfsmanna til muna.

Samþykktarkerfi í símann

Samþykktarkerfisveflausnin frá dk býður upp á einfalda leið til að yfirfara og samþykkja lánardrottnareikninga. Starfsmaður hefur einungis aðgang að samþykktarkerfishluta dk í gegnum vafra. Í veflausninni er hægt á einfaldan máta að skanna inn eða taka mynd af lánardrottnareikningi t.d. með farsíma og senda á fyrirframskilgreint netfang. Þegar tölvupóstur berst í samþykktarkerfis pósthólfið, stofnast lánardrottnareikningur sjálfkrafa í dk með þeim viðhengjum sem kunna að fylgja frá tölvupóstinum. Hægt er að senda áminningar á samþykkjendur með tölvupósti eða SMS skilaboðum. Stjórnandi getur fengið skýrslur um reikninga sem eftir á að stofna.

Lausnatorg

Mikill fjöldi hugbúnaðarfyrirtækja hafa gert tengingar og lausnir við dk hugbúnað. Öflugar lausnir fyrir t.d. vefverslanir, lager- og handtölvukerfi, bókunarkerfi, greiðslukerfi- og innheimtukerfi. Sjá nánar á Lausnatorgi.

Fjöldi fyrirtækja notar dk hugbúnað fyrir sinn rekstur

Áskrift | kerfisrekstur og hýsing gagna

Það eru margar lausnir í boði og sem spara fyrirtækjum mikið í tækjabúnaði til að hýsa gögn. Skýjaþjónustan og bókhaldskerfið vinna saman, allt í mánaðarlegri áskrift.

Viðskiptahugbúnaður í áskrift

dk í áskrift er hagkvæm og þægileg leið fyrir fyrirtæki sem gefur kost á alhliða bókhaldskerfi í mánaðarlegri áskrift.

Öflug skýjaþjónusta

dk hugbúnaður er með öfluga hýsingardeild og rekur skýjaþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki. Yfir 4.500 fyrirtæki nýta sér þessa þjónustu og er
dk stærsti hýsingaraðili SPLA-Microsoft lausna á Íslandi. dk býður upp á heildarlausn í hýsingu forrita og gagna.  Notendur kerfisins tengjast þjónustunni gegnum internetið, hvaðan sem er úr heiminum sem skapar tvímælalaust hagræði. Einnig er einfalt að opna aðgang fyrir endurskoðanda eða bókhaldsstofu sé þess óskað.

Office 365 í skýinu

Office 365 er orðin ein af vinsælustu skýjalausnum í heiminum í dag. Office 365 gerir notendum kleift að vinna hvar og hvenær sem er, einfaldar samvinnu og hefur sannað sig í aukinni framleiðni hjá starfsfólki sem notar Office 365. Ekki þarf að leggjast í stórar fjárfestingar í upphafi við kaup á Office 365 þar sem að ekki er þörf á þjónum né kostnaðarsömum leyfum, eingöngu greitt mánaðarlegt eða árlegt verð fyrir hvern notanda. Sjá allt um Office 365 hjá dk hér.

Rekstaröryggi

Öryggi viðskiptavinarins er tryggt þannig að allur vélbúnaður dk sem og kerfissalur uppfyllir ströngustu skilyrði um gagnatengingar, varaaflsstöðvar, aðgangsstýringar, vírusvarnir, bruna- og vatnslekavarnir, auk þess að vera undir stöðugu eftirliti fagmanna allan sólarhringinn. dk sér um alla afritun gagna og annast uppfærslu hugbúnaðar sem tryggir aukið rekstraröryggi. Því má segja að með notkun skýjalausna dk verði kostnaður vegna reksturs tölvubúnaðar fyrirsjáanlegur.

Vantar frekari upplýsingar?

Sendu okkur fyrirspurn fyrir frekari upplýsingar eða til að panta kynningarfund

    Nafn ( þarf )

    Fyrirtæki

    Netfang ( þarf )

    Símanúmer

    Fyrirspurn þín ..

    Close Menu

    dk - Íslenskar viðskiptalausnir